Fréttablaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 3. júlí ✽ ba k v ið tjö ldi n Jón Gnarr og Sigur- jón Kjartansson héldu úti einum vinsælasta útvarpsþætti landsins fyrr og síðar – Tvíhöfða. Þeir eru ekki sammála um hvort og hvernig endur- koman eigi að vera en eru þó sammála um að þjóð- félagið þurfi nauðsynlega á gríni að halda. Gubbað af gleði, nýútkomin plata, með gömlu og nýju efni, er þeirra framlag. Viðtal: Júlía Margrét Alexandersd. Myndir: Anton Brink H versu vel þekkist þið – vitið þið til dæmis nokkurn veg i n n h ve r n i g dagur inn í dag verð- ur hjá hinum? Hvernig heldur þú að þessi dagur hjá Jóni sé, Sigur- jón, og hver eru dagsverk Sigur- jóns, Jón? Sigurjón: Jón vaknaði í morgun og fór út með hundinn sinn, hann Tobba. Svo held ég að hann hafi eldað sér einhvern morgunverð. Hann á það til að fara í egg og beik- on. Nema þegar hann er grænmetis- æta. Ég veit ekki alveg hvar hann er staddur núna, stundum borð- ar hann til að mynda ekki svína- kjöt. Hann er öfga maður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Jón: Já, ég er á djúsaföstu þannig að ég borða ekki neitt. Segi svona. Sigurjón: Þar sem hann er í fríi en ekki í tökum er hann væntan- lega að fara að vesenast eitthvað með litla strákinn. Hann er á þeim aldri að það tekur mest af orku manns. Kannski fer hann í Hús- dýragarðinn. Í kvöld gæti svo vel verið að það yrði horft á einhverja mynd. Ég kynntist svona rólegu fjölskyldulífi fyrst, eins og að taka mynd á hverju kvöldi þar sem allir horfa saman, hjá Jóni. Jón: Þetta var þegar Sigurjón bjó einn. Þá var hann svona Fúsi frændi sem kom alltaf og hékk yfir okkur. Sigurjón: Stundum áttu þau það til að taka myndir sem ég mælti rosalega með. Og fékk þá alla fjöl- skylduna upp á móti mér. Jón: Dagurinn hans Sigurjóns er frekar einfaldur, hann vaknaði í morgun og fór út með hundinn sinn, Mola. Tobbi og Moli eru samt ekki af sama kyni. Sigurjón: Já, já, minn er stærri. Jón: Svo hefur hann kannski fengið sér AB-mjólk. Eftir þetta viðtal býst ég við að hann þurfi að mæta á einhverja fundi. Fer kannski að hitta einhverjar leik- konur um tvöleytið til að skrifa eitthvað. Svo er hann kominn heim milli fimm og sex og þá eldar hann spaghetti bolognese. Eftir það er það líklega kvöld í faðmi fjölskyldunnar og hann fer snemma að sofa, milli tíu og ell- efu. SÉRSTÖK SÍMATÆKNI Eruð þið miklir vinir utan vinnu? Sigurjón: Við erum miklir vinir en erum ekkert að hanga, þetta er svona þroskuð karlmannavinátta. Jón hefur reyndar mjög sérstaka símatækni sem er mjög femin- ísk. Hann hringir oft án þess að hafa nokkuð um að tala. Vill bara tjatta og ég hef aldrei náð því. Ég er miklu vanari því að menn hringi með einhver erindi. En jú, jú, við tölum mikið saman í síma. Vinátta karlmanna er öðruvísi en vinátta kvenna. Við getum verið vinir án þess að heyrast eða hitt- ast í mörg ár. Jón: Vináttan er alveg tímalaus. Við höfum reyndar aldrei látið líða ár á milli þess sem við hittumst en við gætum það alveg. Og svo þegar við hittumst væri bara eins og við hefðum síðast sést í gær. RÚV ÆTTI AÐ VERA FRUMKVÖÐULL Hvert finnst ykkur framlag Tví- höfða hafa verið til þjóðfélags- ins? Jón: Tvíhöfði hefur sett ákveð- inn standard í íslensku gríni. Við náðum því margoft að fólk hafði hlegið svo mikið þegar það var til að mynda að keyra og hlusta að það missti stjórn á bílnum sínum og þurfti að leggja honum til að geta klárað að hlusta. En framlag Tvíhöfða er miklu meira en bara grín. Þetta er líka einhver yfirlýs- ing um lífsgildi. Mér finnst það eiga við, eins og ástandið er í þjóð- félaginu núna, að Tvíhöfði snúi aftur í útvarpið til að létta lund fólks. Stjórnvöld skulda fólki það. Sigurjón: Þarna ætti Ríkis- útvarpið auðvitað að koma sterkt inn, ef það sinnti hlutverki sínu, og hefði Tvíhöfða á dagskrá. Málið er bara að það er vesen að kom- ast þar inn og vera þar. Markaðs- spekúlantar héldu því statt og stöðugt fram að auglýsendur vildu síður auglýsa hjá okkur, þrátt fyrir ótrúlega góða hlust- un. Það er slæmt hversu staðn- aðir hlutirnir eru á margan hátt á þessari stofnun. Rás eitt er þannig orðin eins og hálfgert útvarp há- skólans. Þetta er ekkert annað en einhverjar ritgerðir og langir upp- lestrar, fúlir og dauðir. Það eru frá- bærir þættir inni á milli, en það er ekkert sem nær þessu bein- tengda andrúmslofti eins og við náðum, við þjóðfélagið. Af hverju er það ekki á Rás eitt? Ríkisútvarp- ið verður að tala mál sem þjóðin skilur og vera í sambandi við hana en ekki vera með yfirlætislegar út- sendingar. ÞRÍDRANGUR VILHJÁLMSSON Jón: Ég man að Víðsjá fjallaði einu sinni um Næturvaktina og þar var talað um Næturvakt Ragnars Bragasonar og Næturvakt Ragnars VANDRÆÐALEG SÍMTÖL JÓNS Góðir vinir Sigurjón og Jón Gnarr eru góðir vinir þótt vissulega geti stundum liðið mánuðir án þess að þeir hittist. Vináttan sé enda tímalaus. Sigurjón Happatala: Engin Eftirlætisstaður á Íslandi: Lazyboyinn minn Skyndibiti: Epli Eftirlætissundlaugin: Sundhöll Ísafjarðar Hráefni til að nota í matarslag: Egg Jón Gnarr Happatala: Engin Eftirlætistaður: Engin, hvorki hér né í útlöndum Skyndibiti: Tower Zinger hjá KFC Eftirlætissundlaugin: Atlantshafið Hráefni til að nota í matarslag: Vel heitt soðið slátur - Lifið heil www.lyfja.is 20% afsláttur CLINIQUE. Vertu brún án þess að brenna, notaðu sólarvörn frá Clinique. Ofnæmisprófuð, ilmefnalaus og hönnuð af húðlæknum. Gildir 26. júní – 3. júlí á meðan birgðir endast.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.