Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 2
Efnahagsþróunin og samvinnustefnan EFNAHAGSÞRÓUN hins íslenzka þjóð- félags hin síðari ár og afleiðing hennar — gengisfelling krónunnar í sl. marz-mán. — er vissulega alvarlegt íhugunarefni fyrir sérhvern landsmann og ekki síður fyrir sam- vinnumenn en aðra, enda þótt þessi þróun hafi að verulegu leyti verið andstæð þeirri stefnu, sem samvinnumenn vilja að ríki í þjóðmálunum. Stefnubreytingin nú boðar og margvísleg erfið úrlausnarefni fyrir sam- vinnusamtökin og meðlimi þeirra. Yfirlýst stefna valdhafanna er, að leita aftur jafnvægis x þjóðarbúskapnum, hverfa frá hallarekstri og óhagstæðum verzlunar- jöfnuði til þess eftirsóknarverða ástands, er framleiðslan er arðvænleg, greiðslujöfnuði við útlönd er náð og þjóðfélagið getur haldið áfram efnahagslegri uppbyggingu með traust afkomuöryggi þegnanna að grundvelli og hærri lífsstandard og meiri menningu að leiðarsteini. Augljóst er þegar, að þessi veg- ferð verður ekki hafin fyrirhafnar- né sárs- aukalaust. Engu verður heldur um það spáð nú, hversu langan tíma hún muni taka, né heldur, hvernig þjóðinni muni farnast á leið- inni milli einstakra áfanga. En lærðir menn í hagvísindum segja okkur, að hægt sé að ná á leiðarenda, ef þjóðin beri gæfu til þess að sýna nauðsynlega samheldni við framkvæmd viðreisnarráðstafananna og ef valdhafarnir hafa vit og þroska til þess að stýra vegferð- inni framhjá helztu torfærunum. En er fyr- irheitna landið þá í rauninni eftirsóknar- vert? Getur þjóðin, með góðri samvizku, þol- að harða útivist í eyðimörkinni um sinn til þess að fá að lifa áhyggjuminna lífi í græn- um lundum jafnvægisbúskaparins síðar meir? FYRIR SAMVINNUMENN er það ákjós- anlegasta þróunin í efnahagsmálum, að sóknin að bættri afkomu og aukinni menn- ingu sé stöðug og örugg, að hið efnahagslega lýðræði, sem samvinnumenn keppa að, verði sífellt fullkomnara, að traust manna á gjald- miðlinum sé öruggt og vaxandi, að verðlag neyzluvarnings sé stöðugt og félagshyggja borgaranna stöðuglynd og hafi tækifæri til þess að þroskast á eðlilegan hátt. Ekki þarf að ræða það, að þetta hefur ekki verið þró- unin hér á landi hin síðari ár. Sóknin að bættri afkomu hefur ekki verið stöðug og örugg. Hún hefur fremur minnt é stökk yfir hindranir en örugga göngu upp bratta. Hið efnahagslega lýðræði hefur ekki náð þeirri fullkomnun, sem margir væntu að verða mundi með þeim auknu fjármunum, sem þjóðinni féllu í skaut á styrjaldarárunum. I landinu hefur þróast efnahagslegt óréttlæti, meira en nokkru sinni fyrr, að því Ieyti, að bilið milli hinna fátækustu og ríkustu hefur stórum lengst, enda þótt hin sára fátækt fyrri tíma hafi verið hrakin á flótta. Traust manna ó gjaldmiðlinum og viljinn til sparn- aðar hafa farið þverrandi. Verðlag neyzlu- varnings hefur verið óstöðugt, og afkoman því óvissari en ella. Hinn fljóttekni gróði striðsáranna hefur ekki orðið til þess að þroska félagshyggju manna, heldur til þess að veikja hana og byrgja mönnum sýn á ágæti hinna smærri en öruggari árangra, sem nást með samstarfi. Endalok þessarar þró- unar hafa nú orðið gengisfelling krónunnar, sem vissulega hefur í för með sér mikið óréttlæti fyrir marga, enda þótt ekki skuli dregið í efa að fram hjá þessu neyðarúrræði hafi ekki verið unnt að sigla lengur. Við upphaf framkvæmdar gengisfellingarlaganna virðist augljóst að samvinnumenn yfirleitt kjósa fremur þá leiðina, að vinna af heilhug að því að þau nái tilætluðum árangri, heldur en spyrna við fótum og stuðla þannig að óframhaldi öryggisleysisins eða leiða yfir sig efnahagslegt hrun, eins og sumir hag- fræðinganna spó að koma muni, ef þessi til- raun fer út um þúfur. Þótt fyrirhöfn og sárs- auki sigli í kjölfar gengisfellingarinnar, munu samvinnumenn sætta sig við það um sinn, ef þeir telja, að stefnt sé til öryggis og hollari lífsvenja í þjóðfélaginu. OAMVINNUSTEFNAN hefur aldrei reynt ^ að vinna sigra sína með skyndiáhlaup- um eða stórum stökkum. Vegna þess að skipulag hennar er fullkomlega lýðræðislegt, verða efnahagsleg átök á hennar vegum og félagsþroski meðlimanna að haldast í hend- ur. Samvinnusamtökin hafa aldrei hugað á uppgrip fyrir tilverknað óvæntra happdrætt- isvinninga né náttúrufyrirbæra. Þau hafa lagt meginkapp á að gera sem mest úr hverri krónu í hendi neytandans og framleiðand- ans. Þau hafa viljað styrkja meðlimi sína til sjálfsbjargar með því að sameina krafta þeirra. Þau hafa viljað leggja fram sinn skerf til þess að tryggja efnahagsgrundvöll þann, sem alþýða landsins stendur á. Af öllu þessu leiðir, að það er eðlilegt og sjálfsagt, að sam- vinnumenn vilji vinna að því, að þjóðarbú- skapurinn í heild komizt sem fyrst aftur á jafnvægisgrundvöll eftir vegvillur styrjald- aráranna. Samvinnumenn munu og gera sér nokkrar vonir um það, að hin nýja vegferð, sem nú er hafin, muni leiða til þess að aflétt verði sem mestu af haftaböli því, sem þjáð hefur verzlun og framleiðslu landsmanna undanfarin ár, og hefur verið hinn mesti fjötur um fót öllu samvinnustarfinu í land- inu. Með frjálsari aðstöðu munu samvinnu- félögin betur fær en nú er að gegna því hlut- verki, að útvega félagsmönnum sínum góðar vörur fyrir eins lágt verð og unnt er, og þau munu, enn sem fyrr, verða raunhæfasta og gagnlegasta verðlagseftirlit almennings í landinu. Tímar þeir, sem nú fara í hönd, gera slíkt frjálst verðlagseftirlit e. t. v. þýð- inugarmeira en fyrr. Með þrengri efnahags- legri aðstöðu nú um sinn, mun almenning- ur í landinu og sjó það betur en ella, hvers virði það er að hafa aðgang að verzlunar- skipulagi samvinnusamtakanna og þeim sparnaði fyrir neytendur, sem það felur í sér. AU MIKLU efnahagslegu vandamál, sem þjóðin á nú við að stríða, eru ekki kom- in að bæjardyrum hennar fyrir tilverknað samvinnumanna eða þeirrar stefnu, sem þeir hafa haldið fram. En það er til einskis að sakast um orðinn hlut eða deila um það, hvernig þjóðin hafi farið að því að leiða þennan vanda yfir sig. Aðalatriðið er að læra af reynslunni. Menn sjá það nú, að eðli- leg, efnaleg þróun er farsælust, og sú þróun þarf að hvíla á jafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Samvinnusamtökin munu stuðla að því af fremstu getu, að vegferðin til þess jafn- vægis reynist sem auðsóttust. í STUTTU MÁLI Konsumentblaðið í Helsingfors birti 15. febrúar sl. allýtarlega grein um íslenzk sam- vinnumál og var greinin endursögn á mjög ýtarlegri grein um þetta efni, sem Baldvin Þ'. Kristjánsson, erindreki SÍS, ritaði í norska tímaritið „Kooperatören" á sl. hausti. Fylgdu þeirri grein margar góðar ljósmyndir frá samvinnustarfinu hér. Sænska tímaritið „Vár Tidning“ birti einnig grein um sam- vinnuhreyfinguna á Islandi í janúar, og var sú grein byggð á frásögn Baldvins. Greinin í norska timaritinu virðist hafa vakið mikla — og verðskuldaða — athygli m. a. meðal þýzkra samvinnumanna, sem hafa óskað nánari kynna af íslenzkum samvinnumálum eftir lestur greinarinnar. SamvinnuilokkuTÍnn brezki — The Coop- erative Party — sem var í kosningabanda- lagi við Verkamannaflokkinn í þingkosn- ingunum í Bretlandi í febrúar sl., tapaði 5 þingsætum í kosningunum, hlaut 18 þing- menn kjörna, en hafði 23. SAMVINNAN. Vegna hækkaðs pappírsverðs og annarra kostnaðarliða, hefur verið ákveðið að hækka verð Samvinnunnar í kr. 25,00 ar- ganginn. Ritið er eigi að síður enn ódýr- asta tímarit landsins. SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði Árgangurinn kostar kr. 25.00 44. árg. 3. hefti Marz 1950 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.