Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 26
18 21. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR Það er stundum sagt að hljómsveit- ir hætti aldrei, þær taki sér bara mislöng frí frá störfum. Þær tvær plötur sem hér eru til umfjöllunar styðja þá kenningu. Vonbrigði var ein af lykilsveitum íslenska pönks- ins og 1980 bylgjunnar, en Langi Seli & Skuggarnir voru stofnaðir á rústum hinnar goðsagnakenndu sveitar Oxzmá og störfuðu á árun- um 1988 - 1994. Báðar hafa nú verið endurvaktar. Tapír er önnur plata Vonbrigða eftir að sveitin kom fram á nýjan leik snemma á nýrri öld. Hin fyrri, Eðli annarra, kom út 2004 og hafði að geyma nýjar upptökur af göml- um lögum, en á Tapír eru ný lög. Ég verð að viðurkenna að Tapír olli mér vonbrigðum. Lagasmíð- arnar eru ekki nógu sterkar og hljómsveitin hefur glatað ýmsu af því sem gerði hana sérstaka án þess að eitthvað annað spennandi hafi komið í staðinn. Hún er enn drulluþétt og það glittir í snilldina í flutningnum, en það er of mikið af ofnotuðum riffum og of lítið af nýjum hugmyndum. Ekki vond plata, en hún stendur ekki undir væntingunum sem í mínu tilfelli voru miklar. Langi Seli skilgreindi einhvern tímann tónlistina sína sem endur- reisnarrokk. Það er réttnefni. Tón- listin er uppfærð útgáfa af rokka- billí tónlist sjötta áratugarins. Þetta er sígild dægurtónlist sem á jafn mikið erindi í dag og hún átti fyrir tuttugu árum eða eftir tuttugu ár. Sveitin starfar innan þröngs tón- listarlegs og textalegs ramma. Lögin tíu eru tilbrigði við kunnug- leg stef (sum þeirra eru t.d. sömu ættar og stærsti smellur sveitar- innar, Breiðholtsbúgí, önnur fara út í brimbretta-rokk) og textarnir eru eins og svipmyndir úr hvers- dagslífinu, - einn dagur tekur við af öðrum. Nöfn laganna Ryk og sól, Haustið, Á góðum degi, Drullukalt og Rigning og rok segja allt. Þetta er fín plata sem kemur manni í gott skap. Lögin eru góð, hljómurinn flottur og hljóðskreyt- ingar Gísla Galdurs eru mátulega lágt í mixinu til að setja svip án þess að yfirtaka klassíkina. Trausti Júlíusson Hljómsveitir hætta aldrei TÓNLIST Drullukalt Langi Seli & Skuggarnir ★★★★ Rokkabillí Sela og félaga er sígilt og kemur manni í gott skap. TÓNLIST Tapír Vonbrigði ★★★ Þrátt fyrir góð tilþrif þá stenst Tapír ekki væntingar. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 21. júlí 2009 ➜ Menningardagskrá 12.00 Sænskir dagar og Mærudagar á Húsavík standa yfir til 26. júlí. Frekari upplýsingar á heimasíðu sveitarfélags- ins, nordurthing.is ➜ Tónlist 20.30 Claudia Kunz sópran og Ulrich Eisenlohr, píanóleikari frá Þýskalandi, spila á sumartónleikum í Listasafni Sig- urjóns. Aðgangseyrir 1500 krónur. 21.00 Hljómsveitin Hjónabandið held- ur tónleika á Classic Rock, Ármúla 5. 21.00 Guðrún Gunnarsdóttir flytur lög sænska tónlistarmannsins Cornelis Vreeswijk ásamt hljómsveit á Græna Hattinum, Akureyri. Miðaverð 1500 krónur. ➜ Myndlist 10.00 Jón Baldvinsson sýnir málverk sín í Perlunni. 10.00 Samsýning mæðgina á Cafe Loka, Lokastíg 28. Ljósmyndir og mál- verk. 10.00 Stella Sigurgeirsdóttir sýnir ljós- myndasýninguna Dagstofu á Mokka. 11.00 Elsa Björg Magnúsdóttir og Soffía Gísladóttir sýna Ljósmyndir í lit á Thorvaldsen Bar. 12.00 Samsýning fimm grasrótarlista- manna á Fljótsdalshéraði í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Högglist, myndlist, ljós- myndir, videólist og fleira. ➜ Handverk 11.00 Sýning á 24 bútasaumsverkum úr samkeppninni Hafið, Sjóminjasafninu Víkinni, Grandagarði 8. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Belgíski atvinnugrínistinn Liev- en Scheire skemmtir á Batterí- inu á fimmtudagskvöld. Auk hans flytja Rökkvi Vésteinsson og Sveinn Waage uppistand á ensku. Scheire er með eigin sjón- varpsþátt í Belgíu ásamt hljóm- sveit sinni, Neveneffecten og vann The Luneatics Award, belg- ísk uppistandsverðlaun árið 2002. Árið 2000 var Scheire í skipt- inámi á Íslandi og kynntust þeir Rökkvi þá. Þeir hafa áður staðið fyrir uppistandi á Íslandi, árið 2006. Lieven verður einnig með spunaleiklistarnámsskeið í Hinu húsinu næsta laugardagskvöld. Dagskráin hefst klukkan níu og kostar þúsund krónur inn. -kbs Belgískt grín Heimir Sverrisson kvik- myndagerðarmaður vinnur að nýrri heimildarmynd sem fjallar um líf götu- stráksins Suyash sem stofnaði meðferðarheimili í höfuðborg Nepal. „Þetta er lítil kraftaverkasaga,“ segir Heimir Sverrisson kvik- myndagerðarmaður um heimildar- mynd sem hann vinnur að. Mynd- in fjallar um Suyash, götustrák og fyrrverandi heróínfíkil, sem opn- aði meðferðastöð í Kathmandu, höfuðborg Nepal, með hjálp frá bandarískum áfengisráðgjafa og íslenskum lækni. „Þetta byrjaði þannig að Val- gerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, fór til Nepal í gegnum sam- tökin Recovery Without Boarders, til að aðstoða Suyash við rekstur meðferðarheimilisins. Ég frétti svo af þessum unga manni og starfi hans í Kathmandu frá vinkonu minni sem hafði sótt fyrirlestur hjá Valgerði um meðferðar heimilið og þar með var áhugi minn vakinn. Það eru um 80-100 þúsund sprautu- fíklar í Kathmandu og um níutíu prósent þeirra eru HIV-smitaðir, þannig að þetta er stórt og mikið verkefni sem Suyash hefur ráðist í,“ segir Heimir. Saga Suyash er að mörgu leyti ótrúleg. Fjölskylda hans rak hann á dyr þegar hann byrjaði í neyslu og í sjö ár bjó hann á skítugum götum í „Toilet“-hverfinu í Kath- mandu. „Hverfið er það allra fátækasta í borginni. Þar býr fjöldi munaðarlausra barna sem mörg hver frjósa til dauða í frosthörk- unum á veturna. Mansal og vændi eru stórt vandamál í landinu og HIV er orðið það útbreitt að því hefur verið lýst sem faraldri og ástandið fer versnandi ár frá ári. Vendipunkturinn í lífi Suyash varð þegar kofinn hans brann stuttu eftir að hann hafði lent í höndunum á glæpamönnum sem höfðu ráðist á hann með sveðju. Hann hætti í neyslu en ákvað að til að ná full- komnum bata yrði hann að hjálpa öðrum. Hann stofnaði meðferð- arheimili og stuttu seinna voru tuttugu og þrír sjúklingar fluttir þangað inn til meðferðar. Gallinn var bara sá að Suyash vissi ekki hvernig átti að fara að og leitaði hjálpar hjá Jake Epperly, áfengis- ráðgjafa í Chicago, sem leiðbeindi honum í gegnum bréfaskriftir.“ Síðan þá hefur meðferðarheimil- ið stækkað og með fjármagni og aðstoð sjálfboðaliða hefur einnig verið hægt að koma á laggirnar meðferðarheimili fyrir konur. Undirbúningur fyrir tökur á heimildarmyndinni eru komnar vel á veg og mun Heimir halda aftur til Nepal í haust ásamt Árna Ben, hljóðmanni, og ljúka tökum. Þeim sem vilja kynna sér söguna um Suyash betur er bent á síðuna www.keepcomingbackfilm.com. sara@frettabladid.is Kraftaverkasaga heróínfíkils KYNNTU ÞÉR SÝNINGARTÍMA Á SELFOSSI OG Í KEFLAVÍK Á WWW.SAMBIO.IS HARRY POTTER 6 kl. 5 - 8 - 11 7 TRANSFORMERS 2 kl. 5 12 BRUNO kl. 8 - 10 14 HARRY POTTER 6 kl. 1 - 2D - 4 - 5D - 7 - 8D - 10:10 - 11:10D 10 HARRY POTTER 6 kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 VIP BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 8:30 - 10:10 - 10:30 - 12:10 14 THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12 TRANSFORMERS 2 kl. 2 5- 10 HARRY POTTER 6 kl. 2D - 5D - 8D - 10D - 11:10D 10 BRUNO kl. 6D - 8D - 10:10 - 12 14 ÍSÖLD 3 m/ísl. tali kl. 2(3D) - 4(3D) L THE HANGOVER kl. 2 - 4 - 6 - 8 12 tryggðu þér miða í tíma! örfá sæti laus T.V. KVIKMYNDIR.IS „Dazzlingly well made...“ Variety - 90/100 „Hún var FRÁBÆR!“ New York Magazine – 90/100 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA! STÆRSTA BÍÓOPNUN ÁRSINS, YFIR 20.000 GESTIR ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 500 GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 500 GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 12 16 L L L L 10 10 BALLS OUT kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 THE HURT LOCKER kl. 8 - 10.45 ICE AGE 3 3D ENSKT TAL ÁN TEXTA kl. 8 - 10.10 D (850 kr.) ÍSÖLD 3 3D ÍSLENSKT TAL kl. 3.30 - 5.45 D (850 kr.) ICE AGE 3 ENSKT TAL M/ÍSL. TEXTA kl. 3.30 - 5.45 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 3.30 - 5.45 TRANSFORMERS 2 kl. 8 -11 TRANSFORMERS 2 LÚXUS kl. 5 - 8 - 11 SÍMI 462 3500 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 6 ICE AGE 3 ENSKT TAL M/ÍSL. TEXTA kl. 6 - 8 MY SISTERS KEEPER kl. 8 - 10 TYSON kl. 10 L L 12 16 12 L 7 7 14 B13 - ULTIMATUM kl. 5.50 - 8 - 10.10 MY SISTERS KEEPER kl. 5.40 - 8 - 10.20 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 5.50 - 8 YEAR ONE kl. 10.10 GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 5.45 - 8 ANGELS & DEMONS kl. 10.15 SÍMI 530 1919 12 16 L L 7 7 BALLS OUT kl. 5.50 - 8 - 10.10 THE HURT LOCKER kl. 8 - 10.35 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 5.50 ICE AGE 3 ENSKT TAL M/ÍSL. TEXTA kl. 5.50 - 8 - 10.10 GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 8 - 10.15 YEAR ONE kl. 5.45 SÍMI 551 9000 - Ó.H.T. , Rás 2 - S.V. , MBL MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG SKEMMTILEGUSTUTEIKNIMYNDÁRSINS! OG NÚNA LÍKA Í 3-D Gildir ekki í lúxussal, Borgarbíó né á 3D myndir - bara lúxus Sími: 553 2075 - POWER kl. 4, 7 og 10 10 MY SISTER´S KEEPER kl. 8 og 10.15 12 ÍSÖLD 3 - 3D - Íslenskt tal kl. 4 L ÍSÖLD 3 - Íslenskt tal kl. 4 L TRANSFORMERS 2 kl. 7 og 10 10 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR 500 KR Á A L L A R M Y N D I R ATH! GILDIR EKKI Á MYNDIR Í 3D STÆRSTA KVIKMYNDASERÍA ALLRA TÍMA ER KOMIN Í BÍÓ! POWERSÝNING KL. 10.00 500 kr. 500 kr.500 kr. 500 kr. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS - Ó. Þ. I., Kvikmyndir.com MÖGNUÐ SAGA FÍKILS Kvikmyndagerðarmaður- inn Heimir Sverrisson, til vinstri, vinnur nú að mynd um nepalskan götustrák sem segir skilið við heróín neyslu og stofnar meðferðarheimili í höfuð- borg landsins. Fíkillinn, sem heitir, Siuyash ákvað að auðveldast væri fyrir hann að halda sjálfum sér á beinu brautinni ef hann hjálpaði öðrum fíklum. Heimir fer til Nepals í haust til að ljúka tökum á myndinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.