Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Síða 25

Samvinnan - 01.03.1944, Síða 25
3. HEFTI SAMVINNAN þegar byljirnir voru sem verstir, gat Karl með naum- indum brotizt til hlöðunnar og heim aftur. Hann strengdi kaðal frá bæjargötunni að hlöðudyrunum til þess að villast ekki í hríðarkófinu. Karl smíðaði vöggu úr tveimur umbúðakössum. Hann skóf viðinn með broti úr lampaglasi, unz hann var orðinn eggsléttur, og á höfðalagsgaflinn skar hann tvo fugla og hreiður, Það logaði glatt á stein- olíulampanum, þægilegan hita og ljúfan matarilm lagði frá eldstæðinu. Þá tók Karl fiðluna sína upp úr kassanum, spilaði og söng og sló takt með fætin- um eftir hljóðfallinu.' Á Þorranum sást hvergi á dökkan díl í hinu þegj- andalega umhverfi. Karólína var komin langt á leið og orðið þungt um hreyfingar. Þó að veður væri oft gott til veiða, vildi Karl aldrei láta hana vera lengi eina. Á þessum endalausu snjóbreiðum, þar sem eng- in lífsmerki sáust, nema stöku slóð eftir klær villi- dýranna, var engrar hjálpar né griða að vænta. Karólína reyndi að rifja upp fyrir sér allt, sem hún hafði heyrt um barnsburð, en það var næsta lítið. Hún lét ekkert á því bera við Karl, hve mjög hún saknaði móður sinnar um þessar mundir. Þrautirnar gerðu vart við sig í ljósaskiptunum eitt kvöldið. Hún þurfti að gera brauð og hafði fært brauð- trogið að eldinum, til þess að brauðið gerjaðist fljótar. Hún harkaði af sér og lauk við að hnoða deigið og skipta því í hleifa. Þá varð honum litið á hana og skildist, hvað um var að vera. Nóttin, sem fór í hönd, var löng og erfið. Hún lá í rúmfletinu og brosti til Karls, þegar hún fékk borið af sér. En óttinn við það, sem í vændum var, yfir- gnæfði jafnvel kvalirnar. Hún greip dauðahaldi í Karl öðru hverju, en hann var líka hjálparvana og ráðalaus. Svo vissi hún varla, hvað gerðist. Hún heyrði hljóð og vissi, að það voru hennar eigin hljóð, en hún gat ekki hætt þeim. Allt hvarf í móðu og gleymd- ist, nema sárar og óbærilegar þjáningar. Kraftar hennar voru að fjara út eins og í helstríði. Barnið fæddist að morgni annars dags. Það var 17. afmælisdagurinn hennar, svo að það kom sem gjöf. Þau kölluðu hann Karl Jóhann. Hann var feitur og pattaralegur strákur og skældi aldrei, að heitið gæti. Karólína baðaði hann í snjóvatni, sem brætt var og velgt á eldstónni. Þegar hún sat með hann í kelt- unni og gaf honum brjóst, fannst henni sem hún hefði öðlast meiri hamingju en von væri til að geta notið til langframa. SNJÓRINN hvarf í einni svipan þetta vor. Á einni nótt varð sléttan mikla skreytt fagurlitum blómum. Nú gátu dyrnar staðið opnar allan daginn, og Karólina tók drenginn á handlegg sér og gekk út á akurinn, þar sem Karl var að plægja. Jörð- in öll virtist brosa við þeim. Um sumarið var gert ráð fyrir að járnbrautin kæm- ist svo langt áleiðis, að ekki yrði nema 15 km heiman frá þeim að brautarendanum. Margar fjölskyldur höfðust þegar við í tjöldum þar, sem brautarstöð- inni var ákveðinn staður og næsta ár yrðu járnbraut- arsamgöngur komnar á. Nýir landnemar voru hvar- vetna á ferð. Karólína og Karl hrósuðu happi, að þau skyldu verða fyrst og fá bezta bæjarstæðið. Þau mundu líka fá fyrstu hveitiuppskeruna þar í sveit. Einn góðan veðurdag í maímánuði, er hveitiakr- arnir stóðu grænir, og Karl var að setja niður kart- öflurnar, kom yfirtjaldaður vagn með uxum fyrir austan yfir sléttuflæmið. Um kvöldið benti Karl konu sinni á hlóðaeld skammt frá heimkynni þeirra. Næsta morgun var aðkomufólkið farið að byggja sér torf- kofa. „Við höfum fengið nágranna,“ sagði Karl, glaður í bragði. Morguninn eftir labbaði hann yfir til þeirra til að bjóða þá velkomna. Hann varð fyrir vonbrigð- um. Þetta voru Svíar, sem varla kunnu eitt orð í ensku. Nokkrum vikum síðar, er hjónin sátu að miðdeg- isverði, vissu þau ekki fyrr til en Svenson nágranni þeirra stóð í dyrunum. Hann var mikill á velli, í mold- ugum fötum, breiðleitur og þunglyndislegur á svip- inn. Það glitraði á tár í bláum augum hans. Hann benti annarri hendi út yfir sléttuna miklu og sagði eitthvað, sem líktist því, er vindurinn þýtur í gras- inu. Svo rétti hann upp tvo fingur og lét þau skilja, að annar táknaði hann sjálfan, hinn konuna hans: Henni leiddist, og hann rétti út hendi með bænarsvip til Karólínu. Um kvöldið fór Karólína í sparifötin, tók barnið á handlegginn og gekk af stað yfir sléttuna. Hún staðnæmdist utan við teppið, sem var hengt fyrir dyrnar, og kallaði feimnislega: „Frú Svenson.“ Ljóshærð stúlka á svipuðu reki og Karólína lyfti dyratjaldinu upp. Hún rétti Karólínu höndina, upp- urðarlítil og frá sér numin af eftirvæntingu og leiddi hana inn í kofann. Eina sætið þar inni var vagnsæt- ið, sem hafði verið losað úr vagninum. Hún brosti og kvakaði eitthvað, sem ómögulegt var að skilja, og leiddi Karólínu til sætis. Svo setti hún vatn í kaffi- ketil og hljóp út með hann til að hita á honum. Hún varð að brenna vísundataði, og hún átti enga eldstó. Strigatjaldið ofan af vagninum hafði verið breitt á gólfið og á því var uppbúin sæng með lökum og kodda. Tunnur og tvær málaðar kistur stóðu í einu horninu. Frú Svenson opnaði aðra kistuna og tók þar upp tvo bolla og undirskálar. Svo sótti hún kaffi- ketilinn. „Bolli,“ sagði Karólína og benti. „Bolli,“ hafði frú Svenson eftir henni. Svo hló hún, svo að skein í hvít- ar og fallegar tennurnar. „Undirskál," sagði Karólina. „Undirskál,“ sagði frú Svenson áköf. Svona bentu þær á hvern hlutinn af öðrum, eins og þær væru að leika sér. „Ba-rn, barn,“ það varð frú Svenson að endurtaka margsinnis. Svo fékk hún að halda á Karli litla Jóhanni, og hann hló og spriklaði í faðmi hennar. Um leið og Karólína var að fara, sýndi frú Svenson henni tvö býflugnabú, og Karólína kenndi henni að segja „býflugur" og „hunang“. Svo hélt hún heim til sín glöð og hress með miklar nýjungar til að segja Karli. Eftir þetta hittust þær konurnar einu sinni eða tvisvar í viku, ýmist í kofanum eða í jarðhúsinu. Karólínu fannst nú sem landið væri alls ekki strjál- býlt lengur, er hún hafði eignast nágranna aðeins í mílu fjarlægð. - (Framh.). 93

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.