Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 15
Hvernig starfar rithöfundurinn þann tíma, sem hann situr ekki við skrifborðið? „Fyrst er að kynnast fólki. Eg skipa fólki ekki í flokka, en stundum segi eg við sjálfan mig, að þarna sé ef til vill eitthvað, sem eg geti notað ein- hvern tíman. Rithöfundar „taka“ ein- hvern, sem þeir þekkja, sem undir- stöðu sögupersónu, þeir breyta þessari undirstöðu með sinni eigin reynslu og þekkingu og skapa loks persónuna þannig, að hún líkist fyrirmyndinni aðeins að óverulegu leyti. Sumir rit- höfundar halda því fram, að þeir búi sögupersónurnar til, að þær stökkvi fullskapaðar út úr höfði þeirra, en eg trúi því ekki. Á meðan eg man, eg ráðlegg rit- höfundum að forðast félagsskap ann- arra rithöfunda og eyða heldur tíma sínum með því, sem kalla mætti hrá- efnið. Rithöfundur á að vera á ferð- inni eins mikið og hann mögulega getur. Á ferðalögum mínum hripa eg niður hjá mér, hvernig hlutir og fólk lítur út. Það er mjög mikilsvert að skrifa niður hjá sér eitt og annað og halda því stöðugt áfram. Þegar mér dettur í hug kjarninn í einhverju söguefni, skrifa eg það niður hjá mér, og stundum líða mörg ár, áður en eg raunverulega skrifa söguna. Þér hafið ef til vill heyrt getið um söguna um Montdrago lávarð. í þrjá- tíu ár var eg annað veifið að skoða blaðið, sem eg hafði upphaflega ritað hugmyndina á, en alltaf hætti eg við að skrifa söguna, af því að mér virt- ist það mundi svo erfitt. En dag nokk- urn ákvað eg loksins að reyna, og út- koman varð sæmileg. Sagan er orðin allkunn. Sama er að segja um söguna „The Colonel’s Lady“, sem kvikmynd- uð hefur verið. Eg fann nokkra punkta á blaði hjá mér eitt sinn, er eg var að leita að einhverju öðru, þetta blað var fjörutíu ára gamalt, en eg ákvað að reyna að skrifa söguna, og það tókst sæmilega vel.“ Hvaða stíl á rithöfundurinn að tileinka sér? „Að skrifa skýrt og einfaldlega hef- ur verið mín stefna, og það kostar mik- ið erfiði. Það er nú svo með mig, að hinn einfaldi og óbrotni stíll á bezt við mig. Þegar eg byrjaði að skrifa, gerði eg langan lista með löngum, lit- skrúðugum og einkennilegum orðum, en einhvern veginn tókst mér aldrei að koma þeim að. Sumir rithöfundar nota litskrúðugan stíl, er þeir segja sögu, en mér virðist hinn einfaldi hátt- ur henta betur ensku máli. Og þegar allt kemur til alls, er ekkert nýtt í því að skrifa. Allar sögur hafa í raun og veru þegar verið sagðar. Allt og sumt, sem maður getur gert, er, að segja sög- urnar eins og þær koma manni fyrir sjónir, út frá manns eigin sérkennileg- heitum.“ Hvernig á að segja sögu? „Þannig, að athygli lesandans sé vak- andi. Það er allt og sumt, sem sögu- kjarni er — þessi sögukjarni, sem svo margir nútíma rithöfundar virðast fyrirlíta — en aðalatriðið er þráður, sem athygli lesandans fylgir. Raunar er aðeins um þrjá hugsanlega þræði að ræða. Einn líkist hitakorti sjúklings á spítala, eins og Dickens-saga, þar sem eitthvað gerist í lok hvers fram- haldskafla, miðað við birtingu í tíma- riti mánaðarlega, og þetta „eitthvað” þarf að vera nægilega athyglisvert til þess að lesandinn kaupi næsta hefti tímaritsins. Annar þráðurinn er, þeg- ar sagan heldur áfram beina braut og uppávið, unz hún er búin, eins og leynilögreglusaga, sem er lokið þegar morðinginn er orðinn sannur að sök. Þriðji þráðurinn er eins og hálfhring- ur, þar sem sagan byrjar rólega, held- ur áfram stígandi, en endar aftur ró- lega. Klassískt dæmi um slíka sögu er „Madame Bovary". Rithöfundur verð- ur alltaf að hafa það í huga, að hann er að reyna að fá lesendur til þess að trúa sögu sinni. Þegar lesendur trúa ekki frásögninni, er sagan búin að vera. Margar góðar bækur hafa farið í hundana vegna þess að þetta hefur skort.... Jafnframt því, sem höfundurinn reynir að fá lesendur til þess að trúa frásögninni, verður hann að auka ílöngun þeirra að lesa meira og gera þá áfjáða að halda áfram. í enskum bókmenntum hefur þessu marki verið bezt náð í sögum Jane Austin. Eg fletti blöðunum með ákefð til þess að vita, hvað næst gerist. Vitaskuld gerizt ekkert, en samt verð eg að flýta mér að fletta blaði. Jafnvel á meðan eg er niðursokkinn í söguna, velti eg þeirri spurningu fyrir mér, hvernig hún fari að þessu. Svarið, og ráðlegging mín til verðandi rithöfunda, er, að Jane Austin hafi tekizt að smita lesendurna þannig vegna þess, að hún sjálf trúði algerlega á raunveruleika persóna sinna og athafna þeirra. Er til eitthvert sérstakt „tema", sem gott er fyrir nýgæðinginn að byrja á? „Byrjandinn á að byrja á því, sem hann þekkir. Vegna reynslu minnar sem læknanemi skrifaði eg bókina „Liza frá Lambeth“, sem kom út þegar er var 23 ára. Bezti efniviðurinn fyrir flesta unga höfunda er minningar þeirra frá barnæsku. Maður sér aldrei neinar persónur síðar á lífsleiðinni eins ljóslifandi og þær, sem eru tengd- ar bernskuminningunum.... En eg óska ekki neinum byrjanda þeirrar heppni og viðurkenningar, sem féllu mér í skaut fyrir „Lizu frá Lambeth". Strax á eftir sigldi eg suð- ur á Spán og settist þar að sem rithöf- undur. Eg skrifaði þrjár eða fjórar skáldsögur, sem voru einskis verðar. Þar fór forgörðum góður efniviður, sem eg hefði síðar getað smíðað eitt- hvað gagnlegt úr. . . .“ Hvað um þjóðfélagskenningar sem uppistöðu í skóldverki? „Áróðursskáldrit verða oft til fyrir ósk höfundanna að koma á þjóðfélags- legum endurbótum og fyrir ást þeirra á mannkyninu. Enda þótt eg hafi sam- úð með slíkum viðhorfum, held eg það mjög ólíklegt, að þau hjálpi til að skapa góð skáldverk. Dickens skrif- aði út frá slíkum sjónarmiðum á stundum. „Hard Times“ er ólesandi bók, en „David Copperfield" er enn í dag töfrandi. Allir rithöfundar verða fyrir þeirri freistingu einhvern tíman á ævinni, að skrifa blaðamannaskáldsögu. Það misskilningur að halda, að nokkuð varanlegt verði framleitt á þann hátt. Það veltur á útlistingunni á skapgerð fólksins og því, sem fólkinu við kem- ur, hvort sagan heldur vinsældum eða ekki. Eg játa gjarnan, að eg hef ekki verið krossferðariddari um mína daga. Eg hef talið mitt hlutverk að segja frá. Síðan eg varð þrítugur, hef eg þurft að skrifa skáldsögu á ári til þess að afla mér fjár til lifibrauðs. Eg hef að verulegu leyti skrifað mér sjálfum til skemmtunar, og það hefur nú farið (Framh. á bls. 29) 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.