Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 12
SAMVINNAN 3. HEFTI tvöföldum vegg. í þessa 85 steina þarf rúml. 1000 kg. af möl og sandi. Eins og áður er tekið fram, verður mölin að vera smágjör eða ekki mikið grófari en venjuleg perlumöl, en sandur bæði grófur og fínn til fyllingar. Ég set hér mynd af litlu íbúðarhúsi, ef menn vilja glöggva sig nánar á steinasteypunni í sambandi við ákveðna stærð og gerð húss. Er þá gert ráð fyrir, að um einfalda steina sé að ræða af stærðinni 19X38X10. Húsið er einlyft íbúðarhús, og mundi henta fyrir fremur fámennt sveitaheimili. Aðalhúsið er 9.90 m. á lengd og 6.10 m. á breidd, en álman með geymslunni 7.00 m. X 4-25- Húsgrunnur yrði steyptur á venjulegan hátt og svo hár, að góður tröppupallur geti verið við aðaldyr. Grunnflötur er urðaður eins og venja er til og síðan steypt yfir, en rakavörn sett í gólfið og torf eða vikureinangrun til varnar gólfkulda. Útveggir eru síðan hlaðnir úr steini, tvöfaldir með 15 cm. tróðholi, fyllt þurri mómylsnu, og skilveggir einfaldir, hlaðnir úr sams konar steini. Vegghæð er 2.40 cm. innan húss, og þarf þá 12 steinahæðir í vegghæðina. Steina- talan skiptist þannig: Útveggir aðalhúss ......... 1500 steinar Útveggir geymsluálmu .... 950 steinar Skilrúmsveggir allir ...... 1100 steinar Samtals 3550 steinar í þessa steina þarf um 40 tunnur af sementi (170 kg. tn.) og um 50 tonn af sandmöl. Auk þessa efnis- magns fer að sjálfsögðu töluvert í húsgrunninn af sementi, sandmöl og grjóti, svo og í gólfið, og loks er sement það, sem fer til múrlímingar steinanna og múrhúðun hússins, og er það mjög breytilegt, hvernig á því er haldið. Enginn vinningur er það, að hafa múrlagið milli steinanna þykkt, og ætti það ekki að vera yfir einn centimetra. Rétt er að minnast þess, að nauðsynlegt er að blanda kalki saman við múrlíming- una, svo að hún fái mýkt og seigju. Verður múrefnið við það drýgra í notkun og vatnsþéttara. Sjálfsagt er að drýgja grunnsteypuna með grjóti svo sem hægt er, en gæta verður þess jafnframt að hafa grunninn traustan og óhagganlegan. Það fer mjög eftir stað- háttum, hve efnisfrekur grunnurinn er, en óvarlegt mun vera að reikna með minna en 28 tunnum af sementi í gólf, grunn og annað múrverk auk steina- steypunnar, og í ýmsum tilfellum yrði það meira. Fara þá um 70 tunnur af sementi í húsið. — Ensku mótin hafa verið fáanleg hér í Reykjavík fyrir kr. 260,00, en lausu fjalirnar fylgja þá ekki, enda geta menn auð- veldlega sagað þær niður sjálfir. Efnið er IX4, venju- leg fura, en fjöldi fjalanna fer eftir því, hvað menn steypa mikið í einu. Styrjöldinni er senn lokið. Ef okkur tekst að koma fjárhagsmálum okkar í sæmilega skynsamlegt horf, verður mikið byggt af húsum að stríðinu loknu. Und- irbúningurinn er aldrei of snemma hafinn. Takið nú ráð hins góða bónda á Sámsstöðum: Steypið steina, og byggið svo góða bæi. Smjörlíki — smjörleiga. í síðasta hefti Samvinnunnar var vitnað í tvær ljóð- línur eftir herra Magnús Ásgeirsson, ritstjóra Helga- fells, á þessa leið: „Að vísu er ég skynugri skrumurum flestum, skólatorfsklyfberum, smj örlíkisprestum“. Síðan hefur hr. M. Á. skrifað alllanga grein í Al- þýðublaðið og lýst yfir því með tiltakanlega ósiðsam- legu orðalagi, að þessi tilvitnun væri ekki aðeins rangt með farin, heldur sé hún vísvitandi ritfölsun af hendi eins af ritstjórum Samvinnunnar. Hins vegar varast hr. M. Á. að nefna í hverju þessi ritfölsun sé fólgin. Þykir því bæði rétt og skylt að birta hér ljóð- línur þessar, eins og þær eru prentaðar í jólahefti Helgafells í vetur: „Að vísu er ég skynugri skrumurum flestum, skólatorfsklyfberum, smjörleiguprestum." Þarna er þá „ritfölsunin“, — svo ægileg sem hún er. Hún er ekki með vilja gerð, en eitt orð hefur mis- lesist í setningu, og prófarkalesurum hefur láðst að bera tilvitnunina saman við heimildina, sem að vísu má alltaf telja til óvandvirkni. Það er líka alveg auð- heyrt á grein hr. M. Á., að hann skilur þetta ofurvel, en hann kýs aðeins að falsa ásökun sína með því að nefna augljósa og tiltölulega þýðingarlitla prentvillu „vísvitandi ritfölsun“. — En hvað sem því líður, er ekki nema sjálfsagt að biðúa afsökunar á þessari prentvillu, sem virðist hafa espað vanstilltan mann til óþarflegrar reiði, og breytir það engu í því efni, þótt hið misprentaða orð sé ekki annað en hortittur, því að hver og einn á rétt á að ráða sínum hortittum sjálfur, og þá vitanlega hr. Magnús Ásgeirsson líka. — Það er ekki heldur sýnileg ástæða til þess, að það skipti verulegu máli, hvort skoðanakönnun Helgafells í sjálf- stæðismálinu né andlegar hugleiðingar hr. M. Á. í sama tímariti, séu kostaðar af smjörlíkis- eða smjör- leigugróða. Hitaveitan. Fyrst eftir að hitaveitan komst í framkvæmd, bar á ýmsum kenjum og smábilunum, eins og oft vill verða um ný fyrirtæki. Um þetta var kveðið: Reykjavatnið óþekkt er | með alls kyns skollaleikjum. Það með illsku og ólund fer | ofan að — frá Reykjum. Menn ei undra þarf á því, | þó að það vilji dvína: Það er að strjúka aftur í | átthagana sína. 80

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.