Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 25
Tvenns konar hveitiverð, fyrir samvinnumálum, auk þess sem þær vinna mikið menningar- starf á fjölmörgum sviðum. Slíkt starf Iilýtur að verða samvinnusam- tökunum til heilla, og það hlýtur jafnframt að vera markmið samtak- anna að láta í té slíka þjónustu. Skemmtileg nýung - Gott húsráð Allar húsmæður kannast við það, hve stundum getur verið óþægilegt, að hafa ekki þrjár hendur, þegar hella á einhverju í gegnum síu ofan í pott eða skál. Sem sé, eina til að hella með, eina til að hræra með og eina til að halda á síunni með. Nú hafa vísindin og framleiðendur búshluta bætt úr þessu, því að komin er á markaðinn sía, sem er þannig gerð, að henni er hægt að smeygja á pottbarminn, og þar sit- ur hún föst á meðan við hellum með annarri hendinni og hrærum með hinni. Þetta er engan veginn merkilegt áhald né uppfinning, en hlutur, sem húsmæður munu el- laust fagna og gleðjast yfir hér engu síður en annars staðar. En meðan við eigum ekki kost á sh'kum grip, getum við notazt við það góða húsráð, að setja flatan hníf eða eitthvað ámóta undir síu- skaftið, svo að sían sitji. Að vísu verður hún ekki mjög stöðug á þennan hátt, en það getur þó kom- ið sér vel á stundum, að þurfa ekki að hrópa á aðstoð annarra, þótt við þurfum að sía soð eða súpu. -K Merkur saumaklúbbur í Reykjavík starfar merkilegur saumaklúbbur, sem í eru 6 konur. Konurnar skiptast á að hafa klúbb- inn heima hjá sér, eins og gengur, og hressa sig á heimabökuðum kök- um og kaffi. En klúbburinn er merkilegur fyrir það, að konurnar rabba ekki saman á meðan þær sauma. í stað þess kemur það alltaf í hlut einnar í hverjum stað, að lesa kafla úr íslendingasögum, meðan hinar sauma og hlusta. Þannig hafa þessar konur lokið við að lesa Njálu og eru nú að lesa Egilssögu. Með þessu móti hafa saumaklúbb- ar margfalt gildi, því að lestur ís- lendingasagna gefur þeim bók- menntalegt gildi. Slíkur lestur auðgar anda þeirra, er hlusta, og stuðlar að málfegurð. ★ Sendiberra Bandarikjanna í Danmörk er kona, frú Eugenie Anderson. Nýlega fór hún í kynnsiför til nokkura kaupfélaga í Danmörk, til þess að sjá samvinnuhreyfinguna að starfi. Sendiherrann sagði um kynn isför þessa, að sér hefði þótt sérstak lega athyglisvert að sjá með eigin augum hið persónulega samband í milli kaupfélaganna og viðskipta- mannanna, og kynnast því, hve mikla áherzlu danska samvinnu- hreyfingin leggur á menningarhlið samvinnustarfsins. „Kornmarkaðurinn er ekki sem stöðugast- ur um þessar mundir,“ segir brezka blaðið Economist nýlega. Getur það þess, að kana- díska hveitið sé nú orðið allt að 10% lægra en bandaríska hveitið, og séu þó dæmi til þess að bandaríska hveitið hafi verið selt á $ 1,50 skeppan, en það er lágmarkshveiti- verðið samkvæmt alþjóðasamþykkt. Há- markshveitiverðið, samkvæmt sömu sam- þykkt, er $ 1,80 skeppan. Blaðið getur þess ennfremur, að Astraliu- hveiti hafi lækkað lítið eitt, enda þótt eftir- spumin sé enn mikil eftir hveiti, sem ekki þarf að greiðast í dollurum. í þessu sam- bandi getur Economist þess, að ekki sé ósennilegt, að tvenns konar hveitiverð geti skapazt í heiminum, dollarahveitiverð ann- ars vegar og hveitiverð þeirra þjóða, sem ekki nota dollara, hins vegar. „Það er alls ekki óhugsanlegt," segir blað- ið, „að bandaríska og kanadíska hveitið muni framvegis selt á lágmarksverði hveiti- verðssamþykktarinnar, en t. d. franskt og ástralskt hveiti verði selt á hámarksverði samþykktarinnar." Skýringin á þessari skoð- un blaðsins er sú, að þjóðirnar muni vilja kaupa hveiti lítið eitt hærra verði, ef þær þurfa ekki að greiða það með dollurum. Vegna þessa neyðast dollarahvéitiframleið- endur til að fara eins langt niður með hveiti- verð sitt eins og alþjóðasamþykktirnar leyfa, en sterlingþjóðirnar muni sennilega geta selt sitt hveiti á hámarksverði hveiti- samþykktarinnar. * Stöðug velmegun. Hagfræði- og félagsdeild SÞ hefur að undanförnu setið á rökstólum og rætt félags- og efnahagsvandamál heimsins. Ráðstefnan lýsti yfir þeirri sannfæringu sinni, að grund- vallarskilyrðin fyrir friði í heiminum sé áframhaldandi velmegun, uppræting at- vinnuleysis og efnahagslegar framfarir um heim allan. Ráðstefnan mælti með þrem aðalleiðum að þessu marki. Þær eru: I. Næg atvinna fyrir alla skuli vera fastur liður á stefnuskrá allra ríkisstjórna. Um leið og atvinna fer að rýma skuli ríkisstjómin taka það sem merki þess, að nú verði hún að hefjast handa og gera sérstakar ráðstaf- anir til þess að auka atvinnuna. II. Stjórnimar skuli semja ýtarlega áætl- un um fjármála- og peningastefnu ríkisins, fjárfestingu og framleiðslu. Við samningu slíkrar áætlunar skuli stjórnimar fyrst og fremst hafa það í huga, að stuðla beri að því, að kaupgeta neytendanna verði það mikil, að næg atvinna skipst fyrir alla. III. Samin skuli varaviðreisnaráætlun fyr- ir hvert ríki, og komi hún til framkvæmda, ef atvinnuleysi fer fram úr ákveðnu marki þrjá mánuði í röð. 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.