Samvinnan - 01.03.1944, Page 19
3. HEFTI
SAMVINNAN
en í höndum þeirra tók gríska listin margháttuð-
um breytingum, í samræn i við þjóðhætti Rómverja,
hagsýni þeirra og takmarkaða listagáfu. Rómverjar
gerðust stórveldi og þurftu að reisa ótölulegar stór-
byggingar. Þeir fundu, að það var ódýrara og hag-
felldara að hlaða saman boga yfir dyr, breið hlið
17. Grískt útileikhús, eftir minjum og lýsingum.
eða milli tveggja súlna, heldur en að halda fast
við beinu línurnar að sið Grikkja. í höndum Róm-
verja varð boginn höfuðnýjung í byggingarlistinni.
Hann kom í góðar þarfir við stórbyggingu og þá
ekki síður við að leiða vatn yfir dældir. Voru þá oft
bogabyggingar í mörgum hæðum undir vatns-
leiðslum, sem lágu yfir óslétt land. Frá boga, sem
tengir saman tvær súlur, var stutt leið yfir í hvelf-
ingu milli veggja. Þegar kristin trú breiddist út um
Rómaveldi, þurftu söfnuðirnir mikil húsakynni við
18. Rómverskt útileiksvið með steinsætum.
guðsþjónustu. En tæknin að byggja voldugar
hvelfingar var þá komin á hátt stig um allt Róma-
veldi. En í höndum kirkjuleiðtoganna varð boginn
listrænni og fegurri en fyrr. Hálfboginn í hinum
svo nefnda rómanska kirkjustíl, og oddboginn í gotn-
eskri list, voru hækkandi stig í fegurðarþróuninni.
Grikkir lögðu snemma mikla stund á leiklist. Þurr-
viðri eru mikil í Grikklandi og auðvelt að koma við
útileikjum. Hentugt þótti að gera áhorfendasæti í
hring- eða skeifumyndaðri brekku. í fyrstu höfðu
leikendur tjald til sinna þarfa, bak við leiksviðið,
en síðar var reist bygging í stað tjaldsins og lukti
hún að nokkru leyti um leiksvið, nema gagnvart
áhorfendum. Leikmenntin varð almenn í Grikk-
landi, enda aðstaðan auðveld og lítill tilkostnaður við
sýningar undir beru lofti. Hins vegar komst leikrita-
skáldskapur í Grikklandi á svo hátt stig, að hann er
enn í fremstu röð þess, sem til er í heimsbók-
menntunum í því efni.
19. Grískur leikvangur með steinsœtum.
Á mynd 17 er sýndur grískur leikvangur fyrir
keppni í íþróttum. Þar eru hækkandi steinsæti upp
eftir brekkunni, eins og í leikhúsi. Mynd 18 er frá
rústum Pompejiborgar. Hefir jarðvegur og gróður
verið tekinn af leiksviðinu og að nokkru leyti af
steinsætunum. Rómverjar létu sér ekki nægja leik-
og íþróttasýningar, heldur þótti þeim ein hin bezta
skemmtun að sjá menn berast á banaspjótum eða
berjast við villt dýr. Há og öflug girðing liggur um
leiksviðið, til þess að áhorfendum stæði ekki hætta
af mönnum og dýrum, sem biðu dauðans á leik-
sviðinu. Miklar dyr liggja inn á leiksviðið. Gegnum
þær koma dýr og menn, sem eiga að deyja til augna-
Jónas Jónsson.
Lœknirinn: „Spurðu slasaða manninn að nafni, svo
að hægt sé að gera ættingjum hans aðvart.“
Hjúkrunarkcnan (eftir stundarkorn): „Hann segir,
að ættingjarnir viti hvað hann heiti.“
87