Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Síða 10

Samvinnan - 01.09.1950, Síða 10
ast í félögin og gerast þátttakendur í samvinnustarfinu, t. d. mætti ekki ákveða svo há inntökugjöld, að ein- göngu efnaðir menn gætu greitt þau og ekki mætti heldur setja skil- yrði um það, að menn yrðu að hafa ákveðnar skoðanir eða trú til þess að fá inngöngu í félögin. — í því, að allir félagsmenn hafi jafna í- hlútun um stjórn og starfsemi sam- vinnufyrirtækja, felst það, að þeir hafi jafnan atkvæðisrétt, þ. e. hinn nýi félagsmaður hefur eitt atkvæði alveg eins og sá, sem starfað hefur í félaginu frá stofnun. Atkvæði stærsta viðskiptamannsins vegur ekki meira en þess, sem hefur lægst viðskipti, og inneignamaðurinn, sem leggur starfseminni til svo og svo mikið rekstrarfé, hefur engu meiri íhlutun um stjórn fyrirtækis- ins, heldur en sá félagsmaður, sem ekkert á inni í félaginu. Slíkt skipu- lag er áreiðanlega mjög óvenjulegt í félögum, sem hafa einkum fjár- hagsstarfsemi með höndum. Venju- lega er atkvæðisrétturinn þar bund- inn við fjáreign í félaginu. í þessu felst einnig það, að ákveðnar reglur verði að gilda um fundahöld í fé- lögunum, svo að menn hafi aðstöðu til að neyta atkvæðisréttar síns. Því verður ekki neitað, að misjafnlega tekst til um framkvæmd þessa at- riðis, en út í það er ekki hægt að fara hér. — Þriðja einkenni sam- vinnuskipulagsins er þó sennilega einna þýðingarmest, sem sé það, að þeim tekjuafgangi, sem verða kann af starfsemi samvinnufyrirtækis, skuli skipt á milli félagsmanna í réttu hlutfalli við þátttöku þeirra í félagsstarfinu. Þetta nær aðeins til þess tekjuafgangs, sem stafar af starfsemi félagsmannanna sjálfra. Þessi regla snertir vandamálið um skiptingu arðsins á milli fjármagns- ins og vinnunnar. Þarna er því sleg- ið föstu, að arði eigi ekki að úthluta til fjármagnsins, það á aðeins að fá sína vexti. — Og með fjórða og síð- asta samvinnueinkenninu á að koma í veg fyrir að samvinnufyrir- tæki verði' gróðafyrirtæki eigna- manna. Samkvæmt því eiga vextir af stofnfé og öðrum inneignum í fé- laginu að vera fyrirfram fastákveðn- ir en eiga ekki að breytast eftir því, hvort tekjuafgangur félagsins er mikill eða lítill. Jafnframt er á- kveðið vaxtahámark. Með þessu eru fjármagninu settar ákveðnar skorð- ur. — Segja má, að það sé einmitt höfuðeinkenni á samvinnurekstri, að vinnan, þátttakan í félagsstarf- inu, er þar aðalatriðið. Fjármagnið er þar sett skör lægra. Það á að vera þar þjónn, en ekki drottnari. — Eg ætla annars alls ekki að fara út í það hér, að ræða um gildi sam- vinnustefnunnar, eða hver rök megi færa fram til stuðnings því rekstrar- kerfi. — Þetta er auðvitað ákaflega langt frá því að vera fullnægjandi greinargerð um helztu einkenni samvinnureksturs, en eg verð þó að láta þetta nægja, sem svar við spurn- ingunni. L. BJ.: Og teljið þér, að samvinnu- reksturinn samrýmist lýðræðishug- sjóninni? Ó. JÓH.: Já, ég tel að samvinnurekst- urinn samrýmist mjög vel lýðræðis- hugsjóninni. Öll samvinnueinkenn- in, sem ég taldi áðan, eru byggð á fyllstu lýðræðishugsjónum. Þau mætti jafnvel sum hver nefna lýð- ræðiseinkenni. Þannig er það t. d. um fyrsta atriðíð, um jafnan rétt til þátttöku. Því að fyrsta krafa, sem gera verður til sannra lýðræðisríkja er, að þau játi þjóðfélagsréttindum öllum þjóðfélagsþegnum til handa, sem náð hafa vissum þroska, en bindi eigi réttindin t. d. við ákveðn- ar stjórnmálaskoðanir, ákveðin trú- arbrögð, ákveðna fjáreign o. s. frv. Annað einkennið, jafn atkvæðis- réttur manna, hlýtur og að verða grundvallarregla í lýðræðisþjóðfé- lagi. Hvert það þjóðfélag, sem vill byggja á lýðræði, verður að játa og tryggja þegnum sínum jafnan at- kvæðisrétt um stjórn ríkisins, en má eigi gera rétt manna misjafnan eftir stétt eða stöðu, efnahag, kynferði eða öðru slíku. Og hvers vegna skyldu ekki lýðræðisríki geta lagt arðskiptingarreglu samvinnuskipu- lagsins til grundvallar? Skipting þj óðarteknanna er einmitt eitt helzta deiluatriðið í flestum þjóðfé- lögum. Hún leiðir til stéttabaráttu. í einræðisríki er þessi stéttabarátta barin niður með valdi. Inn á slíka braut geta lýðræðisríki ekki farið. En þau gætu viðurkennt, að vinnan sé aðalatriðið og að hver og einn eigi að bera úr býturn í samræmi við hluttöku hans í þjóðfélagsbú- inu. Það hygg ég vera fyllsta lýð- ræði. En út í skýringar á þessu skal ekki farið lengra hér. L. BJ.: Teljið þér, að samvinnurekst- ur stuðli að aukinni velmegun og að jöfnuði lífskjara? Ó. JÓH.: Þessari spurningu svara ég einnig játandi. Bendi því til stuðn- ings á þá reynslu, sem fengin er af samvinnuverzlun, bæði hérlendis og erlendis. En góð verzlun, af hverj- um sem hún er rekin, hlýtur jafnan að vera eitt af undirstöðuatriðum almennrar velmegunar. Eg hygg, að úrræði samvinnuskipulagsins megi einnig notfæra á fleiri sviðum fjár- málalífsins, t. d. í framleiðslustarf- semi, þegar um stóran rekstur er að ræða. Með samvinnurekstrar- kerfi tel ég fjárhagslegt lýðræði betur tryggt en með ríkisrekstri. Hins vegar verður að játa, að í þess- um efnum er lítil sem engin reynsla fengin. — Með þessu, sem ég hef sagt um samvinnurekstur, hef ég að sjálfsögðu ekki viljað segja, að einkarekstur og ríkisrekstur gætu ekki átt við og jafnvel á sumum sviðum verið eðlilegasta rekstrar- formið. Mér virðast öll þessi rekstr- arkerfi geta átt við í sama þjóðfé- lagi, hvert á vissum sviðum. Get því fyllilega tekið undir það, sem Gylfi Þ. Gíslason sagði í upphafi síns máls. En eins og atvinnuveg- um er háttað hér á landi, virðist mér einstaklingsreksturinn sjálf- sagður og eðlilegur, enda þótt hann geti í ýmsum efnum stuðzt við sam- vinnustarfsemi. L. BJ.: Þakka yður fyrir. — Prófessor Ólafur Jóhannesson lagði dherzlu á, að með samvinnurekstri vœri vinn- an — pátttakan i félagsstarfinu — aðalatriðið, en fjármagninu vœri settar skorður. Það œtti að vera þjónn, en ekki drottnari, eins og hann orðaði það. Eg vil að lokum þakka jjrófessor- unum Gylfa Þ. Gislasyni, Ólafi Björnssyni og Ólafi Jóhannessyni fyrir komuna hingað og þau grein- argóðu svör, sem þeir hafa gefið við spurningum þeim, sem fyrir þá hafa verið lagðar i þessum stutta þcetti. 10

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.