Fréttablaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 3. júlí 2009 A ug lý si ng as ím i – Mest lesið 2 fyrir 1 í Bláa lónið Gildir gegn framvísun miðans til 30. september 2009 Frítt fyrir börn, 11 ára og yngri, í fylgd með forráðamönnum í einstakri íslenskri heilsulind Efldu lífsorkuna Lykill 1561 Vöruskiptin í júní voru jákvæð um 8,7 milljarða króna, sem er mesti afgangur í einum mánuði á þessu ári. Þetta kom fram í tilkynningu Hagstofunnar. Útflutningur nam 40,8 milljörð- um en innflutningur 32 millj- örðum. Samkvæmt Hagstofunni eru vísbendingar um meiri verð- mæti útfluttra sjávarafurða og minni innflutning á eldsneyti miðað við fyrri mánuð. IFS Ráð- gjöf segir í greiningu sinni á töl- unum að þær séu jákvæðar fyrir þjóðarbúið. „Ef afgangurinn verður áfram svona jákvæður ætti það að hafa jákvæð áhrif á krónuna,“ segir í greiningu IFS. -bþa Afgangur af vöruskiptum Heildarviðskipti með skuldabréf á NASDAQ OMX Iceland námu tæpum 275 milljörðum króna í júnímánuði, sem samsvarar 13,7 milljarða veltu á dag. Þetta er veltumesti mánuður- inn með skuldabréf á þessu ári. Til samanburður nam veltan 10,4 milljörðum króna á dag í maímánuði. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti NASDAQ OMX Iceland fyrir júnímánuð. Viðskipti með hlutabréf voru hins vegar mun minni en í maí- mánuði. Heildarviðskipti með hluta- bréf í júní námu tæpum 1.598 milljónum króna en til saman- burðar var veltan með hlutabréf í maí tæpar 6.418 milljónir. - bþa Metvelta með skuldabréf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.