Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 24
16 21. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Heyrðu! Hvað er þetta að gera þarna? Hey! Latté-ið mitt er ónýtt! HVAÐ SAGÐIRÐU!? Ég sagði að þú hefðir verið getinn á meðan við pabbi þinn hlust- uðum á „S tairway to Heaven“. Það er eitt af uppáhaldslög- unum okkar. Að sjálfsögðu. Þú ... hann ... Spilaðu það aftur. Kannski seinna ... ég ætla að þvo gítar- strengina mína. Á jólunum er erfitt fyrir Jóla að koma gjöfum undir öll jólatré í heimin- um ... Svo ég sé um að fylla alla jólasokkana. Þetta hljómar eins og erfið vinna. Hó! Hó! Ég get lagt mig í tæpt ár á eftir. Hannes! Kurteis börn tyggja með munninn lokaðan. Það er rétt. Ég vorkenni þeim, ertu ekki sammála? Þegar maður deilir heimili með öðrum, hvort sem það er með fjölskyldu eða vinum, þá verða menn að sýna hver öðrum tillitssemi og stundum svolitla eftir- látssemi til að sambúðin gangi vel. Kost- irnir við að halda heimili með öðrum eru margir, vinnuálag minnkar á hvern og einn, sömuleiðis fjárhagsleg útgjöld, menn hafa félagsskap hver af öðrum og mörgum þykir þeir öruggari svona saman heldur en að búa einir. Nú vill svo til að Íslendingar deila heims- álfu með öðrum Evrópuþjóðum. Þessar þjóðir reka í sameiningu heimili sem hugsa þarf um. Nýlega var ákveðið að íslenska ríkistjórnin skyldi hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu, sambandi sem við höfum hingað til vilj- að standa fyrir utan. Mér þykir sjálfsagt að kanna landið áður en menn lýsa sig með eða á móti sambands- aðild. Það er þó næstum víst að Íslendingar verða bæði að vera staðfastir, eftirlátir og kurteisir ef samningar sem allir geta sæst á eiga að nást. Ekki ólíkt því þegar semja þarf um uppvask og gólfþvott. Margir hafa einnig haft áhyggjur af því að við munum missa þjóðareinkenni okkar ef við göngum inn í Evrópusambandið. Ég tel litlar líkur á því, hver fjölskyldumeð- limur hefur sinn persónuleika þrátt fyrir að vera hluti af stærri heild. Ég hef verið búsett í Austurríki, Danmörku, Írlandi og Bretlandi síðustu ár og get ekki sagt að ég hafi orðið vör við að þær þjóðir misstu þjóðareinkenni sín við það eitt að vera hluti af stærri heild. Mér finnst Danir ekkert minna danskir núna en þeir voru árið 1993. Ég vona að samningarnir verði skoðað- ir af skynsemi áður en við ákveðum að sitja þrjósk við okkar keip. Að deila heimsálfu með öðrum NOKKUR ORÐ Sara McMahon Það er án þess að borga krónu aukalega! E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 5 9 7 Skrá ðu þi g á simin n.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.