Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Qupperneq 33

Samvinnan - 01.01.1944, Qupperneq 33
1. HEFTI SAMVINNAN sveitalífinu og að vissu leyti líf- taug þess í meira en þúsund ár. Svo komu bílarnir. Vegakerfið þandist yfir landið. Að lokum komu orlofslögin, sem gerðu ráð fyrir, að þúsundir manna úr þétt- býlinu við sjóinn yrðu að ferðast um landið á sumrin. Um sama leyti stórfækkaði fólki á sveitaheimil- um fyrir áhrif stéttaliðsmunar í landinu. Þörfin fyrir gistingu í sveitum var margfölduð. Aðstað- an til að taka á móti gestum á sveitaheimilum var orðin svo tak- mörkuð, sem mest mátti verða. Fyrr gátu sveitaheimili tekið á móti gestum, sem komu fáir saman og oft með löngu milibili. Þá var gestamóttakan oft engu síður kær- komin heimafólkinu en gestunum. En hvernig eiga einyrkjaheimili að taka á móti einni eða jafnvel mörgum bifreiðum, fullum af fólki? Úr þessu verður ekki bætt nema á einn veg. Heimili í sveitum og bæjum hætta að vera gististaðir ókunnugra manna. í stað þess verða að koma almennir gististað- ir og helzt með föstu skipulagi, sem nær yfir landið allt. * * * Kaupfélag Eyfirðinga er nú að ljúka við stækkun á gildaskála sínum. Er þar bætt við mörgum gestaherbergjum. Þetta er stórt spor í rétta átt. Félagsmenn í þessu stóra kaupfélagi eiga stöð- ugt erindi til Akureyrar, einir eða með sínu fólki. Kaupfélagið hefur bætt við nýjum starfsgreinum með ári hverju, ætíð með það fyrir aug- um að bæta úr þörfum félags- manna. Hér er bætt úr brýnni þörf Eyfirðinga. En hér þarf meira með. Akureyri er höfuðstaður Norður- lands. Þangað koma margir lang- ferðamenn. KEA er stærsta fjár- málafyrirtæki í bænum. Með gisti- húsbyggingu sinni leysir það í einu á myndarlegan hátt úr vandamáli félagsins og Akureyrarbæjar. En það sem KEA gerir á Akur- eyri, verða önnur kaupfélög að gera víða annars staðar á landinu. Það er að bæta úr gistihúsþörf félagsmanna í verzlunarstöðunum. Þetta geta félögin gert smátt og smátt. Þau hafa leyst úr meiri vanda. Félagsmenn þurfa að finna, að þeir eiga ekki einungis sína verzlun, heldur líka sitt sameigin- lega heimili í kaupstaðnum. En verkamannasambandið verður að gæta þess, að það er ekki nóg að samþykkja, að allir félagsmenn þess séu skyldir til að ferðast. Þeir verða að hjálpa til að skapa sér og sínum viðunanlega gististaði, hvarvetna um land, þar sem þess er þörf. En að lokum koma erlendir ferðamenn eftir stríðið. Með bætt- um samgöngum á sjó og í lofti munu slíkar heimsóknir mjög fara vaxandi. Það er ekki hægt að mæta þeim heimsóknum með al- gerðu hirðuleysi. Þar liggur sæmd þjóðarinnar við. Ég hefi orðið var við, að mnnn í núverandi ríkisstjórn og sumir af ráðunautum þeirra hafa látið sér koma í hug, að efna til sjóð- stofnunar í sambandi við hinar miklu byggingarþarfir í sambandi við gistihússkortinn. Hefir verið talað um að afla þeim sjóði tekna með föstum veitingaskatti og ferðastofugjaldinu, en nota tekjur sjóðsins síðan á ýmsan hátt til að greiða fyrir skipulegu gistihúss- haldi í landinu. Á sumarþinginu 1913 var borið fram frumvarp til laga um girðing- ar. Komu fram margar breytinga- tillögur og varð mikið þóf um af- greiðslu málsins. Greinir þessi vísa frá þeim vandkvæðum: Fáum er nú gata greið gerð í þingsölunum, — þeim er orðin erfið leið út úr girðingunum. M etf é Svo bar við á Finnsstöðum í Ljósavatnshreppi, að tvævetur ær eignaðist 4 lömb síðastliðið vor. Burðinn bar að með nokkuð sér- stökum hætti. Fyrst fæddust tveir hrútar á eðlilegan hátt með eðli- legu millibili. Lömbum þessum heilsaðist vel fyrst, og komust þau á spena, og datt engum í hug, að ærin mundi eignast fleiri lömb, enda þykir gott að fá tvö lömb eftir tvævetlu. En fullum 36 stund- um síðar fóru að sjást þess merki, að ærin ætlaði ekki að láta við svo búið standa, og bar hún þá tveimur lömbum í viðbót, hrúti og gimbur, einnig með eðlilegu milli- bili, eins og um tvílembinga væri að ræða. Síðasta lambið (hrútur), var nokkru minna en hin, en þau voru svipuð frekar smáum tví- lembingum að stærð. Eftir tvo daga dó þó einn hrút- urinn, annar sá, sem fyrr fæddist. en hin lömbin lifðu öll og gengu undir ánni í sumar. Einu þeirra var þó gefin mjólk úr pela fyrst fram- an af, þangað til að það var far- ið að geta kroppað. Lömbunum var öllum fargað í haust, og gerðu þau til samans 34 kg. kjöts. Eitt 12 y2 kg., annað 11 kg. og hið þriðja 10y2kg. Ærin sjálf var mjög þokkaleg útlits. 29

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.