Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 14
SAMVINNAM
3. HEFTI
því af öllu afli á marmaragólf hallarinnar. Glerið
brotnaði ekki. Þá tók hann hamar og lamdi á það. En
samt brotnaði það ekki.
Keisarinn varð sem steini lostinn af undrun. Því
næst spurði hann glergerðarmanninn, hvort hann væri
eini maðurinn, sem þekkti aðferðina til að gera þetta
kynjagler. Hinn játaði því allhreykinn. „Ágætt“, sagði
Tíberíus, 'og skipaði hann svo fyrir, að glergerðar-
maðurinn skyldi umsvifalaust tekinn af lífi. — „Því
að hvers virði mundi allt gull Rómaveldis, ef slíkt
efni væri á boðstólum." — Óbrjótanlegt gler mátti alls
ekki verða verzlunarvara.
Þetta gerðist árið 34 e. Kr. Nú hafa amerískir vís-
indamenn gert sams konar gler. Glerplötur eru stælt-
ar með því að hita þær þangað til að þær eru komnar
að bráðnun. Þá eru þær skyndilega kældar, svo að
ytra borðið herpist ákaft saman og þrýstir geysilega á
miðbik plötunnar.
Gler, sem þannig er meðhöndlað, fær mikið þanþol,
og má beygja það og mishita furðu mikið, án þess að
það springi. Það má leggja slíka glerplötu á ís og hella
bráðnu blýi ofan á hana, án þess að hún láti á sjá.
Venjulegt gler mundi splundrast. Átta millimetra
þykk glerplata þolir, að járnkúla, sem vegur 1 kg,
detti á hana úr 2 metra hæð. Rúða, sem er 1 ferh,-
metri að stærð og 18 mm á þykkt og hvílir á stöplum
til beggja enda, þolir þriggja smálesta þunga, án þess
að brotna.
Þess konar gler er notað í hurðir á bökunarofnum,
svo að hægt sé að sjá hvað bökuninni líður, án þess
að opna hurðina. Það er líka notað í búðarhurðir og
leikhúshurðir.
Gler er líka notað í stað almíns í útvarpstæki og
hefur þar marga kosti fram yfir málminn. Glerhill-
ur hafa komið í stað hillna úr stáli eða tré í eldhús-
um, kæliskápum o. þh. Það er notað í dansgólf, þak-
hellur, og glugga á geðveikrahælum í stað járnrimla.
Gormfjaðrir úr gleri hafa sama styrkleika og málm-
fjaðrir, en ryðga ekki.
Það hefur verið komizt svo að orði, að ævintýri
Aladdíns komist varla í hálfkvisti við hin nýju furðu-
verk, sem vísindi og tækni hafa framleitt á síðustu ár-
um. Og þar eru samt engan veginn öll kurl komin til
grafar.
Eftirlitsmaður hjá vátryggingafélagi hafði verið að
rannsaka orsakir húsbruna. Húsbóndi hans spyr, af
hverju bruninn hafi orsakast.
„Af núningi," segir hinn önugur.
„Hvað segirðu! Hvað nuddaðist saman?“
„Eldurinn kviknaði af því að nudda 30 þúsund króna
brunatryggingu utan í 20 þúsund króna timburhjall."
Sandfok og gróður
Kjarnar úr nýjustu bók Guðmundar Hagalíns.
Fyrirsagnirnar eru hinar sömu og á viðkomandi
köflum bókarinnar.
Aðstaða og áhrif kommúnista hér á landi.
Kommúnistar hafa tekið upp á því fyrir allmörg-
um árum að fara krókaleiðir að markinu, og einn
veigamesti þátturinn í starfi þeirra víðs vegar um
lönd hefur verið að stofna félög, sem þeir hafa sagt
að væru gersamlega laus við að vera stjórnmála-
legs eðlis.------
Af félögum með slíku markmiði má nefna Sóvétt-
vinafélagið og Alþjóðasamhjálp verkamanna eða A.
S. V.-------En nú eru líka þessi félög orðin alger
óþarfi fyrir málstað kommúnista hér á landi. Þeir
hafa eignazt áróðurs og blekkingatæki, sem er þeim
á allan hátt hagkvæmara, þar sem er bókaútgáfu-
félagið Mál og menning.
Skipulag fyrirtækisins er þannig, að nokkrir menn
í Reykjavík koma saman, kjósa stjórn og ráða rit-
stjóra, en allur hinn mikli fjöldi áskrifanda hefur
engan atkvæðisrétt um málefni fyrirtækisins.----
Fyrirtækið hefur þegar gefið út margar bækur, og
hafa þær ekki aðeins verið ódýrar, heldur líka yfir-
leitt snyrtilegar að frágangi.-----Sumar mega
teljast hinn bezti fengur, svo sem úrvalið úr ljóðum
Stephans G. Stephanssonar, Rit Jóh. Sigurjónssonar
og Vopnin kvödd, eftir Ernest Hemmingway, sem er
ágæt skáldsaga og að sumu leyti meistaralega þýdd,
en aftur á móti hneykslunarhella og vanmetakind
fyrir það, að þar gætir sérvizkukenndrar óvöndunar
í meðferð málsins — og í annan stað er stafsetning
furðu fáránleg og setning lestrarmerkja stórvillandi,
svo að segja má, að sums staðar sé bókin litlu betri
aflestrar en skringiklausur í vikublöðum, þar sem það
er gert til gamans að rugla orðunum þannig, að ekk-
ert vit fáist úr þeim, ef þau eru ekki flutt í eðlilega
röð.--------í fyrra og í ár hafa Rauðir pennar ekki
komið út, en í þeirra stað hið svokallaða Tímarit
Máls og menningar. í þesú rit hafa fyrst og fremst
skrifað sannfærðir og rétttrúaðir kommúnistar, og
þau hafa flutt greinar um stjórnmál og menningar-
mál í kommúnistiskum anda. Svo hafa einnig birzt
þar greinar eftir menn, sem kommúnistar kalla
„borgaralega rithöfunda“, meinlausar hinum komm-
únistiska málstað.-------Enn fremur er flaggað
með nöfnum „borgaralegra“ herra í stjórn útgáfu-
fyrirtækisins.
Eins og gefur að skilja fyrir alla þá, sem þekkja
82