Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 23
3. HEFTI SAMVINNAN uÁý'arnl úr /yóAúini,- . 03 ílafbir &toxmax crða ... eftir ROSE WILDER LANE Þetta er landnemasaga frá sléttununum í Dakota. Hún er dæmi um áræði, þrautseigju og óbilandi viljaþrek til að eignast heimili og örlítinn blett af þessari jörð. Sagan er talin meðal beztu landnemasagna, enda hefur hún hlotið geysimiklar vinsældir í Ameríku. Kjarni sögunnar er hér þýddur úr Readers Digest, jan. 1944. MEÐAN þau voru börn og léku sér saman, sögð- ust þau ætla að giftast, þegar þau væru orðin stór, og þegar þau voru orðin stór, giftu þau sig. Karólínu fannst það ganga ævintýri næst, að hún skildi fá slíkan mann sem Karl. Hún var hæglát, uppburðarlítil og ekki tiltakanlega lagleg, en hann var glaðlyndur og frjálsmannlegur, djarfur veiði- maður, dansaði með ágætum, lék á fiðlu og lét hvergi hlut sinn í handalögmáli. Þegar þau giftust, var orðið lítið um gott ræktun- arland í grennd við heimabyggðina. En vestur lengra var ónumið land, og var það sagt frjósamt, sléttlent og skóglaust, svo að ekki þurfti að ryðja, áður en ræktun gæti hafizt. Þess vegna leituðu þau í vestur- átt. Faðir Karls var maður ósínkur, og hann átti sex syni yngri en Karl. Hann var líka maður vel stæður. Karli bar eiginlega að vinna hjá honum til 21 árs aldurs, en faðir hans lét honum eftir tvö síðustu ár- in. í ofanálag gaf hann honum vagnhestana og vagn- inn, sem hann hefði átt að fá fyrir vinnu sína, ef hann hefði verið kyrr, þangað til að hann var 21 árs. Foreldrar Karólínu gáfu henni tvö teppi, tvo svæfla með villigæsafiðri, suðupott, pönnu og kryddglas. Þau gáfu henni líka svínslæri, osthleif, tvo sykur- toppa og kvæði Tennysons í grænu skinnbandi, gyllt á sniðum og myndum prýdd. Hún tók með sér ábreið- una sína, sem hún hafði sett saman úr alls konar smápjötlum. Svo að þau voru vel úr garði búin, er þau héldu af stað. Þau gátu varla gert sér grein fyrir, hvort betra var og ánægjulegra að aka lengra og lengra vestur, um ókunna stigu á daginn, eða setjast að við bálið að kvöldi dags. Karl greip þá fiðluna og spilaði, hest- arnir voru á beit rétt hjá, loftið var ljúft og hressandi, en yfir hvelfdist alstirndur himininn. Að áliðnu kvöldi faldi Karólína eldinn, Karl tjóðr- aði hestana vandlega og svo gengu þau til hvílu í vagninum. Á degi hverjum skaut Karl dýr eða fugla til matar. Þegar þau skorti hveiti eða te, gerðu þau hlé á ferð- inni um stund í einhverri nýlendunni og unnu sér fyrir því, sem þau skorti. Það var orðið áliðið sumars, er þau komu vestur á slétturnar miklu. Karl fór í vinnu við járnbraut- ina með hesta sína. Jafnframt sagðist hann ætla að svipast um eftir góðu bæjarstæði, en á meðan varð Karólína að dveljast í verkamannaskýli við járn- brautina. Það var fjölgunar von hjá þeim, og Karl þurfti á skildingum að halda. Skýlin, sem reist höfðu verið yfir þá, sem unnu að því að koma járnbrautinni áfram vestur á bóginn voru harla fyrirferðarlítil á hinni geysilegu flatneskju. Þar var svefnskáli, eldaskáli og birgðageymsla. Frú Baker og systir hennar, sem önnuðust eldamennsk- una, voru brosmamiklar og háværar, svo að Karólína kunni illa við sig í sambýli við þær. Karl byggði þá dálítinn torfkofa handa henni. Hann stakk hnausa úr seigri grasrót, og hún hjálpaði honum til að hlaða veggina. Svo strengdu þau strigaþakið af vagninum yfir tóttina og þöktu með stórgerðu grasi til varnar bíða, að hægt verði að hefjast handa um byggingu „hallarinnar" og væntanlega verður einhver undir- búningur hafinn þegar á næsta sumri. En það er f frumskilyrði fyrir framtíðarstarfi félagsins, að það hafi hentugan samastað fyrir starfsemi sína og standi þar ekki langt að baki hinum félögunum, sem öll hafa hin glæsilegustu heimkynni á sögufrægum stöðum. Að stríðinu loknu mun verða hafizt handa á ný um samvinnu frændþjóðanna á Norðurlöndum, þar sem frá var horfið og vafalaust verður sú samvinna, sem milli þessara þjóða skapast eftir stríðið, miklu víðtækari og nánari en áður var. Þess vegna eigum vér að gera allt sem hægt er til þess að geta þá tek- ið virkan þátt í þeirri samvinnu, sem fullgildur aðili, að vísu minnsti bróðirinn í norrænu þjóðafjölskyld- unni, en með sömu réttindum og sömu skyldum. í þeirri staðföstu trú og raunar vissu, að oss íslending- um sé ekkert samfélag hollara og ekkert hættuminna en samfélagið við hinar norrænu bræðraþjóðir, skulum vér nú sameinast um að undirbúa þátttöku vora í öflugu og margþættu norrænu menningar- samstarfi, að stríðinu loknu. Guðl. Rósinkranz. 01

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.