Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 18
21. JÚLÍ 2009 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa og útivist
Bogfimi hefur verið stunduð hérlendis
síðan árið 1974. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Bogfimi hefur ekki verið stund-
uð lengi á Íslandi. Það var fyrst
árið 1974, með stofnun Íþrótta-
félags fatlaðra í Reykjavík, og svo
Íþróttafélags fatlaðra á Akureyri,
sem skipulagðar æfingar hófust í
greininni.
Bogfimi stunda þó ekki aðeins
fatlaðir. Í gegnum tíðina hefur
blandaður hópur fatlaðra og ófatl-
aðra einstaklinga æft saman. Á
Íslandsmóti fatlaðra, sem haldið
er á vegum ÍF (Íþróttasambands
fatlaðra) er keppt í að minnsta
kosti þremur flokkum í bogfimi.
Tveimur flokkum fatlaðra og
síðan í opnum flokki þar sem allir
geta tekið þátt. Fyrir um það bil
sex árum var stofnuð sérstök bog-
fiminefnd á vegum ÍSÍ og er það
hlutverk hennar að vinna að fram-
gangi þessarar íþróttagreinar á
landsvísu.
Myndir, upplýsingar og úrslit
móta er hægt að nálgast á vefsíð-
unni bogfimi.net. - sg
Ung íþróttagrein
Keppt verður í strandhandbolta
í Nauthólsvík næsta laugardag.
Strandhandbolti er ung íþrótta-
grein á Íslandi. Mót í þeirri grein
hafa verið haldin árlega frá 2003
og annar af frumkvöðlunum er
Davíð Sigurðarson. Hann er enn
aðalmaðurinn á bak við þennan
bolta.
Davíð segir hátt í 200 manns
taka þátt í mótinu á laugardag,
bæði stelpur og stráka og færri
komast að en vilja. „Það verða sex-
tán lið og tíu í hverju og svo slatti
af varamönnum,“ fullyrðir hann og
segir reglurnar líkjast þeim sem
notaðar séu í öðrum mótum. „En
við veitum verðlaun fyrir tilþrifa-
mörk og tökum upp á ýmsu fleiru
skemmtilegu,“ lofar hann.
Jafnan hafa einhverjir lands-
liðsmenn heiðrað mótin með þátt-
töku sinni og Davíð vonast til að
svo verði einnig nú. Hann reiknar
líka með blíðskaparveðri eins og
undanfarin ár. Áhorfendur sitja
svo bara á sínum teppum í sandin-
um og horfa á. Mótið hefst klukk-
an tíu.
- gun
Handbolti á ströndinni
Björgvin Páll Gústafsson landsliðsmarkmaður í góðu stuði í strandboltanum.
Golfmótið Bleiki toppbikarinn
heldur áfram för sinni um landið.
Um næstu helgi verða haldnar
tvær keppnir í Bleika toppbikarn-
um, hjá Golfklúbbnum Kili í Mos-
fellsbæ og Golfklúbbi Reykjavík-
ur.
Mótið er haldið til styrktar bar-
áttu gegn brjóstakrabbameini enda
fer allur ágóðu þess til leitarstarfs
á vegum Krabbameinsfélagsins.
Mótið er haldið nú í fimmta skipti
en er opið báðum kynjum í fyrsta
sinn í ár enda ná áhrif sjúkdóms-
ins víða.
Krabbameinsfélag Íslands og
Vífilfell standa fyrir mótaröðinni
í samvinnu við Golfsamband Ís-
lands og Ragnhildur Sigurðars-
dóttir golfkona hefur skipulagt
hana. Markmiðið er að gefa fólki
kost á að taka þátt í skemmtilegu
móti sem miðar að því að styrkja
baráttuna gegn brjóstakrabba-
meini og hvetja konur til árvekni
um eigin heilsu. -gun
Golf í þágu
góðs málefnis
Ragnhildur Sigurðardóttir hefur skipu-
lagt Bleika toppbikarinn sem verður um
næstu helgi hjá Kili í Mosó og GR.
Reykjavíkur Apótek er nýtt apótek sem leitast við að
bjóða hagstæð verð og framúrskarandi þjónustu.
í gamla Héðinshúsinu, Seljavegi 2
Sel javegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap. is | reyap@reyap. is
Höfum opnað nýtt apótek