Samvinnan - 01.09.1950, Page 20
Á förnum vegi
AHÁTIÐ þeirri, sem sænska samvinnu-
sambandið KF eíndi til í tilefni af 25
ára afmæli sænska samvinnuskólans, hélt
hinn merki skólamaður, Harald Elldin, rekt-
01, sem stýrt hefur skólanum frá upphafi, at-
hyglisverða ræðu, sem hann nefndi: I kon-
takt med livet. Þar sagði hann m. a. þessi
orð: „Þjóðfélagshreyfing, sem hefur boðskap
fram að færa, og stefnir að framkvæmdum,
sen- hafa stórfellda þýðingu, uppgötvar fljót-
lega, að möguleikarnir til framsóknar eru
bundnir þekkingu og framsýni meðlimanna
og starfsmannanna." Ut frá þessu sjónarmiði
hóf sænska kaupfélagshreyfingin fræðslustarf
sitt á skipulegan hátt þegar árið 1902, enda
þótt hinn reglulegi samvinnuskóli væri ekki
stofnaður fyrr en allmiklu síðar. Árið 1907
samþykkti aðalfundur sænska sambandsins
að stofnsetja skóla, sem skyldi hafa það aðal-
hlutverk „að gera samvinnumanninn að verzl-
unarmanni og verzlunarmanninn að sam-
vinnumanni", eins og það er svo skemmti-
lcga orðað í ályktuninni. Enn tók nokkur ár
að koma þessari starfsemi í fast form, en allt
frá þessum tíma hafa sænsku samvinnufélög-
in lagt megináherzlu á framkvæmd þessarar
stefnu. Þau hafa lagt sig fram um að auka
þekkingu og framsýni félagsmannanna, og
þau hafa lagt alveg sérstaka rækt við að
mennta starfsmenn félaganna og þá einkum
að gera þá að góðum og áhugasömum sam-
vinnumönnum. Dylst engum, sem þekkir til
samvinnumála í Svíþjóð, að þessi stefna hef-
\n verið árangursrík. Það vekur óhjákvæmi-
lega athygli ferðamanna, sem kynna sér starfs-
hætti sænskra kaupfélaga, hversu mörgum
áhugasömum og menntuðum samvinnumönn-
um þau eiga á að skipa til margs konar verzl-
unarstarfa. Og frá aðalleiðtoga sænskra sam-
vinnumanna, Albin Johansson, hafa komið
sumar þær tillögur um íramtíðarstarf sam-
vinnuhreyfingarinnar, sem mesta athygli hafa
vakið og lyft hafa hugum manna upp yfir
daglegt strit við búðarborð og skrifstofubæk-
ur. Má þar til dæmis nefna forgöngu hans og
skelegga baráttu fyrir afskiptum alþjóðasam-
vinnuhreyfingarinnar af olíusölumálunum,
kenningar hans um skiptingu auðlinda jarð-
arinnar milli þjóðanna o. s. frv. Ræður og
skrif þessa samvinnumanns er eitt gleggsta
damið um það, að sænska samvinnuhreyfing-
in er „i kontakt med livet“, að þessi hreyfing
hefur ekki dagað uppi í skrifstofu- og verzl-
unarbyggingum sínum eða innan um grjóna-
poka og talnadálka, heldur eru forvígismenn
hennar lifandi þátttakendur í þeim umræð-
um og áætlunum, sem stefna að því að skapa
hér betri og menningarlegri lífskjör fyrir alla
og þeir eru nægilega hugsjónaríkir til þess
að líta hátt upp yfir ástandið í dag.
AÐ er aðalsmerki hverrar lifandi þjóðfé-
lagshreyfingar, að eiga háleitar hugsjónir.
Það er sannleikur, að mitt í þessum material-
iska lieimi, sem talar svo mjög um fram-
leiðsluskýrslur og vörumagn og verðgildi, eru
hugsjónirnar samt það afl, sem hreyfir mann-
20
kynið úr stað. Það eru ekki blákaldar tölur,
sem eru driffjöður marxista og kommúnista,
heldur miklu fremur sú blekking, að þjóðfé-
lagskerfi þeirra geti afnumið óréttlætið í
mannheimi og skapað hér gæfulegan sama-
stað fyrir allar þjóðir. Þessi hugsjón er að-
dráttarafl þessara stefna, enda er henni
haldið að lýðnum af miklum krafti. Þetta
mættu þeir samvinnumenn gjarnan hafa í
huga, sem telja bollaleggingar um stórvirki
alþjóðasamvinnuhreyfingarinnar dagdrauma
eina, og flest það fánýtt hjal, sem ekki snertir
á einhvern hátt daglegan rekstur, ársútkomu,
framleiðsluskýrslur eða annað ámóta nær-
tækt. Hugsjónir og framtíðardraumar eru
mikið afl í mannheimi, og það hefur sannazt
æ ofan í æ, að Jreir, sem trúa nógu staðfast-
lega á framgang hugsjóna sinna og halda á-
fram að vinna að sigri þeirra, þótt ekkert
virðist rniða og í móti blási, uppskera um
síðir sigurinu og erfa landið.
AÐ er Jwí lykillinn að framsóknarmögu-
leikum hverrar Jijóðíélagshreyfingar eins
og samvinnuhreyfingar, að eiga nógu marga
hugsjónaríka meðlimi og starfsmenn. Þegar
fræðslustarf samvinnufélaganna er skoðað í
þessu ljósi, sést bezt, hverja þýðingu það
hefur á löngu árabili. I samtali því við Ell-
din rektor, sem birt var í síðasta hefti, skýrði
liann frá Jreim miklu fjárfúlgum, sem sænska
IÐNAÐARDEILD S.Í.S.
(Framhald af 4. síðu)
leiðsluvaranna. — Hráefnaskorturinn
veldur því hins vegar, að verksmiðj-
urnar hafa ekki getað fullnægt eftir-
spurninni eftir framleiðsluvörunum.
Sjónarmiðin fjögur og urnbótaviljinn.
Af framangreindu yfirliti yfir iðn-
framkvæmdir S. í. S. mætti álykta. að
fjögur sjónarmið hafi verið ráðandi í
sambandi við iðnframkvæmdir Sam-
bandsins.
Fyrstu iðnaðarframkvæmdirnar mið-
uðust við það að hagnýta sem bez.t ís-
lenzk hráefni og koma vöru, sem áður
fór í súginn, í verðmæti. Vegna þessa
sjónarmiðs virðist Sambandið hafa
byrjað að starfrækja garnastöðina ár-
ið 1921.
Næst kom sjónarmiðið um að gera
innlendu framleiðsluvörurnar seljan-
legri og verðmeiri en áður á erlendum
markaði. Með það í huga virðist gæru-
rotunarstöðin hafa verið stofnsett árið
1923, en eins og kunnugt er mátti oft
fá meira verð fyrir gærurnar, þegar
ullin og skinnin voru seld sitt í hvoru
lagi.
í þriðja lagi koma afurðasöluerfið-
leikarnir, og þá vaknar áhuginn á því
að búa sem bezt að sínu og hagnýta
samvinnulireyfingin hefur frá upphafi kostað
til skóla síns. Og þessi stofnun á nú milljónir
í sjóði. Þarna er áþreifanlegur vottur um þá
rækt, sem lögð er við þessi mál í Svíþjóð.
Sígrar sænskra samvinnumanna á liðnum ár-
uni voru mögulegir vegna þess, að þekking
og framsýni meðlima og starfsmanna var
mikil, og þeir trúðu á gildi hugsjónanna.
Eifiði og fjármunir, sem til þess ganga að
hvetja og auka þessa framsýni og þekkingu
meðal starfsmanna og félagsmanna, skila
margföldum vöxtum síðar meir í auknum
möguleikum til Jiroska og framsóknar á
mörgum sviðum. Reynslan í Svíþjóð er því
vissulega athyglisverð fyrir okkar íslenzku
samvinnuhreyfingu. Miðað við fólksfjölda
eru íslenzkir samvinnumenn margir, en hve
styrkir eru þeir og hugsjónaríkir? Hversu
marga eldheita hugsjónamenn eigum við? Er
þekking og framsýni starfsmanna og félags-
manna nægilega rík til þess að tryggja örugga
og farsæla framþróun samvinnustefnunnar
hér á landi? Er okkar samvinnustefna þannig
„i kontakt med livet“, svo að orð Elldins
rektors séu enn notuð, að við getum verið
ánægðir með það? Þessum spurningum verð-
ur ekki svarað hér að sinni. Þær eru, hver
um sig, ærið umliugsunarefni fyrir hvern
samvinnumann. Ef menn vilja leggja það á
sig, að hugsa um þær, er tilgangi þessa pist-
ils náð.
innlenda markaðinn sem bezt. Með
þetta í huga virðist Gefjun keypt, Ið-
unn starfrækt og stækkuð og síðar
Hekla keypt.
Fjórða sjónarmiðið, sem virðist hafa
ráðið iðnframkvæmdum Sambandsins,
virðist vera það, að rétt sé að hagnýta
sem bezt gjaldeyrinn með því m. a.
að koma fótunum undir smávöruiðn-
að, sem geti framleitt samkeppnisfærar
vörur úr aðkeyptum hráefnum og
þannig fengið meira af fullunnum
vörum fyrir gjaldeyrinn. Með þetta í
huga virðast sameignarverksmiðjurn-
ar, — Sjöfn, Freyja og Kaffibrennslan,
— stofnsettar.
En grundvallarsjónarmið S. I. S. við
iðnframkvæmdirnar, eins og við allan
sinn rekstur, er og hefur verið að
vinna að efnahagsframförum og jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum, landsmönn-
um öllum til hagsældar.
Það er þetta grundvallarumbóta-
sjónarmið, sem hefur verið driffjöður-
in í öllum iðnframkvæmdum Sam-
bandsins. — En þar, sem umbótavilj-
inn ræður gerðum manna, má búast
við góðum árangri og vonandi tekst, —
þrátt fyrir gjaldeyriserfiðleika, höft og
óáran, — að efla iðnaðardeildina, svo
að lienni takist að gera íslenzkan iðn-
að enn öflugri hér eftir en hingað til.