Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Page 9

Samvinnan - 01.09.1950, Page 9
felist ekki, að ríkisvaldið þurfi eða eigi að leiða menir hvert fótmál eða vera með nefið ofan í hvers manns kyrnu. Það eru sjúkdómseinkenni, þegar ríkisvaldið telur sér slíkt nauðsynlegt, og sá sjúkdómur get- ur verið bæði efnahagslegs og stjórnmálalegs eðlis. Þrátt fyrir þau ríkisafskipti og þá þjóðnýtingu, sem eg álít nauðsynlega til þess að tryggja öllum arðbæra atvinnu og réttláta skiptingu þjóðarteknanna, tel eg eiga að vera nóg svigrúm í atvinnulífinu fyrir heilbrigðan einkarekstur og samvinnurekstur, svo að bæði dugnaður og atorka, sem og forsjálni og félagshyggja fengju að njóta sín og láta svo gott af sér leiða sem unnt er. L. BJ.: Og hvernig teljið þér þessar kenningar samrýmast lýðræðishug- sjóninni? G. Þ. G.: Eg álít þær samrýmast henni prýðilega. Annars mundi eg ekki fylgja þeim. Markmið allra ráðstaf- ana í þjóðfélagsmálum á að vera að gera manninn sem frjálsastan, óháð- astan, því að þá er líklegast að hann verði hamingjusamur. Andlegt frelsi og lýðræði í stjórnmálum er ekki nóg, þótt hvort tveggja sé geysimikils virði og raunar ómiss- andi. Ef vofa atvinnuleysis stendur við dyr manns, er hann ekki frjáls og öruggur, eins og sá, sem telur sig bera minna úr býtum en réttmætt væri, álítur sig ekki óháðan. Sú stefna, sem telur sig leitast við að tryggja öllum sem arðbærasta at- vinnu og sem réttlátasta tekjuskipt- ingu, getur ekki verið í ósamræmi við lýðræðishugsjónina, heldur hlýt- ur þvert á móti að efla hana. L. BJ.: Þakka yður fyrir. — Prófessor Gylfi dlitur þannig, að ríkisvaldið verði að hafa veruleg afskipti af at- vinnulifinu til þess að tryggja sem mesta framleiðslu og sanngjarna arðskifitingu, en hann álitur jafn- framt, að einkarekstur og samvinnu- rekstur hafi gagnlegu hlutverki að gegna d ýmsum sviðum. Hér er þd kominn prófessor Ólaf- ur Björnsson. EINKAREKSTURINN L. BJ.: Hver teljið þér helztu ein- kenni einkarekstursins? ÓL. BJ.: Með einkarekstri á eg við það, að atvinnufyrirtækin séu rekin af einstaklingum og frjálsum félags- samtökum þeirra á gi'undvelli eign- arréttar þessarra aðila á fyrirtækjun- um, og taki eigendur ákvarðanir um það, hvernig þau séu hagnýtt, en leiðarstjarna þeirra í því efni er verðmyndunin á markaðinum. L. BJ.: Og teljið þér, að einkarekst- urinn sé æskilegur frá sjónarmiði lýðræðishugsjónarinnar og til þess fallinn að fullnægja kröfunum um jöfnuð og velmegun? ÓL. BJ.: Skoðun mín er sú, að einka- reksturinn sé ekki eingöngu æski- legur frá sjónarmiði lýðræðishug- sjónarinnar, lieldur beinlínis skil- yrði þess, að hægt sé að tala um lýðræði. Þar sem öll framleiðslu- tæki eru þjóðnýtt, þar er allt vald í efnahagsmálum í liöndum þeirra, sem fara með hið pólitízka vald hverju sinni. Hver einstaklingur verður þá algerlega háður stjórnar- völdunum um lífsafkomu sína og atvinnu, því að þau eru eini at- vinnurekandinn. Það ætti að segja sig sjálft, að í slíku skipulagi er engin aðstaða til frjálsrar gagnrýni á hendur yfirvöldunum, en slík að- staða er að mínu áliti undirstaða þess, að lýðræðisleg mannréttindi geti orðið annað og rneira en nafn- ið tómt. Enda sýnir reynslan, að þar sem algerri þjóðnýtingu hefur verið komið á, þar er líka algert ein- ræði á sviði stjórnmála. L. BJ .: Prófessor Gylfi Gíslason benti á það, að í þeim löndum, þar sem einkarekstur væri víðtækastur, væri skipting þjóðarteknanna mjög ó- jöfn. ÓL. BJ.:Eg hygg, að að því leyti, sem þetta kann að vera rétt, þá sé það ekki afleiðing einokunarfyrirkomu- lagsins, heldur óheppilegar íhlut- anir ríkisvaldsins um efnahagsmál, sem orðið hefur til þess að skapa ákveðnum aðilum einokunarstöðu í skjóli hafta, tollverndar o. s. frv. Með skynsamlegum ráðstöfunum í skattamálum, verzlunarmálum o. s. frv. sé eg ekkert því til fyrirstöðu, að tekjuskiptingin geti ekki orðið sæmilega jöfn í þjóðfélagi, þar sem einkarekstur ríkir. Eg tel og að þjóðnýtingin sé síður en svo trygg- ing fyrir jafnri tekjuskiptingu, því að þar sem nrenn njóta ekki frelsis, þar ríkir heldur ekki jöfnuður. L. BJ.: En teljið þér þá, að slíkt skipu- lag geti tryggt velmegun og fram- farir? ÓL. BJ.: Já, eg tel að aðeins í slíku skipulagi geti orðið um velmegun og framfarir að ræða. Séreignarrétt- urinn er undirstaða athafnafrelsis einstaklinga, en slíkt athafnafrelsi hefur ávallt verið veigamesta drif- fjöður nýjunga og framfara. Að leggja allt atvinnulíf undir hið þunga skrifstofubákn ríkisvaldsins, boðar hins vegar, að mínu áliti, að- eins framtaksleysi og stöðvun. L. BJ.: Þakka yður fyrir. — Prófessor Ólafur Björnsson álítur m. ö. o. að einkareksturinn og athafnafrelsi tryggi bezt lýðrœði og almenna vel- megun. SAMVINNUREKSTURINN L. BJ.: Þá er hér kominn að síðustu prófessor Ólafur Jóhannesson. — Hver teljið þér helztu einkenni samvinnurekstursins? ÓL. JÓH.: Megineinkenni samvinnu- reksturs, eru að jafnaði talin fjögur. Hafa þau verið nefnd samvinnuein- kenni. Þessi alþjóðlegu samvinnu- einkenni hafa verið viðurkennd í íslenzkri löggjöf um samvinnufélög. Megineinkenni þessi eru: Að fé- lagið sé opið öllum, sem fullnægja ákveðnum skilyrðum, þ. e. aðgang- ur að félaginu á að vera frjáls, að allir félagsmenn hafi jafna íhlut- un um stjórn og starfsemi félagsins, án tillits til inneigna í félaginu eða viðskipta við það, þ. e. hver félags- maður skal hafa eitt og aðeins eitt atkvæði, að tekjuafgangi, sem verða kann af starfsemi félagsins sé út- hlutað til félagsmanna eftir við- skiptamagni þeirra eða þátttöku í félagsstarfinu, en eigi eftir eignum þeirra í félaginu og að vöxtum af inneignum í félaginu er sett ákveð- ið hámark. — L. BI.: Viljið þér skýra nokkuð nánar hvað í þessum einkennum felst? ÓL. JÓH.: í því, að aðgangur á að vera öllum þeim frjáls, sem full- nægja ákveðnum skilyrðum, felst það, að þau skilyrði mega ekki vera þannig, að þau geri mönn- um misjafnlega erfitt fyrir að kom- 9

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.