Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 23
SVIPIR SAMTÉ)ARMANNA: JESSUP trúir á þróun en ekki byltingu IT’YRIR UM það bil þremur árum kallaði -*■ Truman forseti tæplega miðaldra laga- prófessor við Columbía-háskólann til sér- stakra starfa fyrir stjórnina. Hann átti að vera annar aðalfulltrúi Bandaríkjanna á Litla Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem svo er nefnt. Fáir höfðu þá heyrt hans getið. Nú er nafn hans víðfrægt Maðurinn var dr. Philip C. Jessup, sérstakur sendimað- ur Bandaríkjastjórnar erlendis, maðurinn, sem einn öldungadeildarþingmaður sakaði um vináttu við kommúnismann nú í marz 1950. A þeim þremur árum, sem Jessup hef- ur starfað fyrir stjómina, hefur margt gerzt í heimsmálunum og hann hefur þar mjög komið við sögu. Sumir spá því að hann verði næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. TT'ERILL JESSUPS er um margt líkari spennandi kvikmyndasögu en raun- veruleikanum. Kvikmyndamógúlum Holly- woodborgar hefði vel getað dottið í hug að búa til mynd um rólyndan, grannvaxinn og ósköp hversdagslegan prófessor, sem grip- inn hefði verið úr bókagrúski sínu og fengið það verkefni í hendur að stjóma varnarbar- áttu vestrænna stjórnmálamanna gegn harð- skeyttasta andstæðingi sínum, einum snjall- asta ræðuskörungi samtímans, Andrei Vishinsky, núv. utanríkisráðherra Sovét- stjórnarinnar. Slík kvikmynd er ekki til, en þetta er sjálfur raunveruleikinn. Aður en Jessup tók sæti meðal diplómatanna, hafði hann að vísu, eins og flestir þeir menn, sem háskólarnir hafa lagt stjórninni til, starfað að alþjóðlegum viðfangsefnum, en eins og flestir slíkir prófessorar, starfaði hann þá á bak við tjöldin við að semja lög og reglu- gerðir alþjóðlegra stofnana. T. d. var hann fenginn til þess að þjálfa starfsmenn UNRRA í alþjóðaviðskiptum og kenna þeim nauðsynleg alþjóðalög árið 1943, og hann aðstoðaði fulltrúa Bandaríkjamanna á gjaldeyrisráðstefnunni í Bretton Woods. En Það sýndi sig, að Jessup var um margt ólík- ur starfsbræðrum sínum á þessum 'vettvangi. Hann fékk orð fyrir að vera hugsjónamaður með fast mótaðar skoðanir, mjög mikla þekkingu á alþjóðarrétti og lögum og ríkan skilningi á hinni praktísku hlið málanna. Þessir eiginleikar, öðrum fremur, þokuðu honum upp á við, til eins hins vandasamasta stjórnmálaembættis samtímans. OAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR hafa sætt ^ þeirri gagnrýni, að margir fulltrúanna á þingum þeirra séu aðeins embættismenn stjórna sinna, með mikla sérþekkingu, en þeir líti á það sem hlutverk sitt að þræða þá línu, sem þeim er fengin að heiman, án þess að leggja nokkuð teljandi til málanna frá eigin brjósti. Dr. Jessup er sagður sér- staklega einarður í málflutningi og hann tekur gjarnan þátt í ráðstefnum með æðstu mönnum þjóðar sinnar og leggur sig þar fram um að hafa áhrif á stefnuna. Áheyrend- ur segja, að ræður hans á þingum S. Þ. séu jákvæðari og sjálfstæðari en ræður flestra annarra fulltrúa, að Vishinsky að sjálfsögðu undanteknum, er honum býður svo við að horfa. Raunar má segja, að aðeins tveimur fulltrúum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna hafi tekizt að halda sínu gegn sókn Vishinskys. Þessir menn eru dr. Jessup og Hector McNeil hinn brezki. Sumir álíta að Jessup uppskeri þarna af reynslu sinni sem málaflutningsmaður, því að það var hann áður en hann gerðist prófessor. Aðrir segja, að þá komi kennaraeiginleikar hans og kennsluaðferðir bezt í ljós. Nemendur hans úr lagadeild Columbía-háskólans minnast þess, að Jessup kom jafnan í kennslustundir með stóra bókapinkla. Það voru lögbækur og júridísk rit. Hann fletti upp í þessum bókum til þess að benda á einstök atriði, enda þótt nemendur hans vissu mæta vel, að hann kunni ágæt skil á þeim öllum saman. En þetta var ábending frá honum til nem- endanna, að treysta ekki minninu um of, heldur rannsaka hvert mál til grunna. Þessa sömu aðferð hefur hann notað í umræðunum í Oryggisráðinu og á Allsherjarþinginu. Þeg- ar umræðurnar taka að fjarlægjast sjálf dag- skrárefnin, byrjar Jessup með því að benda á einstakar staðreyndir og atriði og leiða þær aftur í hinn rétta farveg. Nefndafundir þeir, sem Jessup hefur setið á vegum S. Þ., hafa stundum verið nefndir „kennslustund hjá Jessup“, því að árangur þeirra hefur oft verið háður þekkingu hans, glöggskyggni og þeim eiginleika, að missa ekki sjónar á að- alatriðum í málaflækjum. Styrkur Jessups er að verulegu leyti hin mikla þekking hans. Hann les mjög mikið og kynnir sér hvert mál mjög rækilega frá sem flestum hliðum. Hann hefur ritað margar bækur um lög- fræðileg efni, m. a. mikla bók á frönsku. Hann er maður mjög stundvís, enda þarf slíkur maður að halda á hverri mín. dagsins. Tj'N JESSUP er samt hugsjónamaður — ■*-^ hann er fylgismaður hugmyndarinnar um alheimsstjórn — enda þótt hann sé kunnari fyrir realisma sinn. Hann sagði eitt sinn að vandamál friðarins í veröldinni væri í rauninni stöðugt áframhaldandi leit. Fram- tíðarþjóðfélag frjálsra manna, segir hann, verður skapað með þróun en ekki byltingu og menn mega ekki sökkva sér svo niður í hugsjónir og hugmyndir, að þeir gleymi veruleikanum eða staðreyndunum, til dæm- is staðreyndum á borð við eðli mannskepn- unnar og aðstöðu og náttúru sambandsins í milli einstaklinga og þjóða. Orðahríðir á vettvangi utanríkisþjónustunnar hafa kennt Jessup margt um alþjóðasamskipti, sem ekki verður lært á skólabekk heldur aðeins með reynslu. En það er vitað, að þótt ferill hans í stjórnmálunum sé orðinn þriggja ára og vel það, er það ætlun hans og ósk, að hverfa aftur til bóka sinna í Columbía-há- skóla undir eins og færi gefst. En sem stend- ur eru litlar horfur á því, að fræðimennskan verði aðalviðfangsefni hans í bráðina. Jess- up er nýlega kominn heim til Bandaríkjanna úr för til Asíulanda, sem sérstakur sendimað- ur stjórnarinnar. Viðhorf hans til Asíumál- anna mun ráða miklu um stefnu Bandaríkja- stjórnar gagnvart þeim hluta heims, alveg eins og áhrifa hans hefur gætt í stefnu stjórnarinnar gagnvart Evrópulöndum. Landar hans muna mæta vel, að hann var ekki veigiminnsti aðilinn í lausn Berlinar- deilunnar. Og ásökun sú, sem nú hefur komið fram á hendur honum um vináttu við kommúnismann, er líkleg til þess að geymast í vitund manna sem frumhlaup og vottur þess, að baráttan gegn kommúnism- anum er á sumum sviðum komin út í öfgar. Þessi ásökun mun ekki draga úr þeim orð- rómi, að dr. Jessup verði næsti utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.