Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Page 22

Samvinnan - 01.09.1950, Page 22
FORELDRAR OG BÖRN Agi með samvinnu SÚ spurning, sem foreldrar varpa oftast fram á foreldrafundum skólanna, eða leggja fyrir uppeldis- fræðinga, segir í bæklingi um upp eldismál, sem amerísk uppeldis- málastofnun hefur nýlega gefið út, er: „Hvað á eg að gera, þegar.. .?" Og framhaldið á spurningunni er síðan í samræmi við aldur barns- ins, og eitthvað á þessa leið: „Þeg- ar barnið mitt vill ekki fara að hátta", „þegar hann neitar að læra lexíurnar sínar", „þegar hann fæst ekki inn á kvöldin". En nær því ævinlega verða for- eldrarnir fyrir vonbrigðum með svörin. Þeir fá ekki í hendur neina ákveðna reglu eða fyrirmæli, sem á við vandamál þeirra eigin barna. Stundum finnst þeim, að hinar nýju uppeldismálakenningar, sem leggja svo ríka áherzlu á að foreldr- ar reyni að skilja sálarlíf barnanna, gleymi algerlega aganum. Ein meginástæða fyrir því, að foreldrar geta ekki fengið ákveðin svör eða fyrirmæli, er sú staðreynd, að einstaklingarnir, bæði foreldrar og börn, eru ólíkir. Börn innan sömu fjölskyldunnar haga sér á ólíkan hátt gagnvart sama við- fangsefni. Drengurinn fæst ekki til að þvo sér nema með eftirgangs- munum, á meðan telpan gerir það umyrðalaust. Aðeins, sá, er þekkir þig og barn þitt vel, er fær um að svara spurningu þinni og gefa þér ráð um, hvernig þú eigir að snúast við umgengnis- og hegðunarvenj- um barna þinna. Aðrir geta aðeins bent á almennar staðreyndir og gert líklegar tillögur til úrbóta án þess að öruggt sé, að þær eigi við þitt vandamál. Um það verður þú sjálf- ur að dæma. Önnur ástæða er þessi: Þegar barn hegðar sér öðruvísi en við teljum að það eigi að gera, er það aðferð barnsins til þess að tjá okk- ur, að eitthvað ami að því. Af því leiðir, að refsing, eða ströng fyrir- mæli og ákveðnar reglur, eru ekki hentugasta leiðin til þess að upp- götva, hvað er að. Foreldrarnir þurfa samvinnu og aðstoðar barns- ins með til þess að gera þá uppgötv- un, og þessi samvinna er raunar sá agi, sem við eigum að sækjast eftir. Barnið þarf líka leiðbeiningar, en refsingar og ströng fyrirmæli örva aðeins beiskju þess og sannfæra það um, að foreldrarnir séu þröngsýn- ir, skilningslitlir og jafnvel harð- neskjulegir, og þau auka mögu- leikana á enn meiri misskilningi og eyðileggja möguleikana til sam- vinnu. í bæklingi þeim, sem fyrr getur, er talið, að líklegt úrræði sé að spjalla við barnið um það, sem að því gengur, láta það vita, að maður skilji af hverju það hrín eða er úrillt og hefur allt á hornum sér. Höfundurinn, sem er doktor í upp- eldisvísindum í Bandaríkjunutn, nefnir mörg dæmi um dagleg sam- skipti barna og foreldra, og slík dæmi gerast oft á dag í hverju barnaheimili. Til dæmis: Móðir Siggu er að reyna að sannfæra hana um, að hún eigi sjálf að bera ábyrgð á því, að hún sé hrein og þokkaleg, og segir: „Þú ert svo óhrein og sóðaleg, Sigga mín, að enginn drengur mundi nokkru sinni líta við þér svona útlítandi." Og móð- irin skipar henni að þvo sér. Með því að bæta þessari athugasemd við fyrirskipunina, vonar hún að barn- ið geri sér grein fyrir afleiðingum þess, að Iiirða ekki sjálft sig. Flest- ir aga börn sín eitthvað á þessa leið, nær daglega, og gera það umhugs- unarlaust. En Sigga, eins og flest fullorðið fólk, er í efa um að drengjum lítist vel á hana. Hún hefur e. t. v. lengi haft áhyggjur af útliti sínu og ótt- ast að hún sé ekki vel séð í kunn- ingjahóp. Ummæli móður hennar örva þessa kennd. (Ummæli for- eldra rista oft dýpra en þeir gera sér Ijóst.) Sigga verður gröm og síð- an sár, og snýst gegn skynsamlegri ábending með þráa og þrjózku. Móðirin biður hana að hjálpa sér við uppþvottinn, og Sigga svarar: „Nei, hvers vegna ætti eg að vera 22

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.