Samvinnan - 01.01.1944, Side 15
1. HEFTI
SAMVINNAN
KQLBEINN HÖGNASON:
SAFNIÐ LAUSAVÍSUM
Merkur, erlendur vísndamaður, sem tekð hefur sér
fyrir hendur að athuga og rannsaka alþýðukveð-
skap flestra þjóða heims, hefur látið svo um mælt,
að engin þjóð komist í þeirri grein neitt nálægt ís-
lendingum. Alþýðukveðskapurinn á íslandi standi
langtum framar öllu þess háttar, sem hann hafi
kynnzt, hvar sem er í heiminum. Að líkindum færi
það, að íslendingum þætti því mikið koma til þess-
arrar greinar menningar sinnar, hlynntu að henni
og gerðu eitthvað verulegt til þess að varðveita hana
frá óðagleymsku. Slíkt verður þó naumast talið. Að
undanskildum nokkrum mönnum, sem við þetta hafa
fengizt og fást, oftast álitið af einræningsskap og
sérvizku, má yfirleitt segja, að þjóðin sé furðu
sneydd því, nú orðið að minnsta kosti, að vilja nokkuð
gera til þess að hlynna að þessari sérkennilegustu
menningargrein sinni og vernda frá gleymsku sumt
af því, sem hún hefur sérkennilegast alið fyrr og síð-
ar. Enginn veit um það, hvað mikð hefur glatazt og
glatazt enn af því, sem er fyllilega sambærilegt við
það, sem hampað er og mjög á lofti haldið með þjóð-
inni. Víst er um það, að sumir menn, sem nú eru
komnir til fullorðins ára, heyrðu ýmislegt þess háttar
af vörum gamals fólks, alþýðuvísur og önnur ljóðmæli,
sem þeir hafa hvergi síðan heyrt eða séð á prenti. Sá,
er þetta ritar, harmar það að hafa ekki í tæka tíð
haft vit á því að skrifa upp til varðveizlu sumt það,
frágangssök. Hins vegar virðist engin ástæða til, að
við gætum ekki framleitt okkar tilbúnu hús sjálfir.
Við gætum fengið hin nauðsynlegu efni frá öðrum
löndum. Sennilega gætum við einnig fengið að láni
þá framleiðsluhætti, er okkur hentaði bezt, fyrir
ákveðið gjald. Verksmiðjurnar gætum við byggt og
keypt vélar og tæki. íslenzkir bændur hafa myndað
sér öflugt viðskiptakerfi, þar sem eru kaupfélögin og
Sambandið. Það væri að sjálfsögðu eðlilegast að þeir
fengju þessi samtök sín til að setja upp verksmiðju
fyrir tilbúin hús, þegar það er tímabært. —
Tilbúnu húsin koma, Með tíð og tíma verða þau
er hann heyrði hjá gömlu fólki, sem nú er löngu liðið,
og hann hefur hvergi séð eða heyrt síðan. Svipað þessu
hygg ég að margur muni geta sagt.
Sú grein alþýðukveðskapar íslendinga, sem einstæð-
ust er og sérkennilegust og mest og breytilegast hefur
verið kveðið undir, er án efa ferskeytlan. Ef nokkuð
er þjóðaróður íslendinga, er það hún með öllum þeim
hátta afbrigðum, sem út frá henni hafa kvíslast.
Samvinnan hyggst í framtíðinni að hafa dálítið
rúm fyrir alþýðukveðskap og þá sérstaklega fyrir þann
gamlan og nýjan, sem hefur ekki áður birzt, en sér-
kennilegur er. En til þess að þetta megi takazt, þarfn-
ast hún aðstoðar þjóðarnnar sjálfrar. Heitir hún nú
á gott fólk og áhugasamt að veita sér aðstoð til þessa.
Má það verða með þeim hætti, að fólk sendi henni
sérkennilegar, vel gerðar vísur og samkveðlinga, gamla
og nýja, sem líklegt er að hafi ekki áður birzt. í mörg-
um tilfellum væri nauðsynlegt, að lesmál fylgdi til
skýringar á tildrögum vísna, ef til væri. Þótt ekki verði
birt af þessu nema það, sem sérkennilegast er, vænti
ég þess, ef þjóðin vildi leggja lið sitt til, að með
nokkrum tíma mundi þetta verða álitlegt safn, er
þætti minnis vert síðar. Allt þess háttar af betra tagi
mun með þökkum þegið, sent í bréfum árituðum:
SAMVINNAN, Reykjavík.
hagkvæm kaup alþýðumanna og sjá henni fyrir marg-
víslegri, fullkomnari og ódýrari þægindum en við
getum nú látið okkur dreyma um. En við vitum ekki
hvenær þetta verður. Þess vegna verðum við að lifa
lífi okkar og ráðstafa athöfnum okkar og fram-
kvæmdum með þeim gögnum og gæðum, sem við nú
ráðum yfir. Tilbúnu húsin tilheyra ennþá framtíð-
inni, að því leyti sem okkur við kemur. Þau eru þátt-
ur í þeim efnislegu framförum, sem í vændum eru.
Þeim framförum tökum við á móti eins ört og skjótt
og skynsamlegt er — en ekki fyrr.
11