Fréttablaðið - 10.08.2009, Qupperneq 34
22 10. ágúst 2009 MÁNUDAGUR
FH 2-4 KR
0-1 Björgólfur Takefusa (3.), 1-1 Atli
Guðnason (6.), 2-1 Atli Guðnason (9.),
2-2 Gunnar Örn Jónsson (27.), 2-3
Gunnar Örn (68.), 2-4 Baldur Sigurðs-
son (88.)
Kaplakrikavöllur, áhorf.: 2218
Magnús Þórisson (4)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–9 (5–3)
Varin skot Daði 1 – Hanson 2
Horn 6–4
Aukaspyrnur fengnar 9–15
Rangstöður 2–6
FH 4–3–3 Daði Lárusson 5 - Guðni Páll Kristj-
ánsson 4 (52., Pétur Viðarsson 5), Dennis Siim
5, Tommy Nielsen 5, Hjörtur Logi Valgarðsson 6
- Davíð Þór Viðarsson 6, Matthías Vilhjálmsson 7,
Tryggvi Guðmundsson 6 - Ólafur Páll Snorrason
5 (70., Björn Daníel Sverrisson 5), Atli Guðnason
7 (76., Alexander Toft Söderlund -), Atli Viðar
Björnsson 6.
KR 4–4–2 Andre Hansen 6 - Skúli Jón Friðgeirs-
son 6, Mark Rutgers 6, Grétar Sigfinnur Sigurðarson
7, Jordao Diogo 8 - *Gunnar Örn Jónsson 9,
Baldur Sigurðsson 7, Bjarni Guðjónsson 7, Atli
Jóhannsson 7 (90., Ásgeir Örn Ólafsson -) - Guð-
mundur Benediktsson 8 (78., Gunnar Kristjánsson
-), Björgólfur Takefusa 8.
FÓTBOLTI „Uppskera KR hér hefur
verið mjög mögur undandarin ár.
Við höfðum ekki unnið hér í fimmt-
án ár og ég held að undir eðlileg-
um kringumstæðum á undanförn-
um árum hefði liðið brotnað við að
lenda undir 2-1 gegn FH,“ sagði
kampakátur Logi Ólafsson, þjálf-
ari KR, eftir magnaðan sigur hans
liðs á Íslandsmeisturum FH.
„Við nýttum okkur Evrópukeppn-
ina vel og erum betra lið núna en
þegar við fórum inn í þessa keppni.
Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna
í dag, ekki síst fyrir þær sakir að
við spiluðum erfiðan Evrópuleik
á fimmtudaginn og komum heim
frá Basel í gær. Við nýttum tím-
ann úti til að æfa og slaka á,“ sagði
Logi. „Við erum að sýna fram á það
að við ætlum okkur að minnsta
kosti annað sætið. Ég hef ekki trú
á neinu öðru en FH-ingar haldi
áfram að vinna leiki.“
Leikurinn í gær stóð svo sannar-
lega undir væntingum og vel rúm-
lega það. Strax á þriðju mínútu
leiksins kom fyrsta markið en það
skoraði Björgólfur Takefusa eftir
magnaða sendingu Guðmundar
Benediktssonar. Björgólfur lék á
Daða Lárusson áður en hann skor-
aði í tómt markið. Eftir að hafa
tekið forystuna hrundi leikur KR
um tíma og það stóð ekki steinn
yfir steini í spilamennsku liðsins.
Það nýttu Íslandsmeistararnir
sér og tóku forystuna með tveim-
ur mörkum Atla Guðnasonar með
stuttu millibili. Það fyrra eftir
sendingu Atla Viðars Björnsson-
ar og það síðara eftir undirbúning
Matthíasar Vilhjálmssonar. Atli
sýndi klókindi sín við fjærstöng-
ina í báðum mörkunum.
Mögnuð byrjun á leiknum og
áfram hélt fjörið. KR átti að fá
vítaspyrnu þegar Daði Lárusson
hrinti Guðmundi Benediktssyni í
teignum á átjándu mínútu en þrátt
fyrir að vera vel staðsettur ákvað
Magnús Þórisson á óskiljanlegan
hátt að dæma ekkert.
En KR-ingar náðu að jafna um
tíu mínútum eftir þetta atvik.
Gunnar Örn Jónsson fékk boltann
við vítateigsendann og náði hörku-
skoti sem söng í netinu. KR-ingar
voru síðan hættulegri út hálfleik-
inn en staðan jöfn 2-2 þegar flaut-
að var til hálfleiks.
Skemmtunin hélt áfram í seinni
hálfleik og boðið var upp á fjölda
færa og fallegra sókna. Matthías
Vilhjálmsson átti skalla í stöng-
ina áður en KR-ingar náðu for-
ystunni á ný. Gunnar Örn skoraði
sitt annað mark en boltinn hafði
viðkomu í varnarmanni áður en
hann söng í netinu. Undir lok leiks-
ins innsiglaði Baldur Sigurðsson
síðan sigur KR sem verður að telj-
ast sanngjarn en Vesturbæjarlið-
ið lék á als oddi í gær. Gunnar Örn
lagði upp mark Baldurs og kórón-
aði stjörnuleik sinn.
Fyrir leikinn hafði FH unnið
síðustu níu deildarleiki sína gegn
KR en þá var þetta fyrsta tap FH
á heimavelli á leiktíðinni. „Sem
betur fer er þetta tilfinning sem
við þekkjum ekki vel. En við verð-
um að kunna að tapa líka. Þetta
var skemmtilegur og opinn leikur
þar sem það voru færi á báða bóga
og þetta hefði getað dottið hvor-
um megin sem var. Þeir voru bara
ákveðnari í að sigra þetta í dag,“
sagði Tryggvi Guðmundsson, leik-
maður FH.
„Þeir eru mun betri núna en
þegar við mættum þeim fyrr í
sumar. Enda hefur liðinu gengið
vel í bikar- og Evrópukeppni og
það gefur þeim aukið sjálfstraust,“
sagði Tryggvi eftir þennan frá-
bæra toppslag. elvargeir@365.is
Fylkisvöllur, áhorf.: 883
Fylkir Stjarnan
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–10 (6–5)
Varin skot Ólafur Þór 3 – Bjarni Þórður 4
Horn 7–6
Aukaspyrnur fengnar 17–16
Rangstöður 4–2
STJARNAN 4–5–1
Bjarni Þórður Halldór. 7
Jóhann Laxdal 5
Tryggvi Sv. Bjarnason 5
(58., Baldvin Sturlus. 5)
Daníel Laxdal 7
Hafsteinn Rúnar Helg. 6
Arnar Már Björgvinss. 4
(74., Heiðar Atli Emil. -)
Björn Pálsson 5
Guðni Rúnar Helgas. 6
Ellert Hreinsson 4
Halldór Orri Björnss. 7
Alfreð Elías Jóhannes. 4
(81., Bjarki Páll Eyst. -)
*Maður leiksins
FYLKIR 4–3–3
Ólafur Þór Gunnars. 7
Arnar Þór Úlfarsson 4
(39., Theódór Óskar.6)
Einar Pétursson 6
Kristján Valdimarss. 6
Þórir Hannesson 5
Halldór Arnar Hilm. 4
(54., Pape Faye 5)
*Ólafur Ingi Stígss. 7
Ásgeir Börkur Ásg. 6
Ingimundur Níels Ó. 7
(85., Kjartan Andri -)
Albert Brynjar Ingas. 6
Kjartan Ág. Breiðdal 5
1-0 Ólafur Ingi Stígsson (41.), 1-1
Halldór Orri Björnsson (45.), 2-1
Albert Brynjar Ingason, víti (84.)
2-1
Kristinn Jakobsson (7)
sport@frettabladid.is
PEPSI-DEILD KARLA
ÍBV-Fjölnir 3-1
0-1 Andri Valur Ívarsson (8.), 1-1 Viðar Örn Kjart
ansson (11.), 2-1 Andri Ólafsson (20.), 3-1 Tony
Mawejje (79.)
Þróttur-Grindavík 1-5
0-1 Scott Ramsay (17.), 1-1 Oddur Ingi Guð
mundsson (29.), 1-2 Óli Baldur Bjarnason (35.),
1-3 Scott Ramsay (83.), 1-4 Páll Guðmunds.(88.),
1-5 Jósef Kristinn Jósefsson (89.)
Keflavík-Breiðablik 0-3
0-1 Kristinn Steindórsson (17.), 0-2 Árni Kristinn
Gunnarsson (62.), 0-3 Alfreð Finnbogason (86.)
STAÐAN Í DEILDINNI:
FH 16 13 1 2 45-16 40
KR 15 9 3 3 34-20 30
Fylkir 16 9 2 5 26-17 29
Keflavík 16 6 6 4 25-29 24
Stjarnan 16 7 2 7 35-27 23
Fram 15 6 3 6 23-18 21
Breiðablik 16 6 3 7 24-27 21
Valur 16 6 2 8 19-29 20
Grindavík 15 5 3 7 24-29 18
ÍBV 15 5 2 8 18-26 17
Fjölnir 16 3 3 10 19-32 12
Þróttur 16 3 2 11 20-42 11
> Allt um leiki gærkvöldsins á Vísi
Fréttablaðið minnir á að umfjöllun um alla leiki Pepsi-
deildar karla má finna á íþróttavef Vísis. Fréttablaðið
mun sem fyrr sinna leikjum deildarinnar af
fremstu getu en á Vísi má finna umfjöllun,
viðtöl, tölfræði og einkunnir leikmanna og
dómara úr hverjum leik, skömmu eftir að
þeim lýkur hverju sinni. Boltavakt Vísis
og Fréttablaðsins er einnig á Vísi en
þar er öllum leikjum deild-
arinnar lýst með beinni
texta- og atburðalýsingu.
FÓTBOLTI Fram lyfti sér upp fyrir
Val í Pepsí-deildinni með góðum,
2-1, sigri á heimavelli Vals í gær-
kvöld. Fá færi voru í fyrri hálf-
leik þótt Valsmenn hafi þrisvar
verið aðgangsharðir á síðasta
korteri hálfleiksins eftir kraft-
litlar upphafsmínútur.
Valsmenn skoruðu fyrsta mark
leiksins nánast upp úr þurru og
virtust ætla að láta kné fylgja
kviði næstu mínútur á eftir en
Framarar nýttu sér það hve fram-
arlega Valsmenn voru komnir og
skoruðu laglegt mark fjórum mín-
útum eftir mark Vals.
Eftir það gekk hvorki né rak hjá
Val í sóknarleiknum og Framarar
náðu öllum völdum á vellinum og
tryggðu sér verðskuldaðan sigur
21 mínútu fyrir leikslok.
„Við erum að klára leikina og
það var mjög gott að klára þetta
í [gær] eftir að hafa lent undir,“
sagði kátur Þorvaldur Örlygsson,
þjálfari Fram, eftir leikinn.
„Strákarnir héldu ró sinni þrátt
fyrir markið. Þeir héldu áfram og
héldu færslu á liðinu. Þetta var
frábær leikur hjá okkur.“
„Mér fannst við ekki spila eins
vel og ég hefði viljað í fyrri hálf-
leik. Menn lögðu sig fram en það
voru of margar sendingar sem
misfórust sem hefði mátt nýta
betur því það var mikið pláss á
miðjunni og tækifærin voru til
staðar.“
„Það má ekki taka það af Val
að þeir eru með gott lið og með
marga frábæra einstaklinga
sem geta klárað leikina upp á
eigin spýtur,“ sagði Þorvaldur að
lokum.
Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals,
var vonsvikinn í leikslok. „Það
var óþarfi að tapa þessu. Við
þurfum að gera þrjár breytingar
á skömmum tíma í seinni hálfleik
og leikurinn riðlast mikið við það.
Þá gefum við þeim mörk og það
eru persónulegir feilar leikmanna
sem verða til þess að mörkin eru
skoruð.“
„Við þurfum að verja 1-0 stöðu
okkar. Hræðslan við að hinir
jafna verður svo mikil að við
hættum að spila fótbolta,“ sagði
Atli. - gmi
Fram vann 2-1 sigur á Val í Reykjavíkurslagnum þrátt fyrir að lenda undir:
Enn versnar staða Valsmanna
KOMU TIL BAKA Framarar fagna hér
jöfnunarmarkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur þar sem Stjörnu-
menn eru rétt fyrir neðan okkur í töflunni auk þess sem við þurftum
að rífa okkur upp eftir mjög dapran leik í síðustu umferð. Þetta
var hraður leikur og við hefðum ef til vill átt að skora meira en við
gerðum í fyrri hálfleik en fyrst að sigurinn kom þá skiptir það minna
máli núna,“ sagði Ólafur Ingi Stígsson, fyrirliði Fylkis, sem átti góðan
leik í gærkvöld.
Fylkismenn voru ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á
Árbæjarvelli án þess þó að nýta marktækifæri
sín framan af leik og það var ekki fyrr en á síð-
ustu fimm mínútum hálfleiksins sem hlutirnir
fóru að gerast. Fyrst skoraði Ólafur Ingi gott
skallamark fyrir Fylki eftir hornspyrnu Ingi-
mundar Níelsar Óskarssonar og svo náði
Halldór Orri Björnsson að jafna leikinn
með skoti af stuttu færi í uppbótartíma
fyrri hálfleiks.
Lokamínúturnar voru hörkuspennandi
og gríðarlegt jafnræði og barátta með
liðunum. Stjörnumenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar Alfreð Elías
Jóhannsson féll í teignum en Kristinn kaus að flauta ekki en stuttu
síðar dæmdi hann svo víti á Stjörnumenn þegar togað var í treyju
Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar. Albert Brynjar Ingason fór á punktinn og
skoraði af miklu öryggi og það reyndist sigurmark leiksins. „Ég átti nú
sendinguna á Ásgeir og mér sýndist vera togað hressilega í hann og
svo sleppt þannig að það er erfitt fyrir mig að dæma um það. Krist-
inn var vel staðsettur í vítinu og dæmdi leikinn
annars mjög vel,“ segir Ólafur Ingi.
Fylkismenn styrktu stöðu sína í þriðja sæti
deildarinnar með sigrinum og hafa komið
skemmtilega á óvart í sumar.
„Við renndum dálítið blint inn í þetta mót
og vissum ekkert almennilega hvar við
myndum standa enda nokkuð um breyt-
ingar á liðinu og stjórn þess. Við verðum
bara að halda okkar striki áfram því það
er enn nóg eftir af mótinu,“ segir Ólafur
Ingi að lokum.
ÓLAFUR INGI STÍGSSON FYRIRLIÐI FYLKIS: UNNU STJÖRNUMENN OG FYLGJA KR-INGUM EFTIR
Við verðum bara að halda okkar striki áfram
KR drap FH-grýluna með stæl
Tvö efstu lið Pepsi-deildarinnar mættust í stórskemmtilegum leik í Kaplakrika í gær. Sex mörk litu dagsins
ljós og hefðu þau vel getað orðið mun fleiri. KR-ingar minnkuðu forskot FH á toppnum niður í 10 stig.
FJÖRUGUR LEIKUR KR-ingurinn Björg ólf-
ur Takefusa í baráttunni við Tommy
Nielsen hjá FH. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR