Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 2
2 21. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
ORKUMÁL Annað tveggja fyrir-
tækja sem sótti um leyfi til rann-
sókna og vinnslu olíu á Dreka-
svæðinu hefur dregið umsókn
sína til baka.
Orkumálastofnun barst í gær
bréf frá forsvarsmönnum Aker
Exploration, þar sem þeir draga
umsókn sína frá því í maí síðast-
liðnum til baka. Í bréfinu segir að
ákvörðunin komi í kjölfar breyt-
inga á stefnu fyrirtækisins. Orku-
stofnun hefur engar frekari upp-
lýsingar fengið, segir Guðni A.
Jóhannesson orkumálastjóri.
„Við vissum auðvitað þegar við
buðum þetta út í vor að þetta eru
erfiðir tímar. Við vorum ánægðir
með að fá tvö tilboð, en auðvitað
eru það vonbrigði að annað fyrir-
tækið detti út,“ segir Guðni.
Fyrirtækin Sagex Petroleum
og Lindir Explorations buðu í
sameiningu í leyfi til rannsókna
og vinnslu eins og Aker, en á öðru
svæði. Umsókn þeirra stendur
óhögguð.
Guðni segir að Orkumálastofnun
fjalli nú um umsókn Sagex og
Linda. Vonir standi til að samn-
ingar náist í október. Í framhald-
inu verði tekin afstaða til þess
hvort leit og vinnsla á Dreka-
svæðinu verði boðin út að nýju.
Fleiri fyrirtæki lýstu í vor
áhuga á að sækja um leyfi, en
féllu frá því að sækja um vegna
erfiðs ástands á fjármálamörkuð-
um, segir Guðni.
Ekki náðist í forsvarsmenn
Aker Explorations í gær.
- bj
Guðmundur, færðu þér oft
maðk í mysuna?
„Nei, en mysan verður betri ef
maðkur er í henni. Meiri næring.“
Guðmundur Óskar Sigurðsson ræktar
maðka í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Hann er þegar kominn upp í milljón
maðka þó stutt sé síðan hann byrjaði.
Maðkarnir verða 6 milljónir í ágúst.
HEILBRIGÐISMÁL Alls hafa nú ellefu
greinst með svínaflensuna H1N1
hér á landi samkvæmt upplýsing-
um frá Landlæknisembættinu.
Frá því á föstudag hafa tveir
greinst, nítján ára kona sem var að
koma frá Mexíkó, og 35 ára kona
sem var að koma frá Ástralíu.
Báðar veiktust eftir heimkomu og
eru nú á batavegi. Hvorug er með
alvarleg einkenni.
Einkenni sýkingar eru skyndi-
legur hiti, hósti, hálssærindi,
slappleiki, beinverkir og höfuð-
verkur, auk þess sem sumir finna
fyrir ógleði, uppköstum eða niður-
gangi. - bj
Fleiri smitast á Íslandi:
Ellefu smitaðir
af svínaflensu
DÓMSMÁL Aðalmeðferð í Papeyjar-
skútumálinu, sem fara átti fram
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær,
var frestað vegna frávísunarkröfu
verjanda Hollendingsins Peter
Rabe. Frávísunarkrafan byggðist
á því að íslenska ríkið hefði ekki
refsilögsögu yfir Hollendingnum,
en krafan kom fram klukkutíma
fyrir aðalmeðferð. Afboða þurfti
öll vitni.
Verjendur annarra ákærðra tóku
ekki afstöðu til frávísunarkröfunn-
ar og hyggjast ekki skila greinar-
gerð í málinu.
Dómarinn gerir ráð fyrir að
úrskurður um frávísunina liggi
fyrir í vikunni. Ef kröfunni er
hafnað fer aðalmeðferð fram í
byrjun næstu viku. Ef krafan
er tekin til greina er líklegt að
ákæruvaldið kæri úrskurðinn og
málið tefjist enn frekar. - vsp
Réttarhöldum í Papeyjarskútumálinu var frestað í héraðsdómi í gærdag:
Íslenska ríkið geti ekki refsað
HÉRAÐSDÓMUR Sakborningar í málinu huldu andlit sitt við upphaf réttarhaldanna.
Aðalmeðferð málsins var síðan frestað vegna kröfu um frávísun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Norskt olíufyrirtæki fellur frá tilboði í olíuleit og nýtingu á Drekasvæðinu:
Vonbrigði segir orkumálastjóri
ERFIÐIR TÍMAR
Aðeins ein
umsókn um
rannsókn
og vinnslu á
Drekasvæðinu
stendur eftir,
segir Guðni A.
Jóhannesson
orkumálastjóri.
ÚTIVIST Rúmlega 3.100 skátar frá
44 löndum eru nú samankomnir á
Íslandi til þess að taka þátt í Rov-
erway-skátamótinu. Skátarnir eru
á aldrinum 16 til 22 ára, en auk
þeirra er mikill fjöldi starfsmanna
og sveitaforingja. Stærstu hóparn-
ir koma frá Spáni, Portúgal, Ítalíu
og Frakklandi, og litlir skátahópar
komu til dæmis frá Hong Kong,
Mexíkó og Ástralíu.
Mótið var sett við hátíðlega athöfn
fyrir framan Háskóla Íslands í gær-
morgun. „Við vorum ofboðslega
heppin með veður og setningar-
athöfnin heppnaðist alveg ofboðs-
lega vel,“ segir Benjamín Axel Árna-
son, fjölmiðlafulltrúi mótsins.
Að setningunni lokinni héldu
skátarnir strax í fjögurra daga
ferðir víðs vegar um landið. Búið
var að skipta þeim í 52 fjölþjóðleg-
ar sveitir, sem hver og ein er skip-
uð 50 skátum og tveimur íslenskum
skátaforingjum. Að sögn Benjamíns
eru leiðangrarnir mjög fjölbreyttir,
eins og skátastarfið.
„Þetta er allt frá fjallaferðum og
klifri, í menningu, listir, tækni og
vísindi.“ Meðal þess sem í boði er
eru leiðangur á Hvannadalshnjúk
og ganga um Hornstrandir, menn-
ingarferð um Reykjavík, hesta- og
menningarleiðangur um æskuslóðir
Halldórs Laxness og leiðangur um
höfuðstöðvar Latabæjar. Þá eru
svokallaðir samfélagshópar á Sól-
heimum í Grímsnesi og í Stykkis-
hólmi, svo fátt eitt sé nefnt. „Hóp-
arnir taka svo saman á föstudag og
halda á Úlfljótsvatn,“ segir Benja-
mín. Þar verður „Alþingi á Úlfljót-
svatni“ haldið í dag. „Við skiptum
niður í dagskrárþorp á föstudag og
laugardag og á sunnudag verðum
við með karnivaldag. Það er algjört
ævintýri, því þá er hvert einasta
land með kynningar á sínu landi
og menningu.“
Roverway-mótið er nú hald-
ið í þriðja sinn, en það var hald-
ið í Portúgal árið 2003 og á Ítalíu
2006. Undirbúningur mótsins hefur
staðið í rúm tvö ár að sögn Benja-
míns. Hann segir jafnframt um 500
íslenska skáta hafi unnið að undir-
búningnum. thorunn@frettabladid.is
Ríflega þrjú þúsund
skátar efna til þings
Roverway-skátamótið er nú haldið á Íslandi. Rúmlega 3.100 skátar frá 44
löndum eru samankomnir vegna þess. Þeir eru nú í fjögurra daga ferðum víðs
vegar um landið og halda síðan „Alþingi“ á Úlfljótsvatni um komandi helgi.
GLÆSILEG SETNINGARATHÖFN Mikið var um dýrðir þegar Roverway-skátamótið var sett við hátíðlega athöfn á túninu við Háskóla
Íslands. Fjölmiðlafulltrúi mótsins segir setninguna hafa tekist alveg ofboðslega vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNMÁL Frestist bygging álvers
í Helguvík og stækkun Straums-
víkurversins um eitt ár eykur það
mjög líkurnar á að hér verði sam-
dráttur á næsta ári en ekki lítils
háttar hagvöxtur eins og annars er
gert ráð fyrir.
Þetta kemur fram í svari fjár-
málaráðherra við fyrirspurn
Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins.
Frestist framkvæmdirnar um
tvö eða þrjú ár mun stærsti kúfur
umsvifa vegna þeirra lenda á tíma-
bili þar sem spár telja að hagkerf-
ið verði að komast á skrið á nýjan
leik. Slík tímasetning væri því
óheppileg, segir í svarinu. - bþs
Frestun stóriðjuframkvæmda:
Eykur líkur á
samdrætti
SLYS Tveir fullorðnir og tvö börn
rak stjórnlaust á árabát út á Apa-
vatn í gær. Fólkið hafði leigt sér
bát, ásamt fleirum sem voru í
öðrum bát, en brotið eina árina
og lent í vandræðum með bátinn,
en mikið hvassviðri var á svæð-
inu. Fólkið í hinum bátnum átti
nóg með sig og því rak bátinn
langt út á vatn.
Lögregla og björgunarsveit
voru kölluð til og komu fólkinu
til hjálpar innan skamms. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu
varð engum meint af volkinu, en
vegna hvassviðrisins var brugð-
ist skjótt við. - kóp
Brutu ár og rak út á vatnið:
Rak stjórnlaust
á Apavatni
INDLAND, AP Eini eftirlifandi árás-
armaðurinn í sprengjuárásunum
í Mumbai í Indlandi á síðasta ári
játaði í gær að hafa skipulagt og
framkvæmt árásirnar. Ajmal
Kasab, 21 árs Pakistani, hafði áður
neitað að hafa átt þátt í árásunum.
Létu 166 manns lífið í árásunum
í nóvember á síðasta ári og borgin
var algjörlega lömuð í þrjá daga.
Kasab lýsti því hvernig hann og
félagi hans réðust á lestarstöð og
spítala á meðan aðrir réðust á mið-
stöð fyrir gyðinga og tvö hótel. Játn-
ing Kasabs kom mikið á óvart og
mátti heyra undrun fólks í réttar-
salnum. Lögfræðingur hans sagðist
einnig vera hissa á játningunni. - þeb
Sprengjuárásirnar í Mumbai:
Játaði mann-
skæðar árásir
SAMGÖNGUR Reykur kom upp
í stjórnklefa Boeing 767 þotu
bandaríska flugfélagsins United
Airlines á leið frá London til Chic-
ago um miðjan dag í gær. Alls
voru 190 farþegar og áhafnar-
meðlimir um borð. Engan sakaði.
Flugstjóri þotunnar óskaði eftir
því að fá að lenda á Keflavíkur-
flugvelli. Talsverður viðbúnaður
var á flugvellinum en þotan lenti
heilu á höldnu. Farþegar gistu
á hóteli í nótt. Önnur þota flug-
félagsins er væntanleg hingað til
lands í fyrramálið og mun hún
flytja farþegana á áfangastað.
Talið er að reykurinn hafi
komið frá spennubreyti. - bj
Reykur í þotu United Airlines:
Farþegar gistu
á hóteli í nótt
FLUTTIR Á HÓTEL Farþegarnir gistu á
hóteli í nótt og halda áfram með annarri
þotu í dag. MYND/FRIÐÞÓR EYDAL
Bílar rispaðir á orlofssvæði
Skemmdarverk voru unnin á fimm
bílum í á orlofssvæði Rafiðnaðarsam-
bands Íslands í Skógarnesi um helgina.
Skemmdarvargar höfðu rispað lakk á
bílunum með oddhvössu áhaldi eða
steinum. Lögreglunni á Selfossi hefur
ekki tekist að hafa upp á skemmdar-
vörgunum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SPURNING DAGSINS