Fréttablaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 16
21. JÚLÍ 2009 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og útivist
Á dvalar- og hjúkrunarheimil-
inu Grund er púttað alla daga yfir
sumarið og eru reglulega haldin
púttmót. „Máli skiptir að fólk drífi
sig og hafi eitthvað að gera,“ segir
Alberto Borges, íþróttafræðingur
á Grund. „Fólk getur hugsað um
mótin, orðið áhugasamt og haldið
sér í æfingu.“
Að sögn Albertos er pútt mjög
vinsælt á Grund. „Reglulega
stunda þetta tíu til tólf menn og
eru þeir að á hverjum degi. Sumir
einstaklingar mæta í tækjasal, í
sund og í púttið. Sumir eru alveg
íþróttamen, alveg hundrað pró-
sent.“
Alberto segir að sumir hafi
verið í golfi áður en þeir fóru á
Grund. „Þegar fólk fer á elliheim-
ili getur það ekkert gengið átján
holu stóran völl heldur var gerður
lítill völlur til að pútta á,“ útskýr-
ir Alberto sem segir völlinn fyrsta
flokks. „Þegar veðrið er jafn gott
og það hefur verið þá mæta vin-
irnir á völlinn. Fólk kemur, spjall-
ar saman og fylgist með æfingun-
um.“ - mmf
● ÆFA EINS OG STJÖRN-
URNAR Hjá líkamsræktarstöð-
inni Hress í Hafnarfirði er hægt að
fá einkaþjálfun þar sem kynntar
eru æfingaáætlanir og mataræði
stjarnanna í Hollywood.
Telma Matthíasdóttir einka-
þjálfari hefur útbúið æfingaplön
þar sem gerðar eru æfingar
stjarnanna og einnig fylgja upp-
lýsingar um mataræði þeirra. Þá er
til dæmis Madonna tekin fyrir einn
daginn og Cameron Diaz annan
dag. Þykir þetta ágætis leið til að
brjóta upp þjálfunina og gera
hana skemmtilegri. Oft er æft í
hópum en sú aðferð nýtur aukinna
vinsælda að sögn Lindu Bjarkar
Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra
Hress í Hafnarfirði. - hs
Cameron Diaz heldur sér bara nokkuð
vel.
KomaSvo.is er fyrsta fyrirtækið
hérlendis sem býður upp á Blok-
art, einfalda íþrótt sem þykir
hentar vel íslenskum aðstæðum
meðal annars vegna veðurfars.
„Blokartið er alveg nýtt á Íslandi.
Þetta er mest vaxandi sport í heim-
inum í dag og er víða að finna. Svo
er þetta hundrað prósent náttúru-
vænt, bara drifið af vindinum,“
segir Jón Ólafur Magnússon fram-
kvæmdastjóri KomaSvo.is, afþrey-
ingarfyrirtækis sem sérhæfir sig í
skemmtiferðum fyrir hópa og fyrir-
tæki.
„Ég hef verið að setja upp bæði
keppnir og þrautir þar sem þarf
að fara ákveðnar brautir en svo
fær fólk líka að leika sér á þessu
og hafa frjálsar hendur. Bílarn-
ir geta farið upp í ágætis hraða
í góðum vindi, allt upp í 70 til 80
kílómetra á klukkustund,“ segir
Jón, en KomaSvo.is er eina fyrir-
tækið sem býður upp á Blokart hér
á landi .
„Blokartið eru litlir eins manns
bílar sem sest er í og eru með stóru
segli fyrir ofan, mjög svipaðir og
seglbátar. Svo hallar maður sér
bara aftur á bak og er með stýrið í
annarri og seglið í hinni,“ útskýr-
ir Jón og segir auðvelt að stjórna
hraðanum.
„Við fengum leyfi til að stunda
Blokartið á gamla Patton flugvell-
inum í Keflavík og erum aðallega
þar en svo höfum við líka stundað
þetta uppi á Hellisheiði við Skíða-
skálann í Hveradölum, við Þing-
velli og flugvöllinn á Hellu,“ segir
Jón, en Blokartið þykir henta ís-
lenskum aðstæðum einstaklega
vel.
„Það eru flest afþreyingar-
fyrirtæki í þessum geira að bjóða
upp á það sama, hestaferðir, river
rafting og snjósleðaferðir, en okkur
langaði að finna eitthvað öðru-
vísi. Ég fann svo Blokartið á net-
inu fyrir skæra tilviljun þegar ég
var að leita að einhverju nýju og
spennandi og fannst þetta alveg til-
valið svo við fluttum inn tólf bíla
frá Hollandi í fyrra,“ segir Jón en
yfir 1.000 manns hafa nú prufað
bílana.
„Það geta allir farið í Blok-
art, börn eða fullorðnir, fatlað-
ir sem ófatlaðir geta setið í bílun-
um. Það er þó aðallega fullorðið
fólk sem kemur til okkar. Þetta er
svo skemmtilegt að fólk tapar sér
alveg.“
Nánari upplýsingar um Blokart
á www.komasvo.is og www.blokart.
is. -hds
Fólk tapar sér yfir Blokarti
Blokartbílarnir þykja einfaldir í notkun, en þeir eru vinsælir um allan heim. MYND/ÚR EINKASAFNI
Grindvíkingar vinna að því að stækka golfvöllinn
sinn úr þrettán holum í átján.
„Við erum með góðan strandvöll meðfram sjó og
tún eins og margir aðrir. Nú mun hraunsvæði bæt-
ast við þannig að völlurinn verður í raun
þrískiptur og alger náttúrperla,“ segir
Páll Erlingsson formaður Golfklúbbs-
ins í Grindavík um völlinn á staðn-
um. Unnið er að stækkun hans úr
13 holum í 18 og á hann að verða full-
búinn á 20. afmælisári klúbbsins 2011.
Hönnuður er Hannes Þorsteinsson.
Framkvæmdirnar ganga vel að sögn Páls.
Búið er að ryðja fjórar brautir og styttist í að
sáð verði í þær. „Við höfum allt efnið á staðn-
um og þurfum ekki að keyra neitt að,“ segir hann.
„Bara grjóthreinsa og sá í.“ - gun
Völlurinn verður náttúruperla
Kylfingar verða að slá yfir hólinn til hægri í upphafshöggi af
10. teig. MYND/PÁLL ERLINGSSON
Púttið er mikil félagsíþrótt á Grund þar sem vinir koma saman og pútta.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Tíu til tólf manns stunda pútt reglulega
á Grund. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Pútt vinsælt á Grund
Blokart-bílarnir komast upp í allt að 70 til 80 kílómetra á klukkustund.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir.
Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is
31 vatnasvæði vítt og breitt um
landið fyrir aðeins 6000 krónur
Þú
ákveður
svo hva
r og
hvenær
þú
veiðir
veidikortid.is
Hver seg
ir að
það sé d
ýrt
að veiða
?