Fréttablaðið - 10.08.2009, Side 2
2 10. ágúst 2009 MÁNUDAGUR
NÝTT Á MATSEÐLI
Lúffeng og
holl Shawerma
rúlla á aðeins
750kr.
HOLLUR SKYNDIBITI
ALI BABA Veltusund 3b, v.Ingólfstorg
Shish Kebab, Falafel, Arais Makia,
Kebab, Baklawa, Humus
Sigurður, rann á konuna
mataræði?
„Nei, ég held að hún hafi bara viljað
að börnin hennar myndu helga sig
Helgu Sig.“
Hin fræga matreiðslubók Matur og drykk-
ur eftir Helgu Sigurðardóttur hefur verið
endurútgefin hjá bókaforlaginu Opnu.
Ein kona keypti sjö eintök af bókinni. Sig-
urður Svavarsson er einn eigenda Opnu.
SPÁNN Tvær sprengjur sprungu í Palma, höfuð-
borg Mallorca, í gærdag. Lögregla aftengdi þriðju
sprengjuna. Enginn slasaðist í sprengingunum.
Aðskilnaðarsamtökin ETA hafa lýst ábyrgðinni á
sprengjunum á hendur sér.
Önnur sprengjan sprakk á veitingastað við strönd-
ina og hin í undirgöngum við aðaltorg borgarinnar.
Varað var við báðum sprengjunum og var því búið
að rýma bæði svæðin. Þriðja sprengjan var aftengd
á bar. Leitað var um tíma að fjórðu sprengjunni, en
engin sprengja til viðbótar fannst.
Fyrr í gærdag lýstu ETA yfir ábyrgð á fjórum
öðrum sprengjuárásum sem gerðar hafa verið í
sumar. Þeirra á meðal er sprengjuárás á Mallorca í
síðustu viku, þar sem tveir lögregluþjónar létu lífið.
Engin íslensk ferðaskrifstofa selur ferðir til
Palma. Nálægir bæir eru þó vinsælir hjá íslenskum
ferðamönnum. Utanríkisráðuneytið hefur verið í
sambandi við sendiráðið í Frakklandi, en ræðismað-
ur fyrir Mallorca fellur undir það.
Að minnsta kosti 825 manns hafa látið lífið af
völdum ETA frá árinu 1968, þegar samtökin hófu
að berjast með ofbeldisfullum hætti fyrir því að
Baskahérað verði sjálfstætt ríki. - þeb
Enginn slasaðist í tveimur sprengjuárásum á Mallorca í gær:
ETA viðurkennir sprengjuárás
TÓMLEGT Lögreglumaður stóð vaktina fyrir utan veitingastað-
inn þar sem fyrsta sprengjan var sprengd í gær. Nærliggjandi
svæði voru rýmd, þar á meðal ströndin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANGLADESH, AP Um sex þúsund
manns deyja árlega af völdum
snákabita í Bangladesh. Snáka-
bit eru önnur algengasta dánaror-
sökin af ónáttúrulegum orsökum
í landinu. Drukknun er algeng-
asta orsökin.
Heilbrigðisráðuneyti lands-
ins hefur látið rannsaka snáka-
bit. Í ljós kom að um 700 þúsund
manns eru bitnir af snákum á
hverju ári, og aðeins þrjú prósent
fá læknishjálp. Fimmtán prósent
eru bitnir í svefni. Flestir eru
bitnir á göngu á kvöldin.
160 milljónir manna búa í hinu
fátæka Bangladesh. - þeb
Rannsókn í Bangladesh:
Þúsundir deyja
úr snákabitum
SNÁKUR Fimmtíu tegundir af snákum er
að finna í Bangladesh. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ALÞINGI Þing kemur saman í dag
eftir tveggja vikna þinghlé. Sam-
kvæmt dagskrá á að kjósa í nýja
Þingvallanefnd. Sex af sjö núver-
andi nefndarmönnum eiga ekki
lengur sæti á Alþingi.
Nefndin hefur í raun ekki verið
starfhæf vegna þessa frá því nýtt
þing kom saman í byrjun sum-
ars. Brýnt verkefni bíður nýrra
nefndarmanna, enda eftir að
ákveða hvað verður gert á reitn-
um þar sem Hótel Valhöll stóð.
Hlé var gert á þingfundum á
meðan nefndir þingsins fjölluðu
um frumvarp um ríkisábyrgð
vegna Icesave, en málið er enn
óleyst. - bj
Þingfundur boðaður í dag:
Þingið kýs nýja
Þingvallanefnd
LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn á höf-
uðborgarsvæðinu hafa rætt það sín
á milli að grípa til aðgerða gegn
yfirstjórn embættisins ef ekki
verður hætt við fyrirhugaðar skipu-
lagsbreytingar sem taka eiga gildi
1. september. Mögulegar aðgerðir
gætu til dæmis falist í því að neita
að taka aukavaktir nema þeir verði
beinlínis skyldaðir til þess og svara
ekki í síma þegar þeir eru á frívökt-
um.
Fyrirhugaðar breytingar fela í
sér að fimm hverfalögreglustöðvar
sem þegar hefur verið komið á fót
öðlast enn frekara sjálfstæði. Við
þetta eru lögreglumenn afar ósátt-
ir. Þeir segja að með breytingunni
sé aukið við yfirbyggingu á kostn-
að almennra lögreglumanna, sem
sé skref aftur á bak. Þá á einnig
að taka gildi nýtt vaktakerfi sem
lögreglumenn hafa mótmælt harð-
lega.
Arinbjörn Snorrason, formað-
ur Lögreglufélagsins í Reykjavík,
segist hafa heyrt af því að menn
séu farnir að ræða hvernig unnt
sé að bregðast við. Lögreglumenn
hafi ekki verkfallsrétt en annars
konar aðgerðir hafi borið á góma.
Hann segir félagið hins vegar ekki
hvetja til slíkra aðgerða, heldur ein-
beiti sér að því að þrýsta á að yfir-
stjórn embættisins og ráðamenn
sjái að sér og beiti sér fyrir því að
af breytingunum verði ekki.
Arinbjörn segir óánægjuna svo
víðtæka að vantrausti hafi verið
lýst yfir á störf Stefáns Eiríksson-
ar lögreglustjóra, falli hann ekki
frá áformunum um skipulagsbreyt-
ingarnar.
Þá hefur dómsmálaráðherra
einnig gert lögreglu að skera niður
og hefur mætt miklum mótbárum
lögreglumanna, sem telja sig þegar
allt of fáliðaða. Snorri Magnússon,
formaður Landssambands lögreglu-
manna, hefur sagt að á höfuðborg-
arsvæðinu einu þyrfti að tvöfalda
mannskapinn ef vel ætti að vera.
Arinbjörn bendir einnig á að
væntanlegar breytingar í borg-
inni séu í raun algerlega á skjön
við hugmynd dómsmálaráðherra
um skipulagsbreytingar á lögregl-
unni, sem snúast um að gera land-
ið allt að einu lögregluumdæmi, en
starfshópur á vegum ráðuneytisins
vinnur nú að því að móta þá tillögu.
Í henni felist að auka miðstýringu
og fækka í yfirstjórn og hún geti
hugnast lögreglumönnum ágætlega
ef um hana næst samstaða.
stigur@frettabladid.is
Lögreglumenn íhuga
að grípa til aðgerða
Lögreglumenn í borginni hafa rætt það sín á milli að grípa til aðgerða gegn
yfirstjórn embættisins ef fyrirhugaðar skipulagsbreytingar verða að veruleika.
Komið til tals að neita að taka aukavaktir og hætta að svara í síma á frívöktum.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr lögreglunni hefur í þrígang á síð-
ustu vikum verið brotist inn á heimili í borginni og húsráðendum ógnað, án
þess að lögregla geti sinnt útkallinu. Í þessum tilfellum hefur ekki verið um
rán að ræða, heldur hefur innbrotsþjófurinn talið sig geta athafnað sig í friði
en síðan gengið í flasið á húsráðanda. Lögreglumenn hafa að undanförnu
birt greinar í fjölmiðlum, bæði undir nafni og nafnlaust, þar sem þeir lýsa
yfir miklum áhyggjum af fámenni í lögreglunni.
KOMUST EKKI Í YFIRSTANDANDI INNBROT
STAÐIÐ Í STRÖNGU Lögreglumenn hafa lýst því hversu mikið mótmælin í upphafi
árs fengu á þá og fjölskyldur þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BERJASPRETTA „Ég hef grun um að
sprettan í ár sé seinni en í fyrra
út af kuldakasti,“ segir Ásthild-
ur Cecil Þórðardóttir, garðyrkju-
stjóri á Ísafirði.
Hún spáir því að
berjasprettan
verði góð í ár og
segir rigning-
una skipta sköp-
um. „Það rign-
ir vel núna, en
þetta er óvenju-
legur tími fyrir
rigningar.
Kuldinn gerir
ekki mikinn skurk, en það skipt-
ir máli hvort það rigni eða hvort
það er þurrt. Svo þarf bara hita
og sól eftir þessar rigningar og
það mun gerast. Núna sýnist mér
að það hafi verið svipað veður um
allt land svo ég á alveg eins von á
að þetta verði gjöfult berjaár. Fólk
sem ég hef talað við hefur kíkt og
séð mikið af sætukoppum og græn-
jöxlum, svo ef það nær að þroskast
verður mikið af berjum,“ útskýrir
Ásthildur.
Sjálf segist hún ekki vera byrj-
uð að líta eftir berjum, en hún þarf
ekki að leita lengra en út í garð hjá
sér eða í hlíðina við heimili sitt þar
sem hún tínir aðalbláber og kræki-
ber. Aðspurð segist hún borða þau
beint með rjóma, en lætur aðra um
að sulta. „Ég er bæði með sólber og
rifsber í garðinum hjá mér, en það
koma gjarnan konur í heimsókn til
mín sem fá að tína, sulta og gefa
mér svo krukku,“ segir hún og
brosir. - ag
Ásthildur Cecil Þórðardóttir garðyrkjustjóri býst við gjöfulu berjaári:
Berjasprettan seinni í ár en í fyrra
PARAGVÆ Fyrirburi sem lækn-
ar töldu andvana fæddan lifnaði
óvænt við í eigin líkvöku nokkr-
um klukkustundum eftir að lækn-
ar á sjúkrahúsi í Paragvæ höfðu
úrskuðað barnið látið.
Faðir barnsins heyrði son sinn
gráta í fyrsta sinn eftir að hann
hafði verið lagður í kistu, að því
er fram kemur á vef BBC.
Foreldrarnir brugðust hratt
við og komu syni sínum aftur á
spítalann, þar sem furðu lostn-
ir læknarnir tóku á móti honum.
Talsmaður spítalans sagði lækna
hafa reynt lífgunartilraunir í
klukkustund áður en drengurinn
hafi verið úrskurðaður látinn. - bj
Læknar töldu fyrirbura látinn:
Barnið grét í
eigin líkvöku
BRETLAND Mark Lester, góðvinur
Michaels Jackson til margra ára,
segist vera líffræðilegur faðir
dóttur Jackson. Hann er reiðubú-
inn að gangast
undir faðernis-
próf.
Lester tjáði
sig í gær og
segist hafa
gefið sæði.
Hann er guð-
faðir allra
þriggja Jack-
son-barnanna,
en segir að eftir
lát hans sé erfiðara fyrir hann að
vera í sambandi við börnin. Því
hafi hann gripið til þessa ráðs,
því hann vilji halda sambandi
sínu við þau.
Máli sínu til stuðnings hefur
Lester bent á að dætur hans séu
sláandi líkar París, dóttur Jack-
sons. Uri Geller, einn besti vinur
Jacksons, tók undir sögu Lesters,
og segir Jackson hafa sagt sér frá
faðerninu fyrir löngu. - þeb
Góðvinur Michaels Jackson:
Segist vera
pabbi Parísar
MICHAEL JACKSON
BLÁNAR YFIR BERJAMÓ Rigningin undanfarið hefur gert gæfumuninn fyrir berja-
sprettuna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNÁSTHILDUR CECIL
ÞÓRÐARDÓTTIR
VIÐSKIPTI Krafa Óttars Möllers,
fyrrverandi forstjóra Eimskips, í
þrotabú Straums er mun hærri en
hún hefði átt að vera, segir Gísli
Guðni Hall, lögmaður Óttars.
Krafan er til komin vegna samn-
ings um afnot af bíl og skrifstofu,
ekki ógreiddra launa eða lífeyris.
Gísli gerði fyrir hönd Óttars
kröfu upp á tæplega 280 milljónir
í þrotabúið. Hann segir kröfuna
hafa verið lagða fram á síðustu
stundu og hafa byggst á eigin
áætlun. Rétt upphæð sé mun
lægri, en auðveldara sé að lækka
kröfu en hækka eftir að hún
hefur verið lögð fram. - bj
Lögmaður um kröfu Óttarrs:
Krafa vegna
hlunninda
SPURNING DAGSINS