Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Side 29

Samvinnan - 01.03.1944, Side 29
3. HEFTI SAMVINNAN legu frelsi — eins og þeir bera sér jafnan í munn — heldur að andlegu ófrelsi, andlegu volæði. Hagalín talar um bölmóðsrithöf- unda. Það eru höfundar, er ...... „líta svo á, að manneðlið sé mest- megnis sori og að miklu meira sé af fíflum og föntum heldur en skýrum mönnum, velviljuðum og jákvæðum......... Oft er í bók- menntum þessum meira af háði en skopi, meira af hundsku en náttúrlegu látleysi, meira af mannfyrirlitningu og jafnvel mannhatri en af mannúðlegum skilningi. Og hinum kommúnist- ísku bókmenntadómurum og and- legum foringjum virðist stundum nægja það eitt, að bókmenntirn- ar séu eins og hér hefur verið lýst, til þess að þær geti talizt kom- múnistískar bókmenntir, .... þótt einkennin komi raunar berlegast fram í illa gerðum og andlausum stælingum á skáldverkum inn- lendra og erlendra bölsýnisskálda, stælingum, þar sem hvorki stíl- snilld, skarpskyggni á vissar hrær- ingar mannlegs sálarlífs né neins konar listtækni bregður töfra- bjarma yfir hina glottandi Mefi- stóásjónu höfundarins." Þessi bók Hagalíns er merkilegt innlegg í baráttu þá, er íslenzkir rithöfundar og listamenn eiga fyr- ir höndum til að endurheimta sál sína og andlegt sjálfstæði, sem alls konar klíkur og bandalög hafa verið að ginna af þeim að undan- förnu gegn loforðum um fleyti- fulla baunadiska. Hagalín hefir ekki tekið nein dæmi um hringlandahátt þann, mótsagnir og alvöruleysi, sem oft og einatt hefur gert vart við sig í ritstjórnargreinum Helgafells, enda mun bók hans að mestu rit- uð, áður en það tímarit fór að sýna verulegan lit. En óhætt má fullyrða, að þeir Helgafellsmenn, geti tekið til sín verulegan skerf af ádeilu Hagalíns. Það mun hafa dregizt furðu lengi hjá Ragnari í Smára að koma þessari bók á prent, hvað sem vald- ið hefur. Hún er mjög sómasam- leg að frágangi, en sá galli er á henni, að ekkert efnisyfirlit fylg- ir. En þessir eru kaflar bókarinnar: Liggur vegurinn þangað (ág.— sept. 1940). Gróður og Sandfok (sept. ’41—maí ’42), er skiptist í eftirfarandi kafla: Gömul kynni. — „Það er ófrávíkjanleg sannfær- ing mín, að kápan hafi verið úr úlfaldahári". — „Hin linnulausa þjáning". — Trúmál og stjórnmál. — Lýðræði og einræði. — Aðstaða og áhrif nazista og kommúnista hér á landi. — Rússland. — „Hinn heimspólitíski gjaldeyrir“. — Gróð- ur og sandfok. — Þessi upptalning ber með sér hvers konar kýli það eru, sem höf- undurinn stingur á og hve víða hann kemur við. Á bók hans erindi til allra, er eitthvað láta sig varða bókmenntir og stjórnmál, og hún á alveg sérstaklega erindi til ungra rithöfunda, sem um skeið hafa haldið, að vegurinn liggi þangað, sem sandfokið hefur kæft gróðurinn og tilveran er full af bölmóð. J. Ey. MILLI FJALLS OG FJÖRU Framh. af bls. 94 að nefna vinnukonu „husassi- stent“ í stað „tjenestepige", sem hafði .leiðinlegan blæ frá fyrri tímum. Svipaðri hugkvæmd þarf að beita á íslandi, til þess að fólk, sem vinnur einhver þjóðnýtustu störf í landinu, geti notið sín með fullkominni ánægju við störf, sem ekki má vanrækja. * Setuliðið ameríska hefur haft í herbúðunum mjög fullkomna ol- íuofna, sem talið er að hiti af- bragðsvel. Þykir sennilegt, að eftir stríðið verði hráolía notuð mikið til að hita miðstöðvar í sveitabæj- um. Hráolía er mjög ódýr og flutn- ingurinn langtum auðveldari held- ur en á kolum. Mætti svo fara, að olían bjargaði heimilishitun sveitabæj anna þangað til raf- magnið kemur. * Vöruaðdrættir frá útlöndum gerast erfiðari, því lengra sem líð- ur á stríðið. Forðabúr atvinnu- rekanda í Englandi og Bandaríkj- unum hafa tæmzt, og vinnuafli þessara landa meir og meir snúið að framleiðslu í þágu stríðsins. Viðskiptamenn kaupfélaganna hafa, eins og von er til, ekki verið allskostar ánægðir, þegar nauðsyn- lega hluti vantaði til heimilis- þarfa. En hér tjáir ekki að deila við dómarann. Sum búsáhöld, sem nota þarf á hverju heimili, eru farin að nálgast, að vera bannvara, og verður það, þar til er framleiðsl- an tekur að vaxa í skjóli ókomins friðar. Það mun þess vegna happa- ráð í hverj u heimili að spara meira en venja er til marga þá hluti, sem áður hafa verið auðfengnir, en ger- ast nú ófáanlegir. * Þar sem Samvinnan er nú bæði stærri og dýrari en áður verður víða á landinu um nýja kaupenda- samninga að ræða. Sums staðar hafa kaupfélögin keypt tímaritið, meðan það var minna, og dreift því á þann hátt til félagsmanna. Nú mun tæplega koma til, að það skipulag verði haft. Þegar Sam- vinnan er orðin stærsta tímarit landsins og fjölbreyttast að efni, verður kaupendatalan að byggjast á því, hverjir vilji kaupa ritið og borga það. Þar sem kaupfélag hef- ur keypt Samvinnuna áður fyr, er þess óskað, að kaupfélagsstjórinn gefi öllum félagsmönnum kost á að kaupa tímaritið og láti af- greiðsluna sem fyrst fá lista yfir nöfn þeirra, heimilisfang og póst- stað. 97

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.