Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 3
SAMVINNAN 8. hefti 9IARZ 1944 XXXVIII. árg. JÓNAS JÓNSSON: Allt verður Tvær stefnur eru nú ráðandi í atvinnuháttum landsmanna. Annars vegar er upplausnarstefnan, sem vill leysa upp heimilin, gera móðurmálið að út- lenzku blendingi, þrengja að landbúnaðinum þannig, að byggðin leggist í auðn, og breyta persónu- og stjórnfrelsi landsins í austræna kúgun. Talsmenn upplausnarinnar fullyrða, að atvinnulífið þurfi ekki að bera sig, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, með- an verið sé að eyða því, sem þjóðin hefur nú handa milli. Hin stefnan er sjálfbjargarhreyfingin. Hún er jafn gömul og þjóðin sjálf. Samvinnufélögin ís- lenzku hafa frá byrjun og fram á síðustu tíma byggt á þessum grundvelli. Upplausnarstefnan hefur mjög ó- víða og þá aðeins að litlu leyti náð til kaupfélaganna. Kjörorð samvinnumanna hefur bæði í orði og verki verið hin einfalda gamla regla: „Allt verður að bera sig“. Aðstaðan í landinu er nú á þann veg, að báðar eng- ilsaxnesku þjóðirnar hafa af styrjaldarástæðum gold- ið margfalt verð fyrir íslenzkar sjávarvörur og fyrir vinnu fyrir setuliðið. Af þessu og ýmsum óheppilegum aðgerðum nokkurs hluta þjóðarinnar hefur skapazt í landinu fordæmalaus dýrtíð. íslendingar eru nú ekki samkeppnisfærir á frjálsum markaði með nokkra tegund framleiðslunnar í landinu. Sjávarvörur, land- búnaðarvörur og íslenzk iðnaðarframleiðsla eru ósam- bærilegar við sams konar framleiðslu í þeim löndum, sem verða keppinautar íslands um leið og stríðið hættir og frjáls viðskipti hefjast milli þjóðanna. Rekstur Eimskipafélagsins er glöggt dæmi í þessu efni. Félagið tapar stórfé árlega á rekstri sinna eigin skipa, en græðir til stórra muna á enskum og ame- rískum leiguskipum, sem stjórnir Bandamanna hafa af góðvild lánað íslendingum meðan stríðið stend- ur. Ef friður væri saminn á morgun, myndi Eimskipa- félagið geta lagt nokkrar miljónir króna fram til að að bera sig byggja eitt eða tvö skip með þessum gróða af erlendum lánsskipum. En að óbreyttri dýrtíð myndu hin nýju skip engu að síður ekki verða samkeppnishæf við siglingaflota nágrannaþjóðanna, af því að daglegur reksturskostnaður íslenzkra skipa er miklu hærri en í öðrum löndum. Menn, sem einna bezt bera skyn á siglingamálefni íslendinga, gera ráð fyrir, að eftir stríðið muni koma tímabil, þegar íslenzku millilanda- skipin liggja bundin við hafnargarðinn í Reykjavík, en vörur verða fluttar hingað í erlendum skipum. Dýr- tíðin hefði þá stöðvað íslenzkar millilandasiglingar á þann hátt, sem hvorki getur talizt til gagns eða sóma fyrir þjóðina. En það, sem hér er til getið um siglinga- málin, mun eiga við um allan íslenzkan atvinnurekst- ur, ef ekki verður unnin bót á dýrtíðinni. Sú aðstaða, sem íslendingar hafa notið síðan styrj- öldin byrjaði, hefur leitt til óvenjulegrar fjársöfnun- ar. Meginhluti allra skilvísra borgara í landinu hefur greitt gamlar skuldir að mestu eða öllu leyti. Inn- stæður landsmanna í sparisjóðum, bönkum og verð- bréfum hafa aukizt á stríðsárunum svo, að nemur nokkrum hundruðum miljóna. Sú fjárhæð, svo og innieign þjóðarinnar í bönkum erlendis, er eign tug- þúsunda af íslendingum, í hverri byggð og hverjum bæ á íslandi. Ef engin veruleg breyting yrði í þessu efni þann tíma, sem eftir er af styrjöldinni, myndi ís- lenzka þjóðin að ófriðarlokum vera tiltakanlega efn- uð, miðað við mannfjölda. íslendingar gætu notað þá fjármuni á skynsamlegan hátt til að bæta úr kyrr- stöðu atvinnuveganna á undangengnum árum, og til mikilla umbóta í landinu. Hér vantar aukna ræktun, verksmiðjur til að undirbúa stór ræktarlönd, ný veiðiskip, stóraukinn millilandaflota, bættar sam- göngur innanlands, raforku til allra byggða og býla á landinu, stórbættan húsakost og fjölgandi heimili í landinu, svo að ekki sé fleira talið. En enginn af 71

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.