Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Upphaflega skellti ég mér nú bara
í tíma til að liðka mig eftir allar
lyftingarnar sem ég hef verið að
stunda en er nú orðinn algjörlega
háður þessu,“ segir Sveinn Andri
Sveinsson hæstaréttarlögmaður,
sem hefur nú bæst í ört stækkandi
hóp þeirra sem stunda svokallað
hot yoga.
Hot yoga er skylt bikram yoga
þar sem markmiðið er að styrkja
vöðvaflokkana í kringum hrygg-
inn með standandi og sitjandi
stöðum. Æfingarnar eru stundað-
ar í vel upphituðu herbergi, eða 37
gráðu heitu, til að líkaminn hitni
fyrr upp og verði sveigjanlegri í
öllum stöðum og teygjum. „Í hit-
anum svitnar maður meira svo
detox-áhrif hljótast af og brennir
að auki fleiri hita einingum,“
út skýrir Sveinn Andri, sem er
þekktur fyrir að kalla ekki allt
ömmu sína en viðurkennir fúslega
að jóga æfingarnar taki vel á.
„Þetta er alveg heilmikil vinna,
enda verið að þjálfa vöðva sem
verða gjarnan út undan í öðrum
æfingum. Í mínu tilviki er ég að
vinna í stirðum vöðvum þar sem
samgróningar eru að trosna upp
eftir 40 ár,“ útskýrir hann og
segist hafa verið mjög stirður í
byrjun. „Á skalanum einum upp
í hundrað hef ég líklegast verið
á svona þremur. Ætli ég sé ekki
smám saman að skríða upp fyrir
fimm, þannig að ég finn mjög
mikinnn mun á mér,“ segir hann
hlæjandi og þakkar góðan árang-
ur meðal annars jógakennaranum
Jóhönnu Karlsdóttur, sem heldur
utan um námskeiðið hjá World
Class.
Hot yoga eru fyrstu kynni Sveins
Andra af jóga, en hann hefur um
nokkurt skeið stundað lyftingar
með ágætum árangri. Með þessari
viðbót telur hann sig hafa fundið
fullkomna aðferð til að halda sér
í formi. „Þetta er bara mjög gott
fyrir líkamann, ásamt því að hafa
róandi áhrif. Ég sofna oft í slök-
uninni í lokin og kem alveg endur-
nærður út úr tíma,“ segir hann en
þvertekur fyrir að jógað sé upp-
hafið að andlegri iðkun. „Nei, enda
á þetta ekkert skylt við svoleiðis,“
bendir hann á. „Ég læt þetta duga
í bili. Þú átt sko ekki eftir að rek-
ast á mig í gulum kufli með svart-
an depil á enninu.“
roald@frettabladid.is
Heitt jóga til heilsubótar
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur stundað líkamsrækt um nokkurt skeið. Nýlega bætti
hann svokölluðu hot yoga á stundaskrána þar sem óhefðbundum aðferðum er beitt til heilsueflingar.
Sveinn Andri stundar hot yoga nokkrum sinnnum í viku ásamt því að lyfta og brenna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ALMENNAR RÁÐLEGGINGAR varðandi hreyf-
ingu miða við að fullorðnir hreyfi sig rösklega í minnst
30 mínútur á degi hverjum. Börn eiga hins vegar að
hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega.