Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 24
 KONUKNAR OG SAMV/NNAN Hið nýja reynslueldhús sænska samvinnusambandsins í RIÐ 1943 var stofnað við sænska samvinnusambandið svonefnt reynslueldhús (provkök). Eldhús þetta var inni í miðri aðal- byggingu sambandsins og liafði til umráða örlítið herbergi, en þar var öllu svo haganlega komið fyrir og vísindalega unnið, að þessari litlu deild tókst á skömmum tíma að vinna sér mikið álit. Eldhúsið vann að því, að reyna á vísindalegan hátt ýmsar fram- leiðsluvörur sambandsins og segja álit sitt á þeim. Einnig vann það að almennri rannsókn niðursuðuvarn- ings ýmissa fyrirtækja og gerði sam- anburð á vörunum. Það hafði náið samband við hinar fjölmörgu verk- smiðjur sænska samvinnusambands- ins og vann að vörufræðslu, bæði fyrir nemendur samvinnuskólans og húsmæður. Eldhúsið lét tíma- ritum samvinnumanna í té góðar uppskriftir og ráðleggingar, vann að útgáfu matreiðslubókar o. m. fl. Þegar húsmæðradeild sambands- ins var stofnsett, árið 1945, varð starfsemi reynslueldhússins fastur þáttur í starfsemi hennar. Nú kann einliver að álíta sem svo, að reynslu- eldhúsið sé úr sögunni, þar sem hér er talað um það í þátíð. Svo er þó engan veginn. Aftur á móti hefir eldhúsið, með ári hverju, fært út kvíarnar og aukið starf sitt á marg- víslegan hátt. Forustumenn sænsku samvinnusamtakanna hafa sýnt mikinn skilning á starfi þessu, enda mun þeim fljótt liafa orðið ljóst, hve mikilvæg slík starfsemi er. Nú hefir reynslueldhúsið fengið vegleg liúsakynni og birtist hér niynd af eldhúsinu, eins og það lítur út í dag- EINS OG SÉST á myndinni, eru „gufuskermar“ yfir eldavélun- um. í Svíþjóð hefir fullsannazt, að slíkir skermar auðvelda mjög hrein- gerningu á eldhúsum, þ. e. a. s. ef gufu-opið er nægilega stórt. Skerm- arnir eru venjulega gerðir úr gleri með fíngerðu stálneti innan í sjálfu glerinu. Horn og brúnir eru gerðar úr ryðfríu stáli eða máluðu járni. Þetta lítur því vel út, auðvelt er að halda skermunum hreinum og þeir draga ntjög lítið úr birtunni. í eld- húsinu eru tveir mismunandi skermar. Sá sem sést framar á mynd- inni hefir lóðrétta veggi og er byggður 180—190 cm. frá gólfi, svo að sá, sem vinnur við eldavélina, getur óhindrað staðið undir skerm- inum. Hinn, sem sést aftar á mynd- inni, er byggður aðeins 150 cm. frá gólfi, og á því að gefa enn betri raun en sá fyrrnefndi. Þegar unnið er við eldavélina, er hægt að skjóta framhlið skermsins upp, svo að hún verði ekki í vegi. HINGAÐ SENDA verksmiðjur sambandsins vörur sínar, eld- húsið reynir þær og lætur verk- smiðjunum í té niðurstöður sínar, sem þær nota síðan við áframhald- andi framleiðslu. Ýmsar deildir sambandsins biðja um álit eldhúss- ins á alls konar varningi, sem þeim er boðinn til kaups. Kaupfélagsbúð- irnar fá héðan uppskriftir fyrir út- stillingar sínar og auglýsingar. Hús- mæður hringja og spyrja ráða um eitt og annað. Kvennagildin koma í heimsóknir, þeim eru sýndar ný- ungar og þannig haldið í sambandi við framleiðsluvörur samvinnu- manna jafnóðum og eitthvað nýtt kemur fram. Kennslukonur eld- hússins hafa á hendi sýnikennslu og vörufræðslu fyrir nemendur á kaupfélagsstjóra-námskeiðum, og ýmiss önnur námskeið eru haldin. Reynslueldhúsið tekur á móti er- lendum gestum engu síður en inn- lendum, og samvinnumenn og kon- ur fjölmargra landa liafa heimsótt það og dáðst að starfsaðferðum þess. Nú hefur norska samvinnusam- bandið (N. K. L.) farið að dæmi Svía og stofnsett reynslueldhús í sambandi við hina nýstofnuðu hús- mæðradeild sambandsins, og er það, að mestu leyti, sniðið eftir því sænska. Óhætt er að fullyrða, að slíkar deildir auka mjög á áhuga kvenna 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.