Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Page 10

Samvinnan - 01.03.1944, Page 10
SAMVINNAN 3. HEFTI mjög smár. Traust vikursteypa tekur vel viö múrhúð- un og heldur henni fastri, en nauðsynlegt er að blanda rakavarnarefni í alla múrhúðun utan húss, svo að al- R-steinahús hafa gefizt vel, þar sem vinnubrögð hafa verið góð, og þau hafa reynzt hlý. Aukin einangrun mundi þó verða til bóta, þar sem einangrunarhol gjörlega sé tryggt, að vatn komist ekki inn í veggina, Mikillar varúðar þarf einnig að gæta um allan frá- gang glugga, vegna áleitni vatns og veðra. Enn mun það yfirleitt siður, að útveggir, gerðir úr venjulegum 24 cm. vikurholsteinum, séu múrhúðaðir utan og innan, og sú einangrun látin duga, sem veggir þessir veita. Sé um beztu tegund vikurholsteina að ræða, og veggir eða steinar eru gegnþurrir (sem sjaldnast er), getur einangrun þessi nægt þar, sem upphitun er í bezta lagi. Þrátt fyrir það ætti aldrei að láta þessa einangrun duga. í loftslagi því og tíðarfari, sem við eigum við að búa, er það hin mesta fásinna að tefla á tæpasta vað um einangrun, þar sem ekki eru gerðar miklar kröfur til upphitunar og raka- hætta í húsum er mjög mikil, ef einangrun er ekki góð. Vikurveggi ætti aldrei að múrhúða innan. í stað þess á að klæða þá með veggjaplötum úr trétexi, mas- oniti, cellotexi, asbesti eða öðru þess háttar efni, sem neglt er á þunna lista. Með plötum þessum, sem síðan má mála eða veggfóðra, fæst dýrmæt aukin einangr- un, en veggirnir að baki þeirra eru ólokaðir og fá tækifæri til að þorna og batna að einangrunarhæfni á þeim langa tíma, sem til þess þarf. Hver fermetri í veggplötum þessum er nálægt því helmingi ódýrari en venjuleg múrhúðun á jafnstórum fleti, og geta menn því með þessu sparað sér fé, auk þess að þeir fá betri hús. R-steinarnir, sem bera nafn af lögun sinni, hafa aðallega verið framleiddir á Akureyri og mikið not- aðir þar og í nærsveitum, en vikursteinarnir í Reykja- vík og í sveitum og þorpum á Suðurlandsundirlendi. Úr R-steinum eru hlaðnir tvöfaldir veggir, en tróðhol fyllt mómylsnu og múrhúðað síðan á báða vegu. Ensk steypumót. Fullsteyptur steinn á botnfjöl. þeirra er í minnsta lagi og verður ekki aukið, að stein- unum óbreyttum. Vegna lögunar sinnar henta R- steinar betur verksmiðjuiðnaði en handavinnu, en þeir eru fremur þunnir og af óreglulegri lögun, og því er vandfarnara með þá en steina af einfaldari gerð- um. Þá vík ég síðast máli að einföldum múrsteinum af þeirri gerð, er Klemenz á Sámsstöðum notar, og framleiddir hafa verið í heimahúsum víðsvegar um landið, en hvergi í stórum stíl. Steinar þessir eru tví- mælalaust af þeirri gerð, sem bezt hentar heimilis- iðnaði. Þeir eru einfaldir og sterkir. Úr þeim má hlaða einfalda eða tvöfalda veggi með litlu eða stóru einangrunarholi eftir því, sem við á. Þegar þeir eru fullharðir má geyma þá úti, hvernig sem viðrar, án þess að þeir bíði af því nokkurt tjón. Jóhann Kristjánsson, húsameistari, hefur manna mest hvatt menn til að steypa og nota þessa steina 78

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.