Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 7
SAMVINNAN 1. hefti JANÍJAR 1914 XXXVIII. árg. JÓN AS JÓNSSON; HIN NÝJA SAMVINNA Á aðalfundi Sambandsins á Hólum í Hjaltadal í sumar sem leið, bar ég fram tillögu um, að sambands- stjórnin tæki til athugunar, hvort tiltækilegt væri að stækka tímarit samvinnufélaganna til verulegra muna og auka mjög fjölbreytni þess. Var tillögunni vel tekið og hún samþykkt mótatkvæðalaust. Sam- bandsstjórnin tók málið síðan til meðferðar á fundi snemma í vetur og heimilaði að stækkun skyldi byrja frá næstu áramótum. * Samvinnufélögin gáfu fyrst út tímarit sitt norður á Akureyri, undir stjórn Sigurðar Jónssonar í Yzta- felli. Var það tímarit hið prýðilegasta, eftir því sem efni stóðu til. Birti ritið á þeim árum fjölmargar greinar um samvinnumál og hagfræðileg efni. Auk þess var tímaritið sá vettvangur, þar sem kaupfélags- menn vörðu mál sín gegn ásókn samkeppnisblaðanna. Aðstaðan var þá sú, að málsvarar samvinnustefn- unnar áttu erfitt með að fá birtar greinar til varnar kaupfélögunum, af því að flest blöðin voru meira eða minna háð kaupmönnunum. Síðan liðu mörg ár. Tímaritið kom á heimili helztu áhugamanna kaupfélaganna, en náði ekki almennri útbreiðslu. Kom þar að lokum, að nokkrir hinna yngri kaupfélagsstjóra mæltu með að tímaritið yrði látið koma oftar út, látið flytja mikið af myndum og fremur stuttar og léttlæsilegar greinar. Var horfið að þessu ráði. Breytingunni var vel tekið af kaupfélags- mönnum. Var „Samvinnan“ prentuð í meir en þre- földum eintakafjölda við það, sem tíðkaðist um flest önnur tímarit í landinu. „Samvinnan“ var höfð mjög ódýr og bar sig þó fremur vel, af því að kaup- endur voru margir og innheimta í bezta lagi hjá ná- lega öllum kaupfélögum landsins. Það mátti vera öllum ljóst, að samvinnumenn höfðu góða aðstöðu til að gefa út stórt og fjölbreynt tímarit. „Samvinnan" hafði náð ótrúlega miklum kaupendafjölda, en var of lítil til að geta haft nægi- lega fjölbreytni. Hins vegar mátti byggja á feng- inni reynslu. Mér þætti sennilegt, að á nokkrum mánuðum mætti fullkomna svo hið gamla tímarit samvinnumanna að það verði hið fjöldbreyttasta, fjöl- keyptasta og fjöllesnasta íslenzkra tímarita. Hin margþætta íslenzka samvinnuhreyfing þarf að sækja fram með mikilli orku á sviði hinna andlegu mála. íslenzku kaupfélögin mega ekki láta neinn þátt þjóð- lífsins vera sér óviðkomandi. Auk þess er nú svo kreppt að ýmsum þjóðlegum rithöfundum, að þeir eiga tæplega aðgang að heppilegum málgögnum til að birta kvæði, ritgerðir og smásögur. Hefir all- mörgum slíkra manna orðið á að taka upp samstarf við útgáfufyrirtæki kommúnista og flestir um leið tapað þar sál sinni og framtíðarvonum. Kommúnist- ar stafrækja nú að verulegu leyti fjögur tímarit, eitt sem fylgir áróðursútgáfu flokksins, Rétt, Vinnuna og Helgafell. Öll miða tímarit þessi, auk blaða og bóka kommúnista, að því að læða inn í þjóðina ótrú á sjálfri sér, atvinnu sinni, menningu og framtíð. Kom- múnistar hafa málgögn sín svo mörg og í breytilegum formum til að ná til sem allra flestra lesenda. Réttur er gefinn út vegna eindreginna kommúnista. Vinnan nær til verkamanna almennt, þar á meðal margra, sem eru andvígir óþjóðlegri pólitík og byltingar- áróðri, Helgafell á að vera fyrir atburðalítinn lýð, 'sem hefur asfaltið fyrir jörð og loft kaffihúsa fyrir himinn. Samkeppnismenn hafa ekki sýnt neina rögg á sér með útgáfu tímarita til að fullnægja kröfum sinna mannmörgu fylgisveita. Kaupmenn gefa út snoturt tímarit, um þrengsta sérhagsmunamál stéttarinnar. Auk þess má telja Eimreiðina á þeirra vegum, það sem hún nær. Stækkun Samvinnunnar er gerð til að bæta úr til- finnanlegri vöntun. Samvinnufélögin eru svo fjöl- lAUDSBClKASAFN Aí Í.5B777 fSLANDS- 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.