Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Side 26

Samvinnan - 01.01.1944, Side 26
SAMVINNAN 1. HEFTI JtoCBetmt ^ögrtasort: Jafn eölileg barst sem óljúf mér ein útvarpsfrétt petta kvöld, er rýmt úr vegi meö valdi er frá Vedersö kirkjunnar höld. Þar höfuö Skírarans heimtir enn sá Heródes svikamáls, er sér ekkert ráö viö sannleikans menn nema sax eöa skot í háls. Og samkvœmt áœtlun einni gekk sú útrýming, kalt og hljótt. Þar rangsleitnin ennpá ósk sína fékk, er oröin hans pögnuöu skjótt. En gleymd munu naumast öll pau enn, pótt ofbeldis skipi stjórn. Nú hrífa pau fyrst pá liálfvolgu menn, er hafa pau kostað fórn. Hann einkenni Skírarans átti flest og álíkt var pjóð hans stödd, hann vakti yfir henni í voöanum mest og varö hennar sterkasta rödd. Jafn geiglaus viö ÞjóÖverjans prœlatök sem polinn að brýna hennar dáð, er hlífðarlaus sagði fram sannleikans rök og svikarans fyrirleit náð. En til pess var sannleikur sendur á jörö aö segðist hann hverja stund, er ofríki, hrœsni og eymd héldu vörð um alla hans móðurgrund, pví svívirðing fannst honum pögn um pað, sem pandi út lyginnar völd, og pess vegna er skráö nú með blóði hans blað á bókfellið mikla í kvöld. Þeim kúgurum pýzku var klerksins mál sem kvalir á glóandi rist. Þeir byssurnar skóku og brýndu stál, er boöaði hann réttlœti — og Krist. Þeir brugðu stingjum og hertu haft og hótuðu dýflissunótt, en óttuðust mest pó hans einstœða kraft, sem afmá varö hljóðlega og fljótt. Þá opnast — og jafnvel upp á gátt fyrst augu hins hvarflandi manns, er smánar meistarans sigrandi mátt, en smjattar á oröum hans, er óréttur heimtar sitt óskagjald, að ofbeldisverk séu drýgð. Þótt orö ráöi mætti, pau eiga fyrst vald, ef eru pau fórnum vígð. Þar sést að ei hæfir af hálmi visk mót haröýögi porparans, að flatmaga ei stoöar með flesk á disk viö flœröarmál kúgarans. Þótt dæmi hann, ógni og drepi um skeið, slíkt dugar til lengdar ei hót, að síðustu allt fer á eina leið: hans eigið vopn snýst honum mót. En petta er undriö við sannleikans sáð, er sýnist pað dautt — og frá, og ofbeldið hefur ósk sinni náð, að uppreisn pess byrjar fyrst pá. Er Norðurlönd frjóanga sigursins sjá af sæöi hins einstœða klerks, mun Þjóðverjans hroki hefndina sjá af heimsku síns spilltasta verks. Því hneyksli pessu er hefndin vis, sem hita mun danskri storð. í fegurö meiri og fylling rís hiö fórnandi máttarorö. Þá blóð hans ei runniö til einskis er, pótt yrði pögguð hans rödd, er harmandi pjóð upp herör sker, sem hrelld er í nauðum stödd. 22

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.