Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 7
3. HEFTI
SAMVINNAN
En þessi ytri fegurð torfbæjanna hvarf smátt og
smátt, og ekkert kom í staðinn, sem jafngilt gæti
henni. A3 vísu hafa á síðari árum verið reist víða
um sveitir hentug nýtízku steinsteypuhús á tóftum
gömlu bæjanna, en þó var sem staðurinn yrði þá um
leið eyðilegri en áður og hin sementsgráu einlyftu
hús vantaði lífrænt samband við umhverfið. Öll hin
gamla fegurð og samræmi var að mestu horfið, þrátt
fyrir vandaðan frágang hinna nýju bygginga.
*
Þegar kaupstaðirnir komu svo til sögunnar, varð
mörgum bóndanum það á að reisa sér tvílyft stein-
steypuhús eftir kaupstaðarfyrirmynd, sem standa
sums staðar sviplaus, grá og köld, ein sér í strjálbýl-
inu, — kaupstaðahús, sem engir tækju eftir, að væru
sérstaklega ófögur í hvirfingu kaupstaðanna, þaðan
sem fyrirmyndin var tekin.
Forsendur fyrir byggingu í kaupstað og sveit eru
hinar ólíkustu, og má þar engu blanda saman, sakir
allrar aðstöðu og umhverfis. Eins fráleitt og það væri
að byggja lágreistan burstabæ inni í þéttbýli marg-
lyftra kaupstaðarhúsa, jafn fráleitt er, undir flestum
kringumstæðum, að byggja fleirlyft kaupstaðahús
á rústum torfbæjarins. Þarfir kaupstaðarbúans og
bóndans, hvað húsakost snertir, geta ekki samrýmst,
og verður hvor um sig að miða byggingaþarfirnar
við ólíkar aðstæður. En hvort tveggja þarf að upp-
fylla sömu kröfur um fegurð og hentugt skipulag.
Hér er mikið og erfitt leiðbeiningarstarf, sem bíður
ráðamanna um byggingu íslenzkra sveita. Skipulag
og eftirlit með byggingu bændabýla er sízt ónauð-
synlegra en í margbýli bæja og borga, og enn skortir
byggingarsamþykkt fyrir íslenzkar sveitir og aukin
afskipti hins opinbera.
Bústaðir sveitanna þurfa að eiga sér markaðan
byggingarctíl. sem samræmi eins vel og unt er að
húsið sé fagurt hið ytra, falli vel í náttúru íslenzkrar
sveitar og sé hentugt til íbúðar. Hafa forstöðu-
menn byggingar- og landnámssjóðs nýlega efnt til
hugmyndakeppni um íslenzk sveitabýli, og er það
vel. Er þess að vænta, að hinir mörgu húsameistarar
landsins sinni þessu tækifæri til þess að koma fram
hugmyndum um íslenzkt bændabýli, sem styðjast
mætti við.
*
Eftiröpun kaupstaðahúsa í sveitum er til allrar
hamingju mjög að hverfa, og gefur það vonir um, að
endurbyggingartímabil, byggt á aukinni smekkvísi
og öruggum afskiptum sérfróðra manna, sé að byrja.
Martröð hinna kaldranalegu steypuhúsa í strjál-
býlinu eftir kaupstaðafyrirmynd, var millibilsástand,
Guðfinna frá Hömrum:
j^u//na czu^/lci//í/
Þú vissir það ei, þig gisti í gœr
hið gullna augnáblik.
Frá tímanna djúpi bylgja barst
að brjósti þér Ijós og hvik.
En sjón þín var haldin og heyrnin með
við hversdagsins önn og ryk.
Það örlögum réð, að sál þín svaf,
er sptti þig heim sú stund,
því áldan, er faldar geislum guðs
um gœfunnar bláu sund,
hún hnígur aðeins eitt einasta sinn
á œvi þinnar fund.
í morgun váknaði vera þín
í vitund um hjartans töp,
því nóttin átti sér engan draum
en ótál stjarna hröp.
Þá fannst þér auðlegð, sem önnin gaf,
vera illrá norna sköp.
Með þögulum trega telurðu nú
hvert tímans bylgjuslag.
Nú stillir ei himinn hörpu meir
við hafsins undrálag.
Það augnáblik, sem var gullið í gœr,
er grátt eins og vofa í dag.
Ég hvísla óði í eyra þér
um œskunnar týndu sýn.
En Ijóð mitt á framar engin orð
og engan tón, sem skín.
Þú vissir það ei: Þetta augnáblik
var eilífðin mín og þín.
sem er samfara hverri byltingu og nýrri þróun í
byggingarsögunni. Það má teljast, að hin síðari ár
sé að hefjast hér hjá oss endurfæðingartímabil, jafnt
jákvæðra starfa, að byggingarmálum, svo að við hrös-
í byggingu sveita sem kaupstaða landsins. Er það
nauðsynlegt að virkja öll þau öfl, sem líkleg eru til
um sem minnst á þeirri braut. Þjóðin er ekki þannig
efnum búin, að hún megi við mistökum eða ónógum
leiðbeiningum á þessum sviðum.
íslenzki bóndinn á að skila sveitinni aftur því sam-
75