Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 21. júlí 2009 17 Vodafonevöllur, áhorf.: 1.154 Valur Fylkir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–12 (5-7) Varin skot Haraldur 5 – Fjalar 5 Horn 8-3 Aukaspyrnur fengnar 13-7 Rangstöður 2-3 FYLKIR 4–3–3 *Fjalar Þorgeirs. 7 Andrés M. Jóhannes. 7 Kristján Valdimarsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 Þórir Hannesson 5 (50., Theódór Óskars. -) (63., Kjartan Baldv. 6) Ásgeir B. Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 5 Halldór A. Hilmisson 5 Ingimundur Óskars. 6 Jóhann Þórhallsson 5 (58., Pape Faye 6) Kjartan Á. Breiðdal 6 *Maður leiksins VALUR 4–4–2 Haraldur Björnsson 5 Steinþór Gíslason 5 (63., Pétur Markan 5) Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarins. 5 Bjarni Ólafur Eiríks. 5 Ólafur Páll Snorras. 4 Baldur Bett 4 Sigurbjörn Hreiðars. 5 (78., Guðm. Hafst. -) Viktor Unnar Illugas. 3 (66., Guðm. Mete 4) Arnar Gunnlaugsson 4 Helgi Sigurðsson 6 0-1 Kjartan Andri Baldvinsson (76.) 0-1 Valgeir Valgeirsson (5) sport@frettabladid.is > Kári samdi við Plymouth Miðjumaðurinn Kári Árnason er formlega orðinn leikmaður Plymouth á Englandi. Liðið leikur í ensku B- deildinni, en Kári fór til reynslu til félagsins eftir að verða laus allra mála hjá AGF í Danmörku. Hann heillaði þjálfara liðsins og skrifaði undir eins árs samning við það í gær. Í viðtali á heimasíðu félagsins segir Kári að draumur sé að rætast en hans ósk hafi alltaf verið að spila í enska boltanum. Þess má til gamans geta að Plymouth er stærsta borg Englands sem aldrei hefur átt lið í efstu deild. Pepsi-deild karla Þróttur-Breiðablik 4-0 1-0 Dennis Danry (18.), 2-0 Haukur Páll Sig- urðsson (34.), 3-0 Morten Smidt (55.), 4-0 Haukur Páll Sigurðsson (74.). ÍBV-Fram 1-1 1-0 Ajay Smith (29.), 1-1 Ívar Björnsson (41.). ÚRSLIT „Ég er mjög sáttur við það sem þeir höfðu að bjóða mér,“ segir Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, sem náði í gær samkomulagi við sænska félagið Halmstad. Liðið er sem stendur um miðja sænsku úrvalsdeildina. Jónas Guðni ferðast með KR-ingum til Grikklands þar sem þeir leika síðari leik sinn við Larissa í Evrópudeild UEFA á fimmtu- dag. Það verður líklega hans síðasti leikur í búningi KR, í bili að minnsta kosti. Vesturbæjarliðið er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn sem vannst glæsilega 2-0. Jónas mun ekki ferðast með KR-ingum heim til Íslands eftir leik heldur mun hann fljúga beint frá Grikklandi til Svíþjóðar. Halmstad hefur fylgst grannt með Jónasi í sumar og alveg ljóst að þeir ætluðu ekki að kaupa köttinn í sekknum. „Þeir vönduðu sig mikið með það. Þeir mættu hingað til Íslands og horfðu á mig í þremur leikjum ásamt því að þeir sáu tvo aðra á upptöku. Svo fór ég náttúrulega yfir til þeirra í tvo daga og spilaði einn leik. Þeir vita því nákvæmlega hvað ég get og ekkert sem ætti að koma þeim á óvart,“ sagði Jónas Guðni sem kíkti út til Svíþjóðar í byrjun júní og lék einn leik með varaliði félagsins. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er blóðtaka fyrir KR og það er alltaf erfiðara að fara svona á miðju tímabili. En á þessum erfiða tíma þá er gott fyrir félagið að fá smá pening og létta undir rekstrinum.“ Varnarjaxlinn Grétar Sigfinnur Sigurðsson er vara- fyrirliði KR og er líklegast að hann taki við bandinu af Jónasi Guðna. KR-ingar voru reyndar enn í viðræðum við Halm- stad út af Jónasi Guðna þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld en Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, átti von á því að gengið yrði frá málum fyrr en síðar. „Það eru ákveðin smáatriði sem þarf að leysa. En stundum er það þannig að sum smáatriði geta orðið dálítið stór. Við erum samt að reyna að klára málið.“ JÓNAS GUÐNI SÆVARSSON: Á LEIÐ TIL GRIKKLANDS OG STEFNIR ÞAÐAN BEINT TIL SVÍÞJÓÐAR Leikur líklega síðasta leikinn fyrir KR í Grikklandi FÓTBOLTI „Það var kominn tími til að við myndum lifna við hérna á heimavelli. Loksins voru hlut- irnir að falla með okkur. Blik- arnir fengu dauðafæri sem Sindri varði vel og áttu svo skalla í slá í fyrri hálfleik en eftir það voru þeir ekkert að skapa sér neitt og við miklu líklegri,“ sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, sem gerði sér lítið fyrir og kafsigldi Breiða- blik 4-0 á heimavelli sínum í gær. Þetta var annar sigur Þróttar í sumar. Með þessum sigri komst liðið upp úr botnsæti og er nú í ellefta sætinu með átta stig. Breiða- blik er í áttunda sæti deildar- innar, sjö stig- um ofar. „Baráttan er stór hluti af fótbolta og ef allir eru að leggja sig fram þá getum við staðið í flest- um liðum í deildinni,“ sagði Gunnar en Þróttarar tefldu fram tveimur nýjum leikmönnum í byrjunarliði sínu. Varnarmaður- inn Dusan Ivkovic var mjög sterk- ur og Sam Malson spræk- ur. „Dusan þekkti varla nöfnin á leikmönnum enda bara búinn að mæta á eina æfingu fyrir leikinn en stóð sig mjög vel, svo var Sam frískur.“ Dennys Danry kom Þróttur- um á bragð- ið og Haukur Páll Sigurðsson bætti síðan við öðru marki eftir skelfileg mistök Sigmars Inga Sigurðssonar í marki Breiða- bliks. Ingvar Kale á enn við meiðsli að stríða og var Sigmar virkilega óöruggur í leiknum og vörnin fyrir framan hann lítið skárri. Menn gerðu sig seka um slæm mistök í sífellu. Haukur og Morten Smidt bættu síðan við mörkum fyrir heima- menn í seinni hálfleik. Báðir áttu þeir góðan leik en besti leikmað- ur vallarins var hinsvegar miðju- maðurinn Rafn Andri Haraldsson. Rafn barðist eins og ljón og vann gríðarlega vel fyrir liðið. „Við vorum agalausir varnarlega,“ sagði Ólaf- ur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. „Dekkning- in hjá okkur var mjög laus og svo voru menn ekki einbeitt- ir í þeim færum sem þeir fengu. Við verðum að kafa aðeins ofan í það hvað menn voru að hugsa og hvernig undirbúningur manna var fyrir leikinn. Það má segja að leik- aðferð Þróttar hafi gengið fullkom- lega upp, sérstaklega í fyrri hálf- leik.Við vorum teknir í bólinu,“ sagði Ólafur. Þrótturum hefur gengið virki- lega illa á tímabilinu en í gær var gríðarlegur kraftur í liðinu og bitið í sóknarleik þeirra var mun meira en hjá Blikum sem voru oft ansi fyrirsjáanlegir í sínum aðgerðum. Allt annað var að sjá til Þróttara- liðsins heldur en í fyrri leikjum og aldrei að vita nema þessi leik- ur hafi verið byrjunin á einhverju nýju hjá liðinu. - egm Botnlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Breiðablik: Þróttarar hrukku í gírinn BRAUT ÍSINN Daninn Dennis Danry kom Þrótturum á bragðið á Val- bjarnarvelli í gær með skallamarki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Fylkir sigraði Val, 1-0, í annað sinn á tímabilinu í miklum baráttuleik á Vodafone-vellinum í gærkvöld þar sem fátt gerðist þar til 20 mínútur voru til leiksloka. Fylkismenn sköpuðu sér tvö færi í fyrri hálfleik en í bæði skipt- in bjargaði Reynir Leósson því að Fylkismenn skoruðu. Sóknir Valsmanna voru máttlausar og fengu framherjar liðsins úr litlu að moða. Valsmenn byrjuðu síðari hálf- leikinn með góðri sókn en leikur- inn datt í sama farið aftur þar til á 70. mínútu þegar Valsmenn sköp- uðu sér þrjú færi á skömmum tíma en fundu ekki leiðin fram hjá Fja- lari Þorgeirssyni í markinu sem stóð vaktina vel þrátt fyrir að hafa haft lítið að gera í markinu fram að því í leiknum. „Þetta er hlutverk markmanns- ins, maður veit aldrei hvenær maður þarf að taka á honum stóra sínum. Það er eitt af okkar hlut- verkum. Maður þarf að vera á tánum í 90 mínútur því maður veit aldrei hvenær liðið þarf á manni að halda,“ sagði Fjalar. „Ég bjóst við að þetta yrði stál í stál eins og þetta var. Valur var meira með boltann en við fengum færi í fyrri hálfleik til að kom- ast yfir og nýttum það ekki. Við klínd um þessu einhvern veginn inn í síðari hálfleik. Frábær sigur og komnir í þriðja sætið sem er frábært,“ sagði Fjalar að lokum. Fylkismenn skora skömmu eftir að Valsmenn þyngja sókn- ina og skapa sér áður nefnd færi en Kjartan Andri var fljótastur að bregðast við eftir að Harald- ur Björnsson varði slakt víti Vals Fannars Gíslasonar. „Mér fannst við vera með þá áður en þeir skora eftir ódýrt víti. Þeir refsuðu okkur fyrir okkar einu mistök en við refsuðum þeim ekki,“ sagði Reynir Leósson, mið- vörður Vals, sem var ákaflega ósáttur við Valgeir Valgeirsson dómara leiksins. „Mér fannst dómgæslan í leikn- um skelfileg. Hann stoppar hjá okkur fjögur upphlaup þegar þeir liggja meiddir og svo virðist vera lítið að þeim. Það hefur mikil áhrif á okkar leik. Ég ætla halda því til haga hvaða kenningar ég hef fyrir því að þetta hafi verið svona,“ sagði Reynir en Valgeir er frá Akranesi og er frændi Ólafs Þórðarsonar, þjálfara Fylkis, en bæði lið geta kvartað yfir nokkr- um dómum í leiknum. - gmi Fylkir lagði Val öðru sinni í sumar Fjalar Þorgeirsson sá til þess að Fylkismenn tóku öll stigin á Vodafone-vellinum í gærkvöld. Varamaðurinn Kjartan Andri Baldvinsson skoraði eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. LOK, LOK OG LÆS Markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson átti stóran þátt í glæsilegum sigri Fylkis gegn Val að Hlíðarenda í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.