Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 22
14 21. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
ERNEST HEMINGWAY (1899-1961)
FÆDDIST ÞENNAN DAG.
„Allt sem þú segist ætla að
gera á meðan þú ert undir
áhrifum áfengis skaltu
gera allsgáður. Það ætti
að kenna þér að halda þér
saman næst.“
Ernest Miller Hemingway
var banda rískur rit höfundur.
Hann hlaut meðal ann ars
Pulitzer-verð launin fyrir skáld-
söguna Gamli maður inn og
haf ið ári ð 1953 og Nóbels-
verðlaunin ár ið 1954.
„Hér á Reynivöllum hafa verið kirkjur
frá fyrstu tíð en kirkjan sem nú stend-
ur á jörðinni var byggð árið 1859 og
er því hundrað og fimmtíu ára,“ segir
séra Gunnar Kristjánsson prófastur á
Reynivöllum í Kjós.
„Hér í Kjósinni og á Kjalarnesinu
voru landnámsmenn kristnir og til
dæmis eru heimildir í Landnámu um
fyrstu kirkju á Íslandi á Esjubergi,“
segir Gunnar. Hann segir þó ekki
til nákvæmar heimildir um hvenær
fyrsta kirkjan var byggð á Reynivöll-
um en kirkjunnar sé þó getið í mál-
dögum annarra kirkna í kringum árið
1200.
„Kirkjan var í þjóðbraut, helguð
Maríu guðsmóður og tengd Maríuhöfn
í Hvalfirði sem var helsta hafskipa-
höfn á landinu á miðöldum. Hingað
komu hafskipin og síðan var greið leið
austur á Þingvöll og í Skálholt,“ út-
skýrir Gunnar en þá fóru ferðalangar
um hlaðið á Reynivöllum. „Á miðöld-
um var hér stór kirkja, tveir prestar
og mikil byggð,“ segir hann.
Séra Gísli Jóhannesson var prest-
ur og kirkjuhaldari á Reynivöllum
þegar nýjasta kirkjan var byggð. Yfir-
smiður hennar var Einar Jónsson frá
Brúarhrauni sem þótti að sögn Gunn-
ars framúrskarandi smiður en hann
byggði meðal annars Útskálakirkju og
var einn helsti forsmiður í Reykjavík
á sinni tíð.
Séra Gunnar segir sögu kirknanna
á Reynivöllum hafa verið farsæla.
„Gengið hafa snjóflóð og aurskrið-
ur yfir Reynivelli og til dæmis lagð-
ist bærinn í rúst á sautjándu öld en
kirkjuna sakaði aldrei,“ segir hann og
bætir við að Reynivallakirkja í dag sé
sú fyrsta sem standi utan við kirkju-
garðinn. Allar fyrri kirkjur hafi stað-
ið í garðinum sjálfum.
Gunnar hefur búið ásamt fjölskyldu
sinni á Reynivöllum í þrjátíu ár. „Við
ætluðum bara að vera stutt en höfum
ílengst hér,” segir hann en það er til
marks um hversu gott er að búa á
Reynivöllum að tiltölulega fáir prest-
ar hafa þjónað í kirkjunni í gegnum
tíðina. Séra Þorkell Bjarnason var
prestur á eftir séra Gísla. Hann þótti
merkur prestur, var þingmaður um
tíma, var fræði- og framkvæmda-
maður og gerði tilraunir með fiskeldi.
Séra Halldór Jónsson var síðan prest-
ur á Reynivöllum í hálfa öld frá árinu
1900. „Hann var mikill hugsjónamað-
ur, tónskáld, skógræktarfrömuður og
oddviti í áratugi,“ segir Gunnar en að-
eins fjórir prestar hafa þjónað í Reyni-
vallakirkju á tuttugustu öldinni.
„Við kunnum vel við okkur hér enda
fallegt í Kjósinni. Þó er þetta fámenn
sókn og hefur minnkað í gegnum árin.
Þegar kirkjan var byggð fyrir 150
árum voru þrefalt fleiri íbúar í sókn-
inni en eru núna,“ segir hann.
Í tilefni afmælis kirkjunnar er ætl-
unin að halda afmælishátíð í lok ágúst.
Þá verður hátíðarguðsþjónusta í kirkj-
unni og hátíð að henni lokinni í Félags-
garði í Kjós. solveig@frettabladid.is
REYNIVALLAKIRKJA: HUNDRAÐ OG FIMMTÍU ÁRA Á ÁRINU
Kirkja á fornri þjóðbraut
VIÐ KIRKJUNA Séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós, hefur búið á Reynivöllum í þrjátíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MERKISATBURÐIR
1456 Umsátrið um Belgrad.
1808 Sveitalögreglu Íslands
komið á með tilskipun og
hreppstjórar gerðir að lög-
regluþjónum.
1846 Sigurður Breiðfjörð, eitt
helsta rímnaskáld nítj-
ándu aldar, andast í
Reykjavík 48 ára að aldri.
1914 Sigurður Eggerz verður Ís-
landsráðherra og situr í
tíu mánuði.
1936 Á Breiðdalsvík rekur á
land sverðfisk, en slíkar
skepnur eru fáséðar norð-
ar en við England.
1963 Skálholtskirkja vígð við
hátíðlega athöfn. Þar
koma saman 80 prestar,
prófastar og biskupar.
1987 Héðinn Steingrímsson
vinnur heimsmeistaramót
tólf ára og yngri í skák.
Anthony Charles Lynton Blair
(fæddur 6. maí 1953), yfirleitt
nefndur Tony Blair, var kjörinn
leiðtogi Verkamannaflokksins
á þessum degi árið 1994.
Blair tók við af John Smith,
sem lést tveimur mánuðum
áður af völdum hjartaáfalls,
en Verkamannaflokkurinn
hafði þá verið í stjórnarand-
stöðu í 18 ár.
Eftir mikla uppbyggingu
innan Verkamannaflokksins
að undirlagi Blairs vann hann
yfirburðasigur í þingkosning-
unum árið 1997 og batt þar
með enda á samfellda stjórn Íhaldsflokksins.
Blair gegndi stöðu leiðtoga Verkamannaflokksins
og forsætisráðherra Bretlands til ársins 2007 eða
lengur en nokkur annar for-
sætisráðherra á Bretlandi.
Meðan á valdatíma Blairs
stóð færði hann Verka-
mannaflokkinn nær miðju
og nefndi stefnubreytinguna
nýja Verkamannaflokkinn
ýmsum vinstrisinnum innan
flokksins þvert um geð. Þá
leiddi hann flokkinn til sigurs
í þremur þingkosningum á
þessu tímabili.
Undir lok stjórnarsetu
sinnar sætti Blair mikilli
gagnrýni meðal annars
vegna þátttöku Breta í Íraks-
stríðinu og vinsældir hans og Verkamannaflokks-
ins dvínuðu. Blair fól Gordon Brown völdin.
Heimild: wikipedia.org
ÞETTA GERÐIST: 21. JÚLÍ 1994
Blair leiðtogi Verkamannaflokksins
Talið er að allt um 400 manns
hafi tekið þátt í Ferguson-
deginum sem var haldinn á
Hvanneyri á laugardag, en 60
ár eru liðin síðan Ferguson-
dráttarvélar voru fyrst tekn-
ar í notkun á Íslandi.
Alls voru 30 vélar af öllum
stærðum og gerðum og frá
ýmsum tímabilum til sýnis,
þeirra á meðal vél sem bónd-
inn á Gilsbakka í Hvítársíðu
eignaðist fyrir 60 árum.
Þá voru ýmsar uppákom-
ur í tengslum við daginn,
svo sem fegurðarsamkeppni
um þrjár best uppgerðu
Ferguson-dráttarvélarnar.
Viðurkenningarnar fyrir þær
hlutu Albert Baldursson með
Ferguson frá Páfastöðum í
Skagafirði, TE-A20 árgerð
1952, Magnús Ingimarsson
með Ferguson frá Kjalardal
í Borgarfirði, TE-A20 árgerð
1954 og Þórður Stefánsson
með Massey-Ferguson frá
Arnheiðarstöðum í Borgar-
firði, MF-135 árgerð 1974.
Hver hlaut í viðurkenn-
ingarskyni bók Bjarna Guð-
mundssonar á Hvanneyri,
...og þá kom Ferguson, sem
kom út samdægurs.
Fallegur Ferguson
AFMÆLI Ferguson-dráttarvélar komu fyrst til landsins fyrir 60 árum.
MYND/BÚVÉLASAFNIÐ HVANNEYRI
„Þetta er ekkert annað en stórkostlegur árangur fyrir Ís-
lendinga og íslenska hugbúnaðarframleiðslu, fyrir utan
heiðurinn sem hlýst af því að skjóta öllum samkeppnis-
aðilunum í Evrópu ref fyrir rass,“ segir Halldór J. Jörg-
ensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, náins sam-
starfsaðila upplýsingafyrirtækisins LS Retail sem var
nýverið útnefnt hugbúnaðarframleiðandi ársins í Vest-
ur-Evrópu á Microsoft World Wide Partner ráðstefnunni í
New Orleans.
LS Retail hefur í núverandi mynd starfað frá árinu 2007
og á þeim tíma hannað fjölda viðskiptalausna fyrir Micro-
soft og önnur fyrirtæki. Meðal lykilatriða sem horft var til
við útnefninguna voru framúrskarandi árangur í sölu, af-
bragðsgóð sérfræðiþekking á vörum og þjónustu Micro-
soft Dynamics og mikil ánægja viðskiptavina. Cesar Cern-
uda, einn af aðalstjórnendum Microsoft International,
sagði á ráðstefnunni í New Orleans að LS Retail væri
dæmi um farsælan samstarfsaðila sem einbeitti sér að til-
teknum geira og hefði náð að bæta við sig yfir 200 við-
skiptavinum í honum á síðasta ári. Nú væru lausnir þess
uppsettar í 132 löndum og þýddar á 33 tungumál. En hvaða
þýðingu hefur útnefningin?
„LS Retail á eftir að fá enn meiri athygli. Hún sýnir að
hægt er að sérhæfa sig á þröngu sviði og ná góðum ár-
angri,“ segir Halldór og bætir við að sjaldan hafi verið
eins annasamt hjá LS Retail og nú, þar sem 90 prósent
tekna sé í gjaldeyristekjum. „Þeir geta verið virkilega
stoltir af árangrinum,“ bætir hann við.
Stórkostlegur árangur
HEIÐUR Doug Kennedy frá Microsoft, Carsten Wulff, umsjónarmaður
samstarfsaðila LS Retail, Gunnar Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóri
LS Retail, Cesar Cernuda og Sveinn Áki Lúðvíksson, sölustjóri LS Retail.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Flemming Holm
Hverafold 2, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudag-
inn 22. júlí kl. 13. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en
þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Jón Hólm Gréta Jóhannssdóttir
Jakob Hólm
Jórunn G. Hólm
Gunnar Hólm Lise K. Sörensen
Flemming Þór Hólm Aðalheiður K. Jurado
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
föður, tengdaföður, afa og langafa,
Halldórs M. Ólafssonar
Sólvangi, Hafnarfirði,
áður Hlíðarvegi 14, Ísafirði,
Guðrún Halldórsdóttir Hálfdán Hauksson
Ólafur Halldórsson Valgerður Jónsdóttir
Björg Sörensen
barnabörn og barnabarnabörn.