Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.09.1950, Qupperneq 17
kistur, sem minna á grafármenningu hinna fornu Austurlandaþjóða, en minningarspjöld og ættartölur má finna á veggjunum í kring. Var talið að í upphafi hafi nokkur hluti þessar- ar miklu byggingar verið klaustur, reist að nokkru leyti til minningar um þá sem fórust í krossferðunum. í eig- inlegum skilningi er Camposanto því ekki venjulegur kirkjugarður, og eng- inn Písabúi fær þar legstað nú á tím- um. Framlag Písameistaranna til jegurðarinnar. Fyrr á tímum voru þessar lielgu byggingar lilaðnar stórbrotnum lista- verkum písönsku meistaranna, sem voru eins konar blysberar endurreisn- arinnar, sem talið er að hafi hafizt frá Flórenz nokkrum öldum síðar. Nicola Písano og sonur hans Giovanni Písano sköpuðu höggmyndastíl, sem ruddi sér til rúms um alla Italíu á þrettándu og fjórtándu öld. Prédinkunarstólar þeirra úr höggnum marmara í dóm- kirkjunni og hringkirkjunni eru ein- stæð listaverk að fegurð og tign. Sumt af liinum dýrmætu listaverkum er bú- ið að fjarlægja úr kirkjunum, nokkur þeirra eru geymd í borgarsafninu í Písa. Þeim, sem frá upphafi hafa hugs- að sér þau í marmaramusterunum, finnst þau ekki eigi heima á safn- inu, og víst er um það, að ekki miðað- ist handbragð meistaranna við það. að það sem kirkjunni var ætlað til skrauts geymdist á öðrum stöðum. Svipur hversdagsleikans á götunni. En tímarnir breytast og mennirnir með. Dveljir þú í Písaborg á laugar- dagskvöldi og veljir þér afvikið horn í litlum gagngstéttarveitingarstað, þar sem óhreinn strákur um fermingu, með svuntu niður á tær, sem einhvern tíma hefur verið hvít, ber þér súkkulaði, eða kaffikorg, þá er fróðlegt að fylgjast með því sem fram fer í þessari fornu borg frægðar og menningar. Gatan lokast af kirkju- blettinum og skakki turninn hallast fram fyrir yzta húsið við götuna. Gatan logar af ofsafengnum um- ræðum og allir virðast vera að tala um það sama. Norðurlandabúar myndu halda að umræðuefnið væri stjórnmál. Þeir, sem yndi hafa af sögu, gætu verið svo fáfengilegir að halda að umræðu- efnið væri liðnar styrjaldir og ósvífni flórenzka sendiherrans í að halda því fram að hans hundur væri betri en hundur písanska sendiherrans. En ekkert af þessu er umræðuefnið á laugardagskvöldum í Písa á hinu heilaga ári 1950. Það er knattspyrnan sem tekur hug fjöldans. Veðmálin eru í fullum gangi. Skyldi Torínó vinna Mílanó, eða Písa Flórenz, og svo er veðjað og rifist um líkurnar. Kapp- leikirnir fara fram hvern sunnudag. Þar sem arían er sungin til enda. En þeir sem elska sönglistina, sem hvergi er eins falleg og einlæg, og livergi hljómar eins vel og í hinum fögru byggðum hinnar glaðværu ítölsku þjóðar, geta sér til mikillar ánægju hlustað eftir því, að lagbrotið, sem óhreini frammistöðupilturinn raular fyrir rnunni sér, um leið og hann þurrkar rykfallna undirskálina upp við afgreiðsluborðið, er ekki eft- iröpun frá hljóðum frumstæðra villi- manna, heldur stúfur úr óperu eftir Verdi. Og ef fámennt er á gangstétta- stólunum hans geturðu fengið liann til að grípa gítarinn sinn og setjast við hliðina á þér og syngja aríuna til enda. Eg efast ekki um að þið verðið vinir og þú lítur inn til hans næst þegar þú átt leið fram hjá, niður að marmara- musterunum, þar sem Galilei er loks- ins búinn að sigra. En í musteri guðs í marmarakirkjunni miklu lýsir nú fag- ur lampi, eins og eins konar yfirbót fyrir ofsóknir kaþólska kirkjuvaldsins gegn þessuni mikla og virðulega hugs- uði miðaldanna, sem lét líf sitt, fyrir að halda því fram, að jörðin snerist um sjálfa sig. Þetta er ljós sannleikans, sem lýsa á komandi kvnslóðum og minna umheiminn á það, að Galileo Galilei fæddist í Písa. Ef til vill hefur hann líka gert sínar fyrstu stjörnuat- huganir þar úr skakka marmaraturn- inum á leirbökkunum við Arnó. Séð yfir kirkjurnar úr skakka turninum. Musteri guðs á grasflötinni i Písa. 17

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.