Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 31
sinn vandaði hún honum vissulega ekki kveðjurnar. Beck sjóliðsforingja mun aldrei hafa fýst að rifja ummæli henn- ar upp fyrir sjálfum sér og mundi aldrei hafa dottið í hug að trúa neinum öðrum fyrir þeim — jafnvel ekki bezta vini sínum. Og ásakanir hennar særðu hann miklu dýpra sári en annars fyrir þá sök, að hann fann með sjálfum sér, þrátt fyrir allar venjulegar sjálfsblekkingar sínar, að refs- ingin var makleg og réttlát. Hún kallaði hann auman ræfil, er seldi hverjum sem væri fyrir innantóman fagurgala og hégóma — ekki aðeins hana sjálfa, heldur einnig allt, sem þau hefðu átt sameigin- lega og hefðu átt að halda í heiðri. Og nú væri svo komið, — sagði hún og stjakaði um leið frá sér, eins og hún hygðist hrista eitthvað af sér, sem hún fyrirliti og hefði viðbjóð á — að hann hefði skipt persónu sinni og sjálfsvirðingu svo smátt milli allra þeirra fjölmörgu léttúðardrósa, sem hann væri að stíga í vænginn við, að engin heiðarleg eða sóma- kær kona kærði sig um að hirða leifarnar. Og þegar Beck varpaði sér í legubekkinn og hrópaði upp, að hann væri ógæfusamur maður, hafði hún endurtekið aft- ur og aftur með ósegjanlegri fyrirlitningu í rómnum: „Maður! — Maður! — Ef þú værir maður, mundi eg elska þig enn, — að minnsta kosti ekki fyrirlíta þig, eins og eg geri nú. — En eins og eg blæs nú á þetta ljós og slekk það í einu vetfangi, þannig skal og öllu vera lokið okkar á milli upp frá þessu.“ Að svo mæltu snerist hún á hæli og skundaði út úr stof- unni. Beck sat einn eftir og harla skelfdur yfir þessu skyndi- lega áfalli, sem hann óttaðist, að aldrei yrði að fullu bætt. Kona hans sat uppi alla nóttina inni hjá barni þeirra, og hann fann það á sér, að ekki mundi hyggilegt að ónáða hana, eða leita strax sætta. Næstu daga braut hann hins vegar fúslega odd af oflæti sínu og umgekkst konu sína bljúgur og auðmjúkur í allri framkomu og viðurkenndi fúslega í orði, að hann ætti refsinguna skilið. Og hann reyndi ennfremur, hvenær sem tækifæri gafst þá á næst- unni, að sýna henni einlægni sína og iðrun með því að taka upp breytta umgengnishætti gagnvart öðrum konum í ná- vist hennar, enda tókst honum smám saman að milda skap hennar að því marki, að hún duldi fálæti sitt og kulda aftur undir yfirborði rósemi og vinsemdar, svo sem hún hafði áður tamið sér, eftir að fyrsti ástúðareldurinn var kulnaður. I rauninni veittist henni harla létt að fyrirgefa þetta síð- asta atvik, enda var það aðeins dropinn sem fyllti mæli gremju hennar og vonbrigða. Hitt fyrirgaf hún eiginmanni sínum aldrei, að henni var smám saman orðið það ljóst, að hann hafði algerlega brugðist þeirri hugsjón, sem hún hafði ávallt borið í brjósti, að eiginmaður hennar reyndist sannur maður, heill og traustur, karlmenni og drengur í sjón og raun. En sambúðin hafði kennt henni að sjá þvert í gegnum þá glæsilegu og litfögru skel, sem átti að dylja hinn sanna, innri kjarna, svo að liún vissi orðið til hlítar, að sú skel var tóm, — þar duldist enginn kjarni, heldur fánýtið eitt Þessi skaði varð aldrei bættur, og þar með hafði ham- ingjudraumur hennar breytzt í hræðilega martröð veru- leikans. Hins vegar duldist hún vel fyrir mönnum og lét á engu bera hið ytra. Hún helgaði nú áhuga sinn og fómar- lund því hlutverki að ala Friðrik son sinn þannig upp, að hann losnaði sem framast auðið væri við eðlisarf þann, sem hún þóttist skynja, að hann hefði hlotið frá föður sínum. Hún veitti drengnum í þessu skyni strangt og agasamt upp- eldi, en hún hugðist þó aga hann af réttlæti og móðurkær- leika. Frú Beck hafði alltaf, síðan þær Elísabet voru samvistum forðum daga, borið til hennar hlýjan hug og mikla virð- ingu. Hún hafði því ávallt fylgzt með kjörum hennar eftir megni og verið fegin kveðjum þeim, er henni bárust öðru hvoru frá þessari æskuvinkonu sinni. Stöku sinnum hafði hún mætt henni á götu í Arnardal, og hún hélt sig skilja ástæðuna til þess, að Elísabet virtist forðast hana, án þess þó að láta nokkuð á því bera, svo að hún særði ekki frú Beck að ósekju. En frúin hafði fundið í fórum manns síns miðann, sem Elísabet hafði skrifað honum kvöldið góða. Frú Beck þekkti þá orðið eðlisfar manns síns svo vel, að þetta kom henni engan veginn á óvart, né olli henni nokk- urri sorgar. En það varð hins vegar til þess, að hún skildi framkomu Elísabetar í sinn garð betur en ella mundi og reyndi ekki að laða hana að heimili þeirra hjóna. Hún lét sér aðeins nægja að líta rannsakandi í andlit þessarar fornu vinkonu sinnar — í hvert sinn, er þær mættust á götu — til þess að reyna að ráða það af svip hennar, hvort hún væri ánægð og gæfusöm í sambúðinni við hafnsögumanninn — eiginmanninn, sem Elísabet hafði kosið sér og tekið fram yfir hinn glæsilega sjóliðsforingja. Þessi rannsókn, sem framkvæmd var í laumi, svo að enginn yrði hennar var, og þó sízt Elísabet sjálf — leiddi til þess, að hún efaðist um, að Elísabet væri fyllilega ánægð með sitt hlutskipti. Og þegar frú Beck heyrði, hversu harður og óþjáll Sölvi reyndist konu sinni, þóttist hún vita það með vissu, að Elísabet lifði einnig í ógæfusömu hjónabandi. Og upp frá því hafði hún sterkari löngun til að hafa tal af henni í trúnaði en nokkr- um manni öðrum. Kvenleg forvitni hennar knúði hana — án þess að hún gerði sér sjálf ljósa grein fyrir ástæðunni — til þess að grennslast eftir því, hvor þeirra hefði hlotið erf- iðara og þungbærara hlutskipti, þegar öll kurl komu til grafar. Elísabet fýsti einnig oft að ná fundum hinnar fornu og góðu vinkonu sinnar, kynnast högum hennar og njóta trún- aðar hennar aftur. En í hús þeirra Beckshjóna taldi hún sig alls ekki geta komið — af ýmsum gildum ástæðum. En hún hafði þó við hina lauslegu samfundi þeirra, er þær mættust á förnum vegi, tekið eftir því, að frú Beck var föl á vang- ann og engan veginn ánægjuleg á cvipinn, þótt hún bæri sig vel og virðulega. (Framhald.) Islenzkar smásögur Samvinnan óskar að kaupa íslenzkar smásögur, sem ekki hafa verið birtar áður, fyrir sanngjörn ritlaun. Vill ritið benda á, að þama er gott tækifæri fyrir unga rithöfunda til þess að koma sögum sínum á framfæri. Sögumar mega helzt ekki vera lengri en 3500 orð. Samvinnan hyggst birta eina slíka sögu í mánuði hverjum. Utanáskrift ritsins er: SAMVINNAN, pósthólf 58, Akureyri. 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.