Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Síða 21

Samvinnan - 01.01.1944, Síða 21
1. HEFTI SAMVINNAN r Ur ferdabók Sveíns Pálssonar Hinn 10. sept. 1793 kom Sveinn Pálsson að Skaftafelli í Örœfum á rannsóknarferð sinni um Skaftafellssýslur. í ferðabók sinni minn- ist Sv. P. á Jón Einarsson bónda i Skafta- felli, og er auðheyrt, að honum hefur fund- izt mikið til um gáfur hans og sjálfsmenntun. Bóndi sá, er nú býr á jörðinni heitir Jón Einarsson, og hafa forfeður hans hver fram af öðrum í 8 ætt- liði setið jörðina, sem er konungseign. Þessi ágæti, aldurhnigni bóndi er mér næsta minnisstæður, því að ég þekki varla hans jafningja meðal alþýðu manna. Það er alls ekki svo sjaldgæft á íslandi, sem aðrar þjóðir ætla, að fyrirhitta bændur, sem eru víðlesnir i sögu og innlendum lögum, meira að segja í ver- aldarsögu og landafræði, kunna biblíuna spjalda á milli, skrifa ágæta rithönd og smíða jafnvel úr dýr- um málmum, — en hitt hefði ég nærri því svarið fyrir, að ég mundi rekast þarna á réttan og sléttan bóndamann, er af eigin ramleik og ástundun, hefði þegar í æsku aflað sér kunnáttu í latneskri, grískri og hebreskri málfræði með því móti einu að fá þess á tindi í Súlutindum frá vörðu á sandinum. Tindur- nnn virtist ná svo sem mannhæð yfir jökulinn (þótt vitanlega hafi það verið miklu meira í raun réttri), en í vor, sem leið, var hann algerlega horfinn. Sá kýl- ingur er hvergi kominn fram við jökulbrún, en þó vantar lítið til á einum stað í austurbrún hans. Þegar eg fór síðustu póstferð 16. þ. m., var komið vatn nokkurt i kvísl, rétt austan við miðsandinn. Sú kvísl er vanalega ekki nema sem stór bæjarlæk- ur, og það, þótt rigningatíð sé, þegar allt er með felldu. Nú var þarna æði stór áll, svo að eg varð að fara talsvert út með honum til að komast yfir hann. Þó að mér þætti liturinn á vatninu ekki benda til þess, að um Skeiðarárhlaup væri að ræða, var eg samt ekki óhræddur um, að verið gæti, að þarna ætlaði að koma vatn, eins og komið hefir þarna áð- ur hálfu öðru ári fyrir Skeiðarárhlaup, og hefur það vatn varað 4—5 vikur og verið illfært yfirferð- ar. En svo var nú ekki í þetta sinn. Þegar ég fór til baka, var það að mestu orðið eðlilegt. Komst eg að því, að lón, sem er uppi við jökulinn, og kvíslin kemur úr, hafði rifið sig fram, vegna rigninganna þá undanfarið. Hafði vaxið svo í, að það náði að grafa sig fram. Þegar Grænalón hljóp næst-síðast, stóð hlaupið yfir í 15 daga, en heldur skemur næst á undan. konar bækur að láni hjá öðrum og spyrja sig fram við sérhvert tækifæri. En hvað megnar ekki meðfædd námslöngun, og reyni aðrir að bæla hana niður, virð- ist hún oft vaxa að sama skapi. Þýzku og dönsku skildi hann prýðilega og hafði auk þess lagt sig eftir nauðsynlegustu handlækningum, blóðtöku og sára- lækningum, ásamt grasafræði, að svo miklu leyti sem unnt var af bókum, áður en Linné-kerfið kom til sögunnar, án munnlegrar tilsagnar. — En aðal- iðja hans voru samt smíða- úr járni, tré og látúni, og hefur hann tekið smíðagáfuna í arf frá forfeðr- um sínum, einkum föðurnum, sem Eggert Ólafsson minnist á í Ferðabók sinni. Hann var skytta ágæt og hafði sjálfur smíðað sér byssu. Lásinn og hlaupið var úr eir, aðeins fjaðrirnar úr stáli. Hlaupið var h. u. b. ein dönsk alin að lengd, og allur var frágangur- inn mjög snotur. Auk þess hafði hann ásamt bróður sínum, sem var látinn, smíðað vagn á fjórum hjólum, sem var þannig útbúinn, að einn hestur gat hæglega dregið hann, þótt tuttugu venjulegir hestburðir væru settir á hann. En eftir að bróðir hans dó um örlög fram, þvarr áhugi Jóns og kjarkur til að fullgera þessa sem fleiri aðrar gagnlegar uppgötvanir. Þeir, sem vilja og geta spreytt sig á því að ganga á há- fjöllin á þessum slóðum til að fá útsýn yfir þau, gera réttast í því að hafa bækistöðvar sínar í Skaftafelli, því að þaðan er skammt til Öræfajökuls. Af hátindi hans, er heitir Hvannadalshnúkur, sést sjálfsagt yfir allt jökulsvæðið, að minnsta kosti sunnan til. (Þess má geta, að afkomendur Jóns Einarssonar búa ennþá í Hæðum í Skaftafelli). AÐALFORINGI NORÐMANNA skilnaðarárið 1905, Christian Michelsen, skipaeigandi og útgerðarstjóri, var maður þéttur á velli og þéttur i lund. Björnson hafði um langan aldur verið aðsópsmesta skáld Norð- manna, og má nœrri geta, að honum hafi verið mikið niðri fyrir skilnaðardagana, þegar heita mátti, að örlög norsku þjóðarinnar léku á þrœði. Norðmenn hafa gert ógleymanlegan mismuninn á þessum höf- uðkempum sinum, skáldinu og stjórnvitringnum, með eftirfarandi smásögu: Daginn, sem Michelsen lýsti yfir því í Stórþinginu, að sambandinu við Svíþjóð vœri slitið, hittast þeir Björnson á förnum vegi. Björnson víkur sér þegar að Michelsen og segir með miklum vígamóði: „Nú gildir það að halda saman.“ Michelsen laut að Björn- son og svaraði með sinni mikilúðlegu og hásu rödd: ,,Nú gildir það að halda SÉR saman.“ 17

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.