Samvinnan - 01.09.1950, Side 13
sextándu aldar til þess að forðast trú-
arlegar ofsóknir.
Svo gamall var sá siður, að aðaltón-
listarmaður bæjarins væru úr Bach-
fjölskyldunni, að stundum voru tón-
listarmenn, sem ekki voru henni neitt
nákomnir, nefndir Bach-ar. Það var
lengi siður þessara frænda, að koma
saman einu sinni á ári og ræða þar um
tónlistarnýjungar. Þar kenndu hinir
eldri meðlimir ættarinnar þeim yngri
tónfræði og tækni. Þessir fundir héld-
ust allt fram á tíma Jóhanns Sebastí-
ans, og hann kunni vel að meta þá.
Oftast hófust þeir með bænargjörð, en
þar næst léku tónlistarmennirnir hver
fyrir annan og þá helzt eigin verk. Að
lokum sungu allir og léku sér að lag-
línum og orðum, eftir því, sem andinn
inngaf þeim. Kölluðu þeir það
„quodlibet" og endaði venjulega með
hlátrum og kátínu.
Bach kunni að meta hóflega drukk-
ið vín alveg eins og góðan félagsskap.
Eitt sinn sendi einn frændi hans
kvartil af góðvíni og hann þakkaði
fyrir gjöfina með bréfi, sem er nokk-
ur mannlýsing: „Hið ágæta vínkvartil
varð því miður fyrir óhappi á leiðinni
og var því nær tæmt, er hingað kom.
Það er sorglegt að nokkur dropi af
þessari guðsgjöf skyldi fara til spillis.
En þótt frændi minn óski að senda
mér meira af góðvíni þessu, verð eg að
afþakka það þegar vegna kostnaðarins,
sem samfara er sendingunni við hing-
aðkomuna." Bach þótti gott að reykja
pípu. Eitt lag hans á að lýsa því, er
hann skeggræðir við pípuna sína!
JÓHANN SEBASTÍAN var aðeins 9
ára er móðir hans lézt. Ári síðar
missti hann föður sinn. Tíu ára gamall
varð hann að fara fótgangandi 30
mílna vegalengd, ásamt Jakobi bróður
sínum, til Ohrdruf, þar sem þeir sett-
ust að, hjá Kristófer, elzta bróðurnum.
Bach hafði gullfallega söngrödd á
þessum árum og hann fór þegar að
vinna fyrir sér með því að syngja í
kirkjukórum, alveg eins og Haydn og
Schubert síðar, og með því að leika á
fiðlu og viola. Bróðir hans virðist hafa
verið mjög strangur maður og hann
reyndi að leiða hug Jóhanns frá tón-
listinni. En þar varð engu um þokað.
Eitt sinn, er bróðir hans læsti niðri hjá
sér nótnahefti, sem á voru skráð sum
glæsilegustu tónverk fyrri tíma, og
neitaði honum um aðgang að þeim,
fór Jóhann í kringum hann með því
að komast í hirzluna að næturþeli, og
þegar tunglsljós var, sat hann við að af-
rita nóturnar. Hann var í sex mánuði
að afrita öll heftin, en þá átti hann líka
dýrmætan fjársjóð, og hans gætti ltann
vel alla ævi.
Þegar Jóhann var 14 ára, yfirgaf
hann heimili bróður síns og ferðaðist
fótgangandi til Liineburg, 200 mílna
veg, og þar söng hann í kirkjunni og
hélt áfram að afla sér lifibrauðs með
fiðluleik. Hann var alla ævi haldinn
óseðjandi ferðaþrá, og hann var alltaf
á ferðalagi, á yngri árum fótgangandi,
en síðar með vagni. Þegar hann var 16
ára, gekk hann til Hamborgar til þess
að hlusta á óperu þar, og síðar gekk
hann til bæjar, sem er um 60 mílur frá
Luneburg til þess að nema þar franska
tónlist, sem á þeim tíma — eins og ann-
að franskt — var í tízku meðal Þjóð-
verja. Þar mun hann í fyrsta sinn hafa
heyrt tónlist Couperin og annarra
franskra meistara og líklegt er, að hann
hafi leikið á fiðlu í hljómsveit bæjar-
ins.
BACH var laus við afbrýðissemi og
öfund, sem plága marga tónlist-
armenn, og hann var alla tíð örlátur í
lofi sínu um verk annarra. Hann
kynnti sér verk ítalska meistarans
Frescobaldi, sem var orgelleikari við
Péturskirkjuna, og tók afrit af þeim,
og hann kynntist einnig verkum sam-
tímamannsins Vivaldi. Verk hans mat
hann mikils og útsetti sum fyrir hljóm-
sveit.
í Liineburg nam hann um hríð hjá
Buxtehude, hinum fræga orgelleikara
og tónskáldi, sem alla tíð síðan hafði
mikil áhrif á stil Bachs og túlkun.
Nokkru eftir að hann missti fyrri konu
sína, gekk hann að eiga söngkonuna
Önnu Magðalenu, og með konum
sínum báðum eignaðist hann 20 börn.
Mörg þeirra voru búin sérstökum tón-
listarhæfileikum, einkum Wilhelm
Friedmann, Karl Philip Emanuel, Jó-
hann Christoph Philip og Jóhann
Christian ýenski Bach).
ALLA ÆVINA, er hann var orgel-
leikari og söngstjóri við hirð
þýzku furstanna og meðan hann var að
skrifa hið mikla tónverkasafn sitt, sem
átti eftir að hafa víðtæk áhrif á tónlist-
arlíf framtíðarinnar, bjó Bach við
þröngan kost í lítilli íbúð. Fjölskyldan
var mjög stór og léleg aðbúð flýtti
dauða sumra barnanna. Bach tók sér
það mjög nærri, því að liann var ást-
ríkur og umhyggjusamur faðir. Sjálf-
ur kvaddi hann þennan heim 65 ára
að aldri. Fáir virtust þá gera sér grein
fyrir því, að heimurinn hafði misst
andlegan risa, mann, sem engan átti
sinn líka í sögu tónlistarinnar. Enginn
minnisvarði var reistur á gröf hans,
hún var ekki einu sinni merkt.
Hið tilbreytingarlausa líf heima-
byggðar hans hélt áfram sem fyrr.
Ekkja hans, mikil hæfileikakona end-
aði ævi sína á fátækraheimili, við mikil
eymdarkjör. Þegar hún dó átti að grafa
hana við hlið mannsins, en það reynd-
ist ekki unnt, því að þá vissi enginn
lengur fyrir víst, hvar gröf lians var..
Stundum óttast eg að nútímamenn
séu að gera sama glappaskotið, grafa í
afskiptaleysi og þögn starf snillinga.
Þetta varð hlutskipti Bachs í Leipzig:
og það varð hlutskipti Bela Bartok í
New York fyrir nokkrum árum. Slíkt
getur enn verið að gerast.
Á dögum Bachs var fegurð tónverka
hans lítils metin af vinum hans og sam-
starfsmönnum. Og tónlistarheimurinn
umhverfis gerði enn minna úr þeim.
Bach var kunnastur sem mikill orgel-
leikari.
Eftir andlát hans voru tónsmíðar
hans grafnar og gleymdar í nær því
heila öld. Það var Mendelsohn sem
hóf það starf að veita þeim viðurkenn-
ingu heimsins. Þessu starfi er enn hald-
ið afram. Ein meginástæða þess, hversu
seint gengur að tónverk hans öðlist
réttmæta viðurkenningu er liinn
kuldalegi og nær því vélræni flutning-
ur þeirra. Skýringin á því er oft sú, að
verk hans voru í fyrstu prentuð án
nokkurra leiðbeininga um það, hvern-
ig höfundurinn vildi að þau væru
flutt. Hann ætlaði sjálfur að stjórna
flutningnum eða a. m. k. leiðbeina um
liann og skrifaði því aðeins nóturnar,
en hraðann og áherzlurnar lagði hann
til er hann stjórnaði. Margar tónsmíð-
ar hans eru eilíflega glataðar fyrir
sinnuleysi og fáfræði um gildi þeirra.
LÍKLEGT ER, að Bach sjálfur, sem
var hógvær maður, hafi ekki gert
sér grein fyrir.því, að tónverk hans
(Framhald á bls. 19)
13