Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 30
SAMVXNNAN
3. HEFTI
Vísitala framfcerslukostnaðar í Reykjavík
í byrjun febrúarmánaðar 1944.
Eftirfarandi tafla sýnir, hvernig útgjöld
fjölskyldu í Reykjavík, með tæplega 5
manns í heimili og rúmlega 3.850,00 kr.
útgjöld, miðað við verðlag í ársbyrjun
1939. hafa breyzt, vegna verðbreytinga
síðan, bæði í heild sinni og einstökum út-
gjaldaliðum. Útgjaldaupphæðin nær til
94,7% af meðalútgjöldum 40 fjöldskyldna
í Reykjavík, án skatts, samkvæmt rann-
sókn 1939—40, sbr. Hagtíðindi 1940, nr.
Útgjaldaupphœð Vísitölur
kr. Jan.- —marz 1939= : 100
Jan.—marz Febr. Jan. Febr. Febr. Jan. Febr.
Matvörur: 1939 1943 1944 1944 1943 1944 1944
Kjöt 313.35 1.238.46 1.223.93 1.223.66 395 391 391
Fiskur 157.38 426.42 480.10 488.04 271 305 391
Mjólk og feitmeti .. 610.01 2.523.85 2.156.62 2.177.13 414 354 357
Kornvörur 266.76 720.88 813.54 817.03 270 305 306
Garðávextir og aldin 151.38 454.87 352.27 340.93 300 233 252
Nýlenduvörur 168.26 459.63 464.09 464.14 273 276 276
Samtals 1.667.14 5.824.11 5.490.55 5.510.93 349 329 331
Eldsneyti og ijósmeti . 215.89 509.49 538.39 538.39 236 249 249
Fatnaður 642.04 1.571.87 1.660.58 1.659.69 245 259 259
Húsnæði 786.02 982.52 1.092.57 1.092.57 125 139 139
Ýmisleg útgjöld 541.92 1.192.00 1.340.66 1.339.10 220 247 247
Alls 3.853.01 10.079.99 10.122.75 10.140.68 262 263 263
10—12. Taflan sýnir útgjaldaupphæðina
miðað við verðlag á 1. ársfjórðungi 1939
og í byrjun hvers af mánuðunum febrúar
1943 og janúar og febrúar 1944, en með
vísitölum er sýnt, hve mikið útgjaldaupp-
hæðin í heild og hver liður sérstaklega
hefur hækkað síðan í ársbyrjun 1939.
Aðalvísitalan í ár var 263, þ. e. 163%
hærri heldur en á 1. ársfjórðungi 1939
eða nokkru fyrir stríðsbyrjun. Er hún
óbreytt frá næsta mánuði á undan, og
aðeins 1 stig (eða 0.4%) hærri heldur en
í febrúarbyrjun í fyrra.
Matvöruvísitalan var 331 í byrjun
febrúarmánaðar. Er það 2 stigum hærra
heldur en næsta mánuð á undan. Mat-
vöruvísitalan er nú 5% lægri heldur í
arbyrjun í fyrra.
Eldneytis- og ljósmetisvísitalan er ó-
breytt frá næsta mánuði á undan. Var
hún 249 í febrúarbyrjun, og er það 6%
hærra heldur en í febrúarbyrjun í fyrra.
Fatnaðarvísitalan er óbreytt frá næsta
mánuði á undan. Var hún 259 í febrú-
arbyrjun eða 6% hærri heldur en í febrú-
arbyrjuní fyrra.
Húsnæðisvísitalan er óbreytt. Hún er
nú 11% hærri en um sama leyti í fyrra.
Vísitalan fyrir liðinn „ýmisleg útgjöld"
er óbreytt frá næsta mánuði á undan.
Var hún 247 í febrúarbyrjun þ. á. eða
12% hærri heldur en um sama leyti í
fyrra.
Myndin af Nordahl Grieg á bls. 88
hér að framan er gerð eftir ljós-
mynd, sem skáldið afhenti þing-
vallabænum með áletraðri kveðju
sinni sumarið 1940, er hann dvald-
ist þar um tíma í boði Þingvalla-
nefndar.
samvinivaÍv
3. hefti marz 1944.
Útgef andi:
Samband ísl. samvinnufélaga
Ritstjórn:
Jónas Jónsson. Guðlaugur Rósin-
kranz. Jón Eyþórsson.
Sími 5099
Afgreiðslustjóri: Konráð Jónsson
Sambandshúsið, Reykjavík.
Sími: 1080
Verð árgangsins, 10. hefti kr. 15,00
Forvfgismenn.
W
Einar Arnason
Einar Árnason, bóndi á Eyrar-
landi í Eyjafirði, er fæddur 27.
nóv. 1875 á Hömrum í Eyjafirði,
sonur Árna Guðmundssonar bónda
þar og síðar á Eyrarlandi. E. Á. út-
skrifaðist úr Möðruvallaskóla 1893.
Vann síöan í foreldrahúsum en
stundaði farkennslu á vetrum 1893
—1900. Bóndi á Eyrarlandi síðan
1901. Hann hefur gegnt fjölmörg-
um trúnaðarstörfum heima í hér-
aði og fyrir alla þjóðina. Hann
hefur verið í stjórn Kaupfélags
Eyfirðinga síðan 1905 og formaður
þess síðan 1917. Þingmaður Ey-
firðinga frá 1916—1941. Fjármála-
ráðherra í ráðuneyti Tryggva Þór-
hallssonar frá 1929—’31. f stjórn
Sambands ísl. samvinnufélaga hef-
ur hann verið síðan 1926, og for-
maður þess var hann kosinn 1936
og endurkosinn jafnan síðan.
E. Á. er kvæntur Margréti Ei-
ríksdóttur bónda á Hallanda á
Svalbarðsströnd í Eyjafirði.
98