Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Síða 4

Samvinnan - 01.09.1950, Síða 4
ar á vegi haris við afurðasöluna. í því tilfelli mun áhuginn á að hagnýta inn- lenda markaðinn hafa aukizt verulega. Það er og greinilegt, að verð á hrá- vörum er jafnan lægra en verð á full- unnum vörum. Forráðamenn Sam- bandsins munu því liafa gert sér glijgga grein fyrir því, að eitt af mestu hags- munamálum íslenzkra framleiðenda væri að fullvinna framleiðsluvörur sínar. Við það mundu skapast betri markaðsmöguleikar, verðið yrði yfir- leitt hærra, gjaldeyristekjur þjóðarinn- ar yrðu meiri, gjaldeyrisþörfin fyrir innfluttum vörum yrði minni og auk- in atvinna skapaðist í landinu. Verðsveiflur og ullariðnaðurinn. A þeini árum, sem verið var að leggja grunninn að iðnframkvæmdum Sambandsins, voru nokkrar verðsveifl- ur á ull á heimsmarkaðinum. Árið 1929 var t. d. mikið erfiðleikaár livað ullarsölu snerti. Þá féll íslenzka ullin um 50—60% á erlendum markaði. Um sama leyti reyndist oft erfitt að selja skinn og húðir erlendis. Verðfallið og þessir markaðserfiðleikar ínunu hafa sannfært forvígismenn Sambandsins enn betur um nauðsyn þess, að við ís- lendingar legðum kapp á að fullvinna framleiðsluvörur okkar fyrir innlenda markaðinn engu síður en þann er- lenda. Starfsemi garnastöðvarinnar í Rvík sýndi á sínum tírna, að það mátti gera markaðsvöru úr því, sem áður var tal- ið lítils virði. Rekstur gæruverksmiðj- unnar á Akureyri sýndi einnig, að oft mátti fá betra verð fyrir ullina og skinnin seld sitt í hvoru lagi heldur en fyrir gærurnar. Starfræksla beggja verksmiðjanna varð bændum landsins til hagsbóta, jafnframt því sem nokkr- ir menn fengu atvinnu við þennan iðnað, og gjaldeyristekjurnar jukust. En árið 1929 kröfðust nýjar aðstæður þess að ný framfaraspor yrðu stigin í sambandi við þessar iðnframkvæmdir. Innlend ullarverksmiðja, sem mundi framleiða dúka og garn handa lands- mönnum úr miklum hluta íslenzku ullarinnar, var næsta verkefnið. Gefjun keypt. Aðalfundur Sambandsins samþykkti árið 1929 heintild fyrir stjórnina til þess að koma upp eða kaupa full- komna ullarverksmiðju. Tvær ullar- verksmiðjur voru í boði. Önnur var Álafoss í Mosfellssveit, hin Gefjun á Akureyri. Niðurstaðan af samningum stjórnar og framkvæmdastjórnar S. I. S. varð sú, að Gefjun var keypt og voru kaupin talin mjög hagkvæm. Áður en S. í. S. keypti Gefjuni var framleiðsla hennar alltaf að dragast saman og síðustu ár verksmiðjunnar í eigu fyrri eigenda voru taprekstursár. Við eigendaskiptin urðu hins vegar fljót umskipti á þessu. Árið 1930 vann verksmiðjan t. d. úr 40.243 kg. ullar, en árið 1949 vann liún úr 176.655 kg. Við ullariðnaðinn tengja íslenzkir samvinnumenn miklar vonir, enda hefur rekstur Geljunar sýnt það, allt frá því að Sambandið byrjaði að reka liana, að ullariðnaður getur vel þróast í landinu, ef rétt er á haldið. Umsetning og framleiðsluafköst Gefjunar hafa aukizt mikið þau ár, sem S. í. S. hefur rekið verksmiðjuna. Nýjar og fullkomnari vélar liafa verið fengnar til verksmiðjunnar eftir því sem þarlir og geta hefur leyft. í fyrra haust hóf hin fullkomna ullarþvotta- stöð Gefjunar starfsemi sína og nú er unnið að endurbyggingu ullarverk- smiðjunnar. Hin nýja verksmiðjubygging Gelj- unar er 4.400 fermetrar að flatarmáli fyrir utan ullarþvottastöðina. Verk- smiðjan verður búin nýjustu og full- komnustu tækjum til ullarvinnslu og dúkagerðar, og munu lramleiðsluaf- köstin margfaldast frá því sem nú er. Samstœð skipulagsheild. Yfirleitt hefur verið reynt að skipu- leggja verksmiðjurekstur Sambandsins þannig, að hann verki sem samfelld skipulagsheild. Með þessu er unnið að því, að framleiðsluvörur einnar deild- ar verði hráefni annarrar. Þannie er þetta t. d. með verksmiðjur S. í. S. í ullar- og skinnaiðnaðinum. Bóndinn selur kaupfélagi sínu ullina. Kaup- félagið sendir hana á vegum S. í. S. til ullarþvottarstöðvarinnar. Þar er hún flokkuð og þvegin. Að því búnu fer nokkur hluti hennar til útflutnings- deildar Sambandsins, sem selur hana á erlendum markaði, en mestur hlutinn fer til Gefjunar, sem hráefni til vinnslu. Þar er ullin kembd, spunnin og unnin í dúka og teppi. Mestur hluti framleiðsluvara Gefjunar fer til kaup- félaganna, þar sem neytendurnir kaupa ullina fullunna, en nokkur liluti farmleiðslunnar fer til fataverksmiðj unnar Heklu, sem hráefni tii vinnslu. Þar er unnið alls konar prjónles úr Gefjunargarninu og lopanum. Úr fata- verksmiðjunni fara vörurnar til kaup- félaganna og þaðan til neytendanna. Það er vegna þessarar samstæðu skipulagsheildar ullariðnaðar Sam- bandsins, að verksmiðjurnar vinna nær eingöngu úr innlendum hráefn- um, en skila þeim aftur í fullunnum vörum, sem ella liefði þurft að flvtja inn í landið og greiða með gjaldeyr- isvöru. Framleiðsluskipulag Skinnaverk- smiðjunnar Iðunnar er mjög hliðstætt skipulagi Gefjunar. Bændurnir selja Iðunni gærur og húðir í gegnum kaupfélögin. Þær eru afidlaðar í gæru- rotunarstöðinni og síðan sritaðar í srit- unardeildinni í margvíslega markaðs- vöru, svo sem fataskinn, hanzkaskinn, bókbandsskinn, sólaspalt o. fl. Nokkur hluti leðursins fer til skógerðar Ið- unnar og ýrnissa iðnfyrirtækja í land- inu og síðan þaðan til landsmanna sem fullunnin framleiðsluvara, svo senr kór, hanzkar, töskur. leður jakkar o. s. frv. Sameignarverksmiðjurnar. Sameignarverksmiðjur S. í. S. og K. E. — Sjöfn, Freyja og Kaffibrennslan, — eiga það sameiginlegt að starfræksla þeirra byggist að verulegu leyti á því. að erlend hráefni fáist til starfræksl- unnar, en á því hafa verið miklir erf- iðleikar undanfarið vegna margs kon- ar hafta og gjaldeyrisörðugleika. Eins og sakir standa vofir yfir stöðv- un þessara verksmiðja vegna lnáefna- skorts og sjaldan hel'ur verið liægt að reka þær með fullum afköstum í seinni tíð. Hin miklu afskipti hins opinbera af utanríkisverzluninni hafa einnig torveklað starfsemi verksmiðjanna. Hefur ríkið t. d. oft bundið hráefna- kaup við sérstök lönd með milliríkja- samningum. í því tilfelli hefur stund- um orðið að afla nýrra sambandá og hafa þau verið misjöfn, eins og geng- ur. Það segir sig sjálft, að rekstur verk- smiðjanna nýtur sín ekki til fulls við slík starfsskilyrði. Eigi að síður hafa verksmiðjurnar átt vaxandi vinsæld- um að fagna vegna aukinna gæða fram- (Framhald á bls. 20) 4

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.