Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 5
3. HEFTI SAMVINNAN Tvenn úrræði munu verða boðin til úrbóta, þegar útgerðin stöðvast. Kommúnistar munu bjóða þjóðnýt- ingu útvegsins á kostnað ríkis og bæja. Hálfbræður kommúnista úr hinum ýmsu borgaralegu flokkum munu leggja til, að þjóðnýtingin verði grímuklædd. Á yfirborðinu líti út fyrir að haldið verði áfram ein- staklingsrekstri, en með ábyrgð ríkis og bæja. í báð- um tilfellum er stefnt að því að geta um nokkurt skeið haldið uppi taprekstri á útgerðinni, meðan verið er að- eyða þjóðareigninni. Móti þessari skaðvænu stefnu verða ábyrgir og þjóðhollir menn að fylkja sér um sjálfsbjargarviðleiðina og fylgja trúlega kjörorðinu: „Allt verður að bera sig“. Ég hygg, að þegar hin fyrirsjáanlega stöðvun kem- ur í atvinnu kaupstaða og kauptúna, þurfi ekki langt að leita að bjargræðinu. Hlutaskipti eru aldagömul á íslandi. Og í einum blómlegasta útgerðarbæ landsins, Vestmannaeyjum, eru hlutaskipti þann dag í dag hyrningarsteinn allrar útgerðar í bænum. Þegar útgerðarmenn neita, • eftir verðhrunið, að gera út skip og báta með fyrirsjáanlegt gjaldþrot framundan e'ftir nokkrar vikur, þegar bankarnir neita að lána sparifé almennings í fyrirsjáanlegan tap- rekstur, og þegar stéttarfélög verkamanna neita al- gerlega að lækka kaup og kröfur, þó að gullöldin sé liðin hjá, þá er ekki um að villast, að atvinna við sjó- inn er stöðvuð og það svo, að um munar. í þeirri kyrr- stöðu, sem þá drottnar í atvinnumálum, er lítill vafi á, að raddir heyrast um að bezt sé að minnka krónuna. Ef kaupþiggj endur vilja óhjákvæmilega fá sömu krónutölu fyrir vinnu sína, eins og meðan fjárstraum- ar flutu til landsins frá ríkum þjóðum, þá megi leika á kaupkröfufólkið, með því að fella krónuna eftir því sem með þarf. En upplausnarlýðurinn myndi ekki sætta sig við sömu krónutölu, heldur heimta hærra kaup að sama skapi og myntin er minnkuð. Sú var sagan í Þýzkalandi, þegar markið varð verðlaust og allar innstæður landsmanna gereyddust. Eyðing krón- unnar er eins og morfín-inngjöf, sem friðar og deyfir litla stund. Verðfelling íslenzkrar krónu er eitt hið mesta háskaráð, sem hægt væri að grípa til. í fram- kvæmd yrði það sama og að eyða öllum innstæðum íslendinga innanlands og utan, og skapa örvæntingu í félagsmálum þjóðarinnar, sem seint yrði læknuð. Þegar hjól útvegsins hefur stöðvazt um stund, sök- um dýrtíðar, sem upplausnarlýðurinn hefur ekki vilj- að lækna með frjálsum samtökum, þá getur opnazt hlið að þeirri einu brú, sem fær er yfir straumröst verðhækkunarinnar. Það er að koma á lögþvingaðri samvinnu skipaeigenda, skipstjóra, vélstjóra, háseta, fiskimanna og verkamanna í landi, sem vinna að út- vegnum, um að starfa eftir hlutaskiptafyrirkomulag- inu á þann hátt, að allt sé látið bera sig. Það sem út- gerðin gefur í aðra hönd, er jafnað eftir fyrirfram á- kveðnum reglum, milli allra, sem hlut eiga að máli. Fordæmið er til frá Vestmannaeyjum, þó að hér komi til greina stærri hlutföll, dýrari skip, meiri afli og fleiri menn við sama fyrirtæki. En hugsjónin er hin sama. Allir sem standa að sama skipi hjálpast að við framleiðsluna. og skipta afrakstrinum eftir réttum reglum. Þá uppsker hver maður eins og hann hefur sáð. Þá er enginn arðrændur frá hálfu auðmagnsins. Þá er brúuð gjá haturs og öfundar, sem annars skilur verkamanninn og vinnukaupandann. Engin önnur leið heldur en skipuleg hlutaskipti, í lögvernduðu skipulagi, getur komið á friði í atvinnumálum ís- lenzkra kauptúna og kaupstaða. Kaupfélögin, sláturfélögin og mjólkurbúin ná nú til svo að segja allrar framleiðslu í byggðum landsins og að nokkru til útvegsins. Þar sem samvinnufélög starfa, eru aldrei verkföll eða verkbönn, af því að skipting atvinnuarðsins er gerð með fullu réttlæti. En þar sem samkeppnin og sameignarstefnan þreyta leik saman, er eilífur ófriður milli þeirra, sem standa að sömu framleiðslu. Nú sem stendur telja kommún- istar, að þeir geti, sökum dýrtíðarinnar, tekið fram- leiðendur kverkataki. Svo mikið er víst, að verka- mannasamtökin ná yfir mestallt verkafólk við sjáv- arsíðuna, og að það heldur allvel saman, meðan lítið reynir á, undir forustu kommúnista. Aftur á móti eru atvinnurekendur tvístraðir, óvanir samtökum og hafa ætíð beðið lægra hlut í skiptum við upplausnar- lýðinn. Það er þess vegna ekki ósennilegt, sem leiðtogar kommúnista gera ráð fyrir, að þeir geti al- gerlega stöðvað útveginn, þegar verðhrunið kemur. En þá kemur að miklum vanda, sem kommúnistar eru ekki viðbúnir að leysa. Þeir bjóða taprekstur, og ætla að eyða þannig efnum einstakra manna. En bæði eru á því allmiklir annmarkar í framkvæmd, að ná á þann hátt eignum annarra, og auk þess eru kom- múnistar algerlega varbúnir að taka að sér stjórn á rekstri alls landbúnaðar, útvegs, iðnaðar, verziunar og siglinga. Þeir hafa hvergi byggt upp í nokkurri at- vinnugrein. Þeir eiga enga forustumenn, sem hafa æf- ingu við annað en að lama og veikja atvinnurekstur. Þess vegna er kommúnistahreyfingin vígð ósigri, hve- nær sem að því kemur að hún á að hafa forustu um framleiðslumál. í þjóðstjórnarflokkunum þrem eru nálega allir þeir menn, sem sýnt hafa hæfileika til að standa fyrir stjórn framleiðslunnar. í þeirri fylkingu eru margar þúsundir samvinnumanna. Ef þ eir taka höndum saman utan og ofan við flokkslínurnar, geta þeir verið sterkasta aflið við að bjarga þjóðinni út úr 73

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.