Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 3heilsa og útivist ● fréttablaðið ●
„Þetta er rosalega gaman. Ég get
óhikað mælt með þessu,“ segir
Andri Már Birgisson, menntaskóla-
nemi og sjálftitlaður adrenalín-
fíkill, um eitt af áhugamálunum:
Freestyle-línuskautana sína,
sem eru af gerðinni Preseder. Þá
hefur hann átt síðan í sjötta bekk
og segir mikinnn mun á þeim og
götulínuskautum. „Götulínuskaut-
ar ná meiri hraða þar sem dekk-
in eru bæði mjórri og stærri. Svo-
leiðis skautar eru léttir og því lítið
mál að fara upp og niður brekkur
eða ferðast langar vegalengdir,“
segir hann.
Freestyle-skautana kveður hann
hins vegar þyngri og höggþolnari.
„Þeir eru hannaðir til að maður
geti framkvæmt alls kyns brögð,“
segir hann. „Dekkin eru minni og
breiðari og því auðveldara að halda
jafnvægi. En maður fer ekki langt
á þeim. Maður skellir þeim bara í
bílskottið og keyrir á æfingastað.“
Þeir eru nokkrir á höfuðborgar-
svæðinu að hans sögn; þeir helstu
í Gufnesi í Grafarvogi, Fífunni í
Kópavogi og tveir í Garðabæ.
Þar koma hópar saman til
að leika sér og sýna listir en
Andri segir að enn sé langt í að
línuskautar verði að viðurkenndri
íþróttagrein hér eins og erlend-
is. „Það er ekki keppt nema úti,“
bendir hann á og bætir við að ár-
angur náist aðeins með æfingu.
„Er það ekki æfingin sem skapar
meistarann,“ spyr hann glettinn .
- rve
Algjör adrenalínfíkill
Andri hefur mestan áhuga á bílum, freerunning og línuskautum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Ferðaþjónustan Bakkaflöt er
með fjölbreytta gistimöguleika
og afþreyingu. Flúðasigling-
ar eru á meðal þess sem þar er í
boði. „Siglt er á eystri og vestari
Jökulsám,“ segir Finnur Sigurðs-
son, starfsmaður hjá Ferðaþjónust-
unni Bakkaflöt.
„Sigling um vestari Jökulsá
tekur þrjár stundir og hentar fólki
á öllum aldri en átján ára aldurs-
takmark er aftur á móti í eystri
ána sem tekur sex til sjö tíma að
sigla og er töluvert erfiðari. Hún er
flokkuð sem fjórir plús á skalanum
einn upp í fimm,“ útskýrir hann og
segir það ekki að ástæðulausu þar
sem bátum hvolfi stundum og fólk
hafi fallið útbyrðis. Hins vegar
sé þátttakendum kennt að bregð-
ast rétt við í slíkum aðstæðum og
fenginn allur nauðsynlegur búnað-
ur, auk þess sem tveir öryggiska-
jakar séu ávallt með í för. „Óhætt
er að segja að sigling niður ána sé
heilmikið ævintýri,“ segir hann.
Ferðaþjónustan heldur einnig
úti gistihúsi með 20 herbergjum,
tveimur sumarhúsum, veitinga-
stað, bar og tjaldsvæði, sundlaug
og heitum pottum. Sjá www.riverr-
afting.is. - rve
Mikið ævintýri
Finnur segir siglingu niður eystri Jökulsá heilmikið ævintýri. MYND/ÚR EINKASAFNI
Þátttakendur fá góðan undirbúning
fyrir flúðasiglingarnar og er fenginn
allur nauðsynlegur búnaður að sögn
Finns.
A
u
g
lý
si
n
g
as
ím
i
– Mest lesið