Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Síða 13

Samvinnan - 01.01.1944, Síða 13
1. HEFTI SAMVINNAN leyti, að það var timtaurhús, samsett af miklum fjölda sundurlausra timburstykkj a. Það reyndist því mjög dýrt að reisa húsið og munu menn ekki gera sér frekari vonir um þá tegund húsa. Það er því sýnt af reynslu þeirra tveggja húsategunda, er að fram- an getur, að þótt þau séu allmjög unnin í verksmiðj- um áður en á byggingarstaðinn kemur, er skrefið of stutt, sem stigið er frá venjulegri byggingaraðferð. Það svarar ekki kostnaði. Allt öðru máli er að gegna um ýmsar aðrar teg- undir húsa, sem framleidd eru nú í stórum stíl í verksmiðjum Ameríkumanna. Eins og sakir standa eru hús þessi eingöngu framleidd fyrir herinn, her- verkamenn og verksmiðjufólk þar í landi. Þau eru gerð í stórum flekum, þannig, að heill eða hálfur húsveggur myndar eina eining, gólfhluti, þakhluti o. s. frv. Heilu íbúðarhúsi er þannig skipt niður í fáar einingar, sem setja má saman á mjög einfaldan hátt og tekur það aðeins nokkrar klukkustundir, ef vanir menn eru að verki og húsgrunnurinn áður til- búinn. Ef um er að ræða hluta af útvegg húss, er oft þannig gengið frá honum í verksmiðjunni sjálfri, að ytra og innra borð veggjarins er eins og það á endanlega að vera og einangrun á sínum stað. Til er þar einnig að öllum leiðslum sé komið fyrir í veggj - um og tengjast þær þá að nokkru sjálfkrafa þegar vegghlutarnir eru felldir saman. Meira en tvö hundruð verksmiðjur vinna nú að framleiðslu tilbúinna húsa í Bandaríkjunum einum saman. Hver verksmiðja hefur sína aðferð og efnin, sem notuð eru, eru mörg og margvísleg. Allmargar af þessum verksmiðjum framleiða timburhús ekki ólíkt því, sem Kaupfélag Reykjavíkur flutti hingað og áður getur. Þær verksmiðjur eru eign gamalla og voldugra timbursölufélaga, sem leggja höfuðáherzlu á að koma framleiðsluvöru sinni, timbrinu, á mark- aðinn í einhverri mynd, en hirða síður um að nota önnur og aðfengin efni, þótt hentugri kunni að vera. Aðrar eru fyrst og fremst húsaverksmiðjur. Þær fram- leiða byggingaefni sín með það fyrir augum fyrst og fremst, að þau fullnægi ætlunarverki sínu, eða þá að þær kaupa þau af öðrum og fer það þá eftir því, hve rík þau eru og voldug og hvað bezt þykir henta. Mjög tíðkast það nú að tilbúin hús séu gerð úr krossvið, og það jafnt ytra og innra borð. Þetta hefur orðið mögulegt vegna mikilsverðra endurbóta í kross- viðargerð. Áður var það hin veika hlið krossviðarins, hve illa hann þoldi allan raka og gekk þá af lími. Nú er hægt að líma hann svo traustlega að nota má hann i skip eða báta og þolir hann þá vatn og veður eins og eintrj áningur væri. Þynnur krossviðarins eru þá límdar saman á þann hátt, að líminu er þrýst í gegn um þær, en efni þess er gerfingur af því efni, sem bindur saman viðarsellurnar sjálfar. Krossvið- ur með þessa eiginleika er hið ákjósanlegasta bygg- ingarefni; léttur, traustur og áferðarfagur. Tilbúin hús í stórum flekum eða einingum voru framleidd í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Þýzkalandi og Englandi löngu fyrir stríðið. Framleiðsla þeirra var þó hvergi í mjög stórum stíl og hafði því enga veru- lega þýðingu í byggingarmálum þessara þjóða. Nú hefur styrjöldin opnað margar nýjar leiðir í fram- leiðslu þessara húsa, og hún hefur breytt henni í stór- framleiðslu svo afkastamikla, að til eru einstakar verksmiðjur, sem skila frá sér fullgerðum samstæðum í heilt íbúðarhús einu sinni á hverjum 40 mínútum sólarhringsins. Flest eru hin tilbúnu hús fremur lítil. Þau eru stríðsframleiðsla, þar sem allt verður að spara, sem ekki er nauðsynlegt. En framleiðendur þeirra hafa opin augu fyrir framtíðinni og þeir vilja ógjarnan þurfa að loka verksmiðjum sínum, þótt stríðinu ljúki. Það er líka fullvíst, að þörf fyrir byggingar verður geysimikil í stríðslokin, og ef athafnamáttur þjóð- anna verður ekki algjörlega til þurrðar genginn, þá er þar stórfelt verkefni fyrir höndum. Sagt er að ýmsir amerískir verksmiðjuhöldar, er nú vinna að stríðsframleiðslu, hugsi sér einnig til hreyfings í húsa- gerð eftir stríðið. Meðal þeirra er Henry Kaiser, skipasmiðurinn frægi, sem kollvarpaði öllum venju- legum hugmyndum um skipaframleiðslu og byggði skipin svo ört, að Þjóðverjar gátu ekki keppt við hann um að sökkva þeim. Ýmislegt það, sem áunnizt hefur í hraða við bygg- Frá smídi hússins í verksmiðjunni. Húsiö flutt til byggingarstaðarins. 9

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.