Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Side 16

Samvinnan - 01.09.1950, Side 16
Marmarakista i grafarmnsterinu í Písa. 11 Camposanto, grafarkirkjan mikla i Písa. guðshúsagerð var uppi á Ítalíu um skeið. Þannig eru kirkjuturnar í Flór- enz, Feneyjum og víðar. Gamall Písabúi, og raunar ungur líka, kann þá sögu, að örlaganornin hafi komið því til leiðar að jörðin seig undan giunninum, eftir að byrjað var að byggja turninn. Hinu hafi þau ekki varað sig á, að skakki turninn varð til þess að halda frægð á lofti, þegar herskipin voru sokkin, nýlend- urnar komnar í annarra hendur og Písa orðin venjuleg borg í Toscana- héraði. Turninn skakki er ekkert smásmíði. Hann er 55 metra hár. Veggirnir eru urn 4 metra þykkir neðst, en helm-. ingi þynnri er ofar dregur. Öll bygg- ingin er úr marmara og hið einkenni- legasta listaverk. Til að sjá er turninn sjö hæðir auk efstu hæðarinnar, sem er mjóst, en þar er sjálfur klukkna- turninn. í kringum neðstu hæðina að utan eru 15 súlur, en helmingi fleiri í kringum hinar. Hægt er að ganga upp turninn eftir hringstiga, og er liallinn það mikill, að maður verður hans greinilega var á ferð sinni um stigana. En úr klukknaturninum er hin feg- ursta útsýn yfir borgina og umhverfi hennar. Sagt er að turninn hallist sextán og hálfan metra og ef hallinn eykst um 30 cm. til viðbótar fullyrða verkfræð- ingar að turninn falli. Þegar barizt var um Písaborg í síðasta stríði, er sagt að Þjóðverjar hafi lengst varizt í turn- inum, því að þar hafi enginn að þeim viljað skjóta af ótta við að skemma hinn dýrmæta og furðulega turn. Marmarakirkjurnar i Pisa. Dómkirkjan sjálf er hið fegursta listaverk að utan og innan og mjög íburðarmikil. Henni svipar um sumt til annara ítalskra kirkna frá þessu tímabili, en hún er, eins og turninn, byggð á elleftu öld úr svörtum og hvítum marmara. Kirkjan var teikn- uð af grískum byggingameistara í upp- hafi, en hefur verið breytt mikið síð- an. Hún ber með sér svipmót hinnar tilkomumiklu og fögru byggingarlist- ar Arabanna, sem Písabúar hafa orðið fyrir sterkum áhrifum frá. Hringkirkjan er ákaflega sérkenni- leg bygging, sem líka er einstæð í sinni röð. Hún stendur framan við dómkirkjuna og alllangt frá henni. Skakki turninn er aftur á móti rétt við kirkjuna að kórbaki, ef kórbak skyldi kalla. Aðalkórinn er nefnilega í miðri kirkjunni undir hvelfingunni, eins og öllurn kirkjum með þessu byggingarlagi og fleiri ölturu annars staðar um kirkjuna. Sérstœð grafarmenning og kirkjumusteri. Fjórða byggingin í samstæðunni er líka sérstæð í sinni röð og á hvergi sinn líka í heiminum. Það er kirkju- garðurinn, sem nálgast fullkomna kirkju, að öllu byggingarlagi, nema hvað hann er miklu stærri. Þetta mikla musteri minnir ennþá nreira á bygg- ingarlist Arabanna en dómkirkjan, enda byggt eftir að Písabúar höfðu af eigin raun kynnst hinum íburðar- mikla og fagra byggingarstíl þeirra í krossferðunum til Austurlanda. Kirkjugarðsbyggingin, Camposanto, er mikið mannvirki. Skipulag bygging- arinnar er þannig, að í miðjunni er stórt, aflangt, opið svæði með grasi- vaxinni grund og lágum hríslum upp við veggina. Meðfram öllum útveggj- um eru breiðir, yfirbyggðir gangar. Á útveggjum þeirra eru málverk, sem túlka einstæða fegurð. Þau eru heilt ríki fagurra lista, gert af hinum fornu meisturum í Písa í árróða endurreisn- arinnar á Ítalíu. Meðfram veggjunum eru skrautlega úthöggnar marmara-

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.