Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 36
24 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Þetta er hann
aftur! Stunur,
þýskar stunur!
Þú ert sjúk!
Heyrirðu?
Sjúk!
Skilurðu mig?
Get ég
aðstoð-
að?
Vinur minn
er að leita að
skartgrip fyrir
kærustuna
sína.
Merki-
legt.
Er vinur þinn að
leita að einhverju
sérstöku?
Já.
Einhverju
sem
glansar.
Þú fyrirgefur,
en ég hef
aldrei séð
þennan
mann áður.
Þakklæti
... blessaðu daginn...
... blessaðu Ósvald...
... blessaðu Mjása...
... blessaðu matinn...
Í þessu húsi taka
bænirnar lengri tíma en
máltíðirnar.
Mamma,
það er
tómatsósu-
blettur á
bolnum sem
lítur út eins
og úlfshaus..
Jæja já.
Ó,
úff!
Ég skal setja blettaeyði á hann;
það ætti að duga.
Er það ekki það
sem þú vilt?
Ég var eigin-
lega að vona
að ég gæti
gert eins blett
á hina bolina
mína.
Hann komst
ekki í gegnum
málm-
leitarhliðið.
Neyð-
arlínan
Einhvers staðar las ég að upphæðirnar sem um er rætt í Icesave-samningnum gætu dugað til að kaupa knattspyrnu-
manninn Cristiano Ronaldo þrjátíu
sinnum frá Manchester United, en eins
og flestir vita festi Real Madrid kaup á
leikmanninum fyrir bjánalega háa fjárhæð
í vikunni. Þessi hugsun sat í mér og í kjöl-
farið á pælingunum fékk ég hrollvekjandi
martröð, þar sem þrjátíu olíubornir Portú-
galar hlupu hrokafullir um iðjagrænan
fótboltavöll, hentu sér í jörðina við hvert
tækifæri og vældu í dómaranum eins og
smákrakkar í frekjukasti. Í martröðinni
voru áhorfenda stæðin galtóm
því stækur fnykur inn af
mygluðu hárgeli og rán-
dýrum rakspíra, í bland við
hreint ótrúlega vanvirðingu
leikmannanna fyrir hundtryggum stuðn-
ingsmönnum sínum, hafði hrakið þá
alla á brott. Ég hrökk upp í svitabaði. Eitt
stykki Ronaldo er miklu, miklu meira en
nóg fyrir heiminn að þola.
Eins mikið og ég samgleðst aðdáendum
Manchester United með að vera loksins
lausir við þetta fúlegg í líki knattspyrnu-
kappa, þá kenni ég í brjósti um þá mörgu
sem fylgja Real Madrid að málum.
Einungis örfáum dögum eftir að hafa fjár-
fest í Brasilíu manninum Kaká, leikmanni
sem nýtur hvarvetna virðingar fyrir
framkomu sína innan vallar sem utan,
þurftu veruleika firrtir stjórnendur félags-
ins að eyðileggja allt með því að leggja
lag sitt við óheiðarlegasta eintakið í sögu
íþróttanna. Þar fór góður vilji fyrir lítið.
Ef svo fer að bæði enska deildin og HM
í Suður-Afríku næsta sumar verði laus við
Portúgalann pirrandi, eins og allt stefnir í,
er hætt við að margir splæsi í kampavín og
rakettur. Ég verð einn af þeim.
Farið hefur gel betra
NOKKUR ORÐ
Kjartan
Guðmundsson
BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með
auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í
Reykjavík.
Vallarstræti - Ingólfstorg
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar
vegna suðurhluta Ingólfstorgs og lóðunum að
Thorvaldsenstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7.
Í breytingunni felst m.a. að þrjú hús eru varðveitt á
staðnum. Thorvaldsenstræti 2 mun standa áfram
þar sem það stendur nú, Vallarstræti 4 er flutt þrettán
metra til norðurs og Aðalstræti 7 fjórtán komma
níu metra til norðurs. Gatan Vallarstræti verður
sunnan húsanna að lokinni breytingu. Reist verður
fimm hæða hús með kjallara sunnan Vallarstrætis
og verður NASA salurinn rifinn og endurbyggður
í kjallara. Auglýsing á eldri tillögu fellur niður
með birtingu þessari. Samhliða auglýsingu þessari
munu verða kynntar breytingar á fyrirkomulagi
Ingólfstorgs.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar
að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20
– 16:15, frá 3. júlí 2009 til og með 14. ágúst
2009. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins,
www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal
skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is,
til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 14.
ágúst 2009. Vinsamlegast notið uppgefið netfang
fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir
sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 3. júlí 2009
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið