Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 11
Húsfreyjan d Mööruvöllum, frú Helga Kristinsdóttir, við vefstóhnn. Fagur heimavefnaður prýðir stofur á Möðruvöllum. / stofu á Möðruvöllum að dagsverki loknu. Hjónin og deeturnar tvœr, sem heima eru; pilturinn er i skóla á Akureyri, en var i heim- sókn þennan dag. gefa kúnum. Þær fá þurrhey fyrst um morguninn. Er það sótt í hlöðuna, sem er áföst fjósinu. sem fyrr segir. Heyinu er ekið inn í fjósið úr hlöð- unni. Gengur gjöfin greiðlega. Þá hefst mjöltunin, um kl. 7. Lítill mótor í vélahúsinu er settur af stað. Mjalta- vélarnar teknar fram og settar saman. Síðan hefjast mjaltirnar. Með hinum nýju mjaltavélum gengur það verk fljótt og greiðlega. Mjólkin er tænd á stóra mjólkurbrúsa úr mjaltavélar- dunkum og brúsarnir síðan bornir út á hlað, því að nú fer að líða að því, að mjólkurbíllinn, sem flytur mjólk- ina daglega í mjólkursamlagið, komi Stúlkurnar á banum gera upp við mjólkur- bilstjórann. á vettvang. Þá þarf líka að taka brús- ana með mjólkinni frá því í gærkveldi úr kælikerinu og koma þeim út á hlað. Um klukkan 8 kemur mjólkur- bíllinn. Þá er gengið rösklega að því að koma brúsunum á bílinn. Stund- um er bílstjórinn beðinn fyrir erindi í kaupstaðnum. í þetta sinn þurfa starfsstúlkurnar á bænum að biðja hann að verzla ofurlítið fyrir sig. Þeg- ar bíllinn er farinn og morgunverði er lokið, hefjast önnur störf í fjósinu. Flórinn er verkaður, básarnir sópaðir og kýrnar burstaðar og snurfusaðar. Mykjan rennur niður um göt á flór- gólfinu niður í safnhúsið. Ef tími vinnst til fyrir hádegi, vinna piltarnir á bænum að því að pumpa áburðinn upp úr safnhúsinu upp á bílpall, og síðan er honum ekið á túnið á vöru- bíl. Lítill traktor drífur dæluna, og tekur skamma stund að fá hlass á bíl- inn. Þennan morgun þarf líka að sinna hrossunum og hænsnunum. Litlu stúlkurnar á bænum gefa hænsnun- um gjarnan og tína saman eggin, en þau eru ekki mörg á þessum árstíma. Eftir hádegisbilið er haldið áfram við að aka á túnið. Einn piltanna tekur þó til þar, sem frá var horfið í gær, og fer að dytta að gömlum vöru- bíl, sem stendur inni í hlöðunni. Ætl- unin er að gera hann gangfæran fyrir vorið, og það starf er unnið í hjáverk- um, er tími vinnst til. En ekki er langur tími til starfa, því að klukkan hálf þrjú er aftur kom- inn tími til að gefa kúnum. í þetta sinn er þeim gefið vothey, og er því ekið á hjólbörum inn í fjósið. Að þeirri gjöf lokinni er aftur þrifið til í fjósinu, og því næst horfið að öðrum störfum. Skömmu eftir að miðdegiskaffi er lokið, kemur mjólkurbíllinn úr kaup- staðnum. Stúlkurnar hlaupa út til þess að frétta, hvernig bílstjóranum hafi gengið að verzla fyrir þær. í þetta sinn hefur það gengið að óskum, og nokkra stund fer fram uppgjör þarna á hlaðinu. Á meðan losa piltarnir brúsana af bílnum og koma þeim á sinn stað, svo að þeir séu tiltækir fyrir kvöldmjaltirnar. Þegar þessum snún- ingum öllum er lokið, er kominn tími Kýrnar fá vothey kl. hálf þrjú. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.