Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 28
SAMVINNAN 3. HEFTI eru aðeins notuð nútímahljóðtákn. Af handritum má ráða, að þessi tvenns konar œ hafa verið orðin að einu hljóði snemma á 13. öld. — Þá er og venja í Fornritaútg. að skrifa p á undan t, til dæmis aptur, hapt, án þess að þetta sé þó sam- kvæmt uppruna. Þessu þótti mér að sjálfsögðu rétt að breyta. Ein- stök önnur afbrigði frá nútíma- stafsetningu, sem haldið er í Forn- ritaútg., hef ég og talið ástæðulaus, t. d. að sleppa g úr einstökum orð- um á stangli (mart f. margt), enn- fremur að sleppa t í lýsingarhætti þát., svo sem hefur sezk, þar sem átti að skrifa setzk eða setzt, eftir því hvort notað er st eða sk í mið- mynd. Njála er þá ekki færð til nútima- máls, eins og Laxness hefur gert með Laxdœlu og Hrafnkötlu? Nei. Njála er alls ekki að neinu leyti færð til nútímamáls, þótt á henni sé nútímastafsetning, enda er mál og stafsetning engan veg- inn eitt og hið sama. Það væri t. d. óhugsandi, að norrænt mál á rúnasteinum frá 6. öld fengi nú- tímamálseinkenni, þótt það væri skrifað með nútímastafsetningu í stað rúnaleturs. Þetta dæmi er tek- ið svo langt aftur úr tímum til að gera enn ljósara, hvað við er átt, og vitanlega heldur málþróunin á- fram eigi að síður, þótt enginn stafsetning væri til né hefði verið til. Að mínum dómi var það líka með öllu óþarft að færa Njálu til nútíðarmáls, því að sé nokkuð það í fornbókmenntum, sem lesendur kynnu að hnjóta um sem torskilið, er það ekki fyrst og fremst hinar svo kölluðu fornu orðmyndir, held- ur hitt, að orðaforðinn er að nokkru leyti annar og setninga- og máls- greinaskipun að nokkru frábrugð- in því, sem nú gerist. En ætti að fara að breyta orðaforða eða setn- ingaskipun á fornritum, væru þau vitanlega ekki sömu ritin framar, heldur þýðingar, og má slíkt telj- ast ritspjöll. Auk þess er ég sann- færður um, að þjóðin metur forn- bókmenntirnar mest og þykir vænst um að fá þær í þeim búningi, sem hún hefur vanizt þeim. — Bók- menntasögulega og fræðilega hef- ur það einnig talsvert gildi, að menn kynnist bókmenntum hverr- ar aldar í þeim búningi, er standi sem næst málfari því, sem þær voru upphaflega ritaðar á. T. d. eru passíusálmarnir með ýmsum máls- einkennum, sem frábrugðin eru því, sem nú tíðkast. Fæstir mundu þó vilja láta yrkja þá upp! Hvað álitur þú um karp það og deilur, sem orðið hafa um útgáfu fornrita á svonefndu nútimamáli? Þessu er þegar svarað að nokkru leyti. En svo mætti virðast sem sumir bókaútgefendur hafi nú orð- ið eitthvert veður af því, að fólki geðjist betur að fornritum í sín- um upphaflega búningi. Má m. a. minna á það, að tvær útgáfur, sem nú eru í uppsiglingu, af Flateyjar- öók og Heimskringlu munu báðar eiga að koma út í svipuðum bún- ingi og Njála, að því er mér hef- ur skilizt. Þeir, sem unna bókmenntum, ættu að muna það, að sú stefna hefur aldrei þótt heillavænleg að snúa öllum bókum á barnamál eða miða þær yfirleitt við skiln- ing hinna skilningssljóustu. Má um þessa baráttu segja, að hún er að ýmsu leyti skyld baráttu einstöku kennara á síðari árum fyrir að skrifa kennslubækur á barnamáli. Mun Menntamálaráð og Þjóð- vinafélagið hafa í hyggju að gefa út fleiri fornrit? Það veit ég ekki með vissu, en mér hefur skilizt, að í ráði væri að halda þessari útgáfustarfsemi áfram. Mun og þeirri hugmynd hafa skotið upp að bjóða þeim, sem annazt hafa útgáfur fyrir Forn- ritaútgáfuna, að vinna að tilsvar- andi útgáfum fyrir Menntamála- ráð og Þjóðvinafélagið. Vœri þá ekki nœr að koma á fullu samstarfi við Fornritaútgáf- una? Mér hefur verið sagt, að Mennta- málaráð hafi leitað slíkrar sam- vinnu við Fornritaútgáfuna, en samningar ekki tekizt, hvað sem valdið hefur. J. Ey. Guðmundur G. Hagalín: Gróður og sandfok. Víkings- útgáfan, Rvk 1943. 235 bls. Verð ób. kr. 25.00. í bók þessari, sem mun vera rit- uð á árunum 1940—1942, tekur Hagalín sér fyrir hendur að kryfja bókmenntabrask og andlega yfir- ráðabaráttu íslenzkra byltingar- manna til mergjar. Leiðir hann postula þeirra og æðstu presta til vitnis, þá Halldór Kiljan, Gunnar Benediktsson og Kristinn Andrés- son, lætur þá tala með eigin orð- um sitt á hvað og hvern á móti öðrum eftir því sem „línan“ hefur sveigzt til, snúið upp á sig eða hlaupið í göndul síðasta áratug- inn. Hinir íslenzku byltingapostular hafa siglt beggja skauta byr í andlegri valdastreitu, sem þeir hófu hér á landi með stofnun út- gáfufélagsins Máls og menningar. Þeir hafa komið eins konar hring í miðsnesin á nokkrum „borgara- legum“ máttarstólpum og sveigt þá til þjónustu við sig á margvís- legan hátt: til ritstarfa, til undir- skrifta undir fáránlegar áskor- anir og erindi til Alþingis, til með- stjórnar og meðábyrgðar í áróð- ursbraski sínu o. s. frv. Guðmundur Hagalín hefur gerzt til þess fyrstur manna úr hópi hinna atkvæðamestu skáldrita- höfunda að benda á hið andlega auðnuleysi, sem þessir menn stefna út í. Hann sýnir með ljós- um rökum, að hinir andlegu bylt- ingamenn stefna ekki að and- 96

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.