Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 8
VETRARDAGUR í SVEIT SAMVINNAN HEIMSÆKIR EYFIRZKT STÓRBÝLI HVAÐ gerist á hversdagslegum vetrardegi í íslenzkri sveit? Er það nokkuð, sem í frásögur er fær- andi? Ekki þarf að lýsa algengum vinnudegi þar fyrir bændum lands- ins eða þeim, sem uppaldir eru í sveit, enda þótt búskaparhættir séu nokkuð ólíkir í ýmsum landshlutum og nútímatækni og vélamenning hat'i breytt daglegum störfum mjög frá þvi, sem áður var. En enda þótt bændur þekki allt slíkt gjörla, hafa þeir þó e. t. v. gaman af að kynnast búskap nágrannans og stéttarbróð- uisins. Um fjölmarga kaupstaðarbúa gegnir öðru máli, einkurn þó yngri kynslóðina. Hún er næsta ókunnug daglegu lífi inn til dala eða upp til heiða, eins og það gerist í dag. Það er helzt á sumrin, þegar sólargangur er hæstur, sem kaupstaðarbúar sækja út hans eru þá næsta langt burtu, og enda þótt bæjarmaðurinn vænti þess eindregið, að mjólk til heimilis hans sé jafnan fyrir hendi í mjólkurbúð- inni og kjöt og garðávextir í kjöt- búðinni, er það of sjaldan, sem hann iiugleiðir það starf, sem býr að baki þeirrar framleiðslu eða hvernig það Ciuni vera í raun og veru, lífið úti í sveit að vetrinum, eða með öðr- um orðum, hvernig honum sjálfum mundi geðjast að því að vera bóndi á eigin jörð í stað þess að sitja yfir talnadálkum verzlunarbóka, standa á bak við búðarborð eða við verk- smiðjuvél eða sinna einhverju af þeim öðrum störfum þjóðfélagsins, sem rneira hafa verið í tízku nú um sinn en að yrkja jörðina og afla sér brauðs í sveita síns andlitis með að stoð móður jarðar. EN allt þetta er raunar útúrdúr. Enn er spurningunni ósvarað. Hvað gerist á hversdagslegum vetrar- degi á íslenzkum sveitabæ? Nú í marzmánuði gerðu tveir fréttamenn Samvinnunnar svo litla tilraun til þess að svara spurningunni. Þessi stutta frásögn, og myndirnar, sem henni fylgja, er það, sem þeir sáu og heyrðu. Og víst fannst þeim það í frásögur færandi. En þessir menn eru báðir réttir og sléttir bæjarmenn, sem þekkja lítið meira til sveitastarfa en þeir kynntust sem drengir í sum- arvist fram til dala og hafa numið af bókum á síðari árum. Það fer því að vonum, að svar þeirra við spurn- ingunni verður næsta ófullkomið og geymir ekki mikinn fróðleik fyrir þá, tem í sveitum starfa. Hitt getur verið, að þessi fréttamenn séu ekkert eins- dæmi og allmargt fólk í kaupstöð- um landsins sé litlu betur heima í þessum efnum. En snúum okkur þá að því, sem þeir sáu og heyrðu: Seint í marz var snjólétt orð- ið um Eyjafjarðarbyggðir. Yfirleitt hafði tíðin verið mild frá áramótum. A láglendinu í Eyjafjarðardalnum var víða auð jörð, en snjór sat i lautum og lægðum. Héla einnar næt- ur entist sjaldan til kvölds. Eyja- fjarðarbraut var greiðfær öllum bif- reiðum. Frá Akureyri að Möðruvöllum í Eyjafirði er hálfrar klukkustundar akstur þegar svona viðrar. Þegar komið er suður fyrir Mel- gerðisflugvöll, blasir sveitin austan megin dalsins við augum. Dalurinn er enn breiður og undirlendi mikið frá austurfjöllunum niður á Eyja- fjarðarárbakka. Auðséð er þegar, að það er engin tilviljun, að á Möðru-

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.