Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Page 23

Samvinnan - 01.09.1950, Page 23
að því?“ Foreldrunum finnst þetta svar þrjózkufullt og vanþakklátt. BARNIÐ geymir hið innra með sér andúðartilfinninguna, reið- ina og óttann, enda þótt fullorðnir geti lesið þessar tilfinningar í hverri athöfn þess og öllu látbragði. „Því augljósari, sem þessar tilfinn- ingar eru,“ segir höfundur, „því meiri þörf er barninu á aðstoð okk- ar við að meðhöndla þær. Ef við fordæmum þær, þorir það ekki að segja okkur frá þeim, barnið þarf að deila með okkur því, sem þjáir það mest.“ Lítil stúlka, sem hefur orðið að þola refsingu af hendi móður sinnar, segir í reiðikasti: „Eg hata þig, þú ert vond.“ Það er léttir fyrir þessa telpu, að heyra móður sína svara: „Eg veit að þú hatar mig stundum. Manni líður illa með því.“ Það er léttir að vita, að þessar tilfinningar, sem liggja barninu þungt á hjarta, eiga að mæta skilningi foreldranna, og þau vita og skilja, að þær eru til. Þegar barnið getur skýrt foreldrum sínum frá þessum tilfinningum án þess að eiga von á að fá snuprur fyrir, kem- ur oft af sjálfu sér, að boðum og bönnum er hlýtt án fyrirhafnar. Skilningur á tilfinningum barnsins og aðstoð við að lýsa þeim í orðum, þýðir ekki, að barnið eigi að halda áfram dyntum sínum og duttlung- um. Reynslan sínir, að barnið er síður óþekkt, ef það getur óhindr- að talað um tilfinningar sínar. Óþekktin er sýning á þeim. í reiði- og óþekktarköstunum eru tilfinn- ingarnar að koma fram í þessum gerfum. efni til. Barnið skilur slíka afstöðu, kann að meta, að dómgreindin minnkar, ef menn reiðast. í fjöl- skyldum, þar sem fullorðna fólkið biðst gjarnan afsökunar, ef því verður eitthvað á, er líklegt að börnin virði tilfinningar annarra meira en ella, og slíkt er mjög mik- ilsvert, því að þar er að finna und- irstöðu góðrar hegðunar og um- gengnisvenja. Foreldrar ættu að gefa nánar gæt- ur að því, að krefjast ekki of mikils af barni sínu á vissum aldursstigum. Það getur haft djúptæk áhrif á barnið að geta ekki uppfyllt óskir foreldranna, og útkoman verður oft sú, að bamið þorir ekki að stofna til óþvingaðrar samvinnu við foreldra sína af ótta við að því mistakist. „Því skyldi eg reyna?“ spyr barnið sjálft sig. „Þau verða hvort sem er ekki ánægð með það og heimta eitt- hvað enn betra.“ Þessi stefna — að aga barnið með samvinnu við það — virðist líkleg til þess að minnka andúðartilfinn- ingu þá, sem er undirrót svo margra árekstra foreldra og barna. Hún útilokar líka margar ástæður fvrir refsingum og ávítum. Börn eru í rauninni ákaflega sanngjörn, þ. e. er við tökum hæfilegt tillit til þroska þeirra og getu, og við sjálf erum sanngjörn. Lokaorð höfundar eru: „Bezta reglan er að vera hrein- skilinn og sannsögull við barnið.“ Móðir og barn Játning foreldra, að þeir ráði stundum heldur ekki við þessar til- finningar, að þeir reiðist og geti verið ósanngjarnir, getur valdið því, að refsing eða bann veki ekki langvarandi andúð í brjósti barns- ins. Samkvæmt skoðun þessa höf- undar eiga foreldrar að játa sínar eigin yfirsjónir fyrir barninu, þeg- ar svo ber undir, t. d. að refsing eða ávítur hafi nú e. t. v. verið meiri en hegðun barnsins gaf til- Nýlega er komin út á forlagi Norðra athyglisverð bók, sem for- eldrar ættu að gefa gaum. Nefnist hún „Móðir og barn“ og fjallar um samband móður og barns frá fæð- ingu. Höfundurinn er frú Þorbjörg Árnadóttir uppeldisfræðingur. — Þessi bók er nauðsynleg handbók fyrir hvert barnaheimili og hefur hún hlotið góða dóma gagnrýnenda í blöðum. Bókin fæst í sterku bandi og verðinu er stillt í hóf. Hugsanir á hættutíð Um traust og hugrekki. Hinn spaki maður hættir ekki lífi sínu að óþörfu vegna þess, að hann metur aðeins fáa hluti svo mikils. En hann er þess albúinn, á mikilli hættu- tíð, að láta jafnvel líf sitt, með því að hann veit, að slíkar aðstæður geta skapazt, að lífið sé ekki þess virði að lifa því. — Aristoteles. Látum oss treysta því, að réttlætið sé máttugt, og í þessari fullvissu mun trúin leyfa oss að þora að gera skyldu vora, allt til hinzta dags. — Lincoln. Hvað eina, sem nauðsynin leggur þér á lierðar, skaltu þola, hvað eina, sem hún býður, skaltu gera. — Goethe. Um frjálsræði. Frelsi í lýðræðisþjóðfélagi er kóróna ríkisins, og þess vegna geta frjálsir menn aðeins hugsað sér að búa við lýðræðisstjórn. — Platon. Þeir, sem vilja fórna frelsinu til þess að öðfast tímabundið öryggi, verð- skulda hvorki frelsi né öryggi. — Benjamin Franklin. Frjálsir menn, munið þessi sann- indi: Við getum öðlast frelsið, en það vinnst aldrei aftur, ef það glatast. — Rousseau. Sérhverjum manni ber, að hann sé virtur sjálfs sín vegna, og það er glæp- ur gagnvart virðingu þeirri, sem hann á kröfu á sem mannleg vera, að nota hann sem verkfæri til þess að ná ein- hverjum utanaðkomandi árangri. — Imanúel Kant. Um hugsjónir mannsins. Drottinn lét manninn ganga upp- réttan á tveimur fótum til þess að liann gæti litið himinhvolfið og horft upp til stjarnanna. — Ovid. Það eru miklir menn, sem sjá, að hugsjónaleg verðmæti eru styrkari en efnislegur kraftur. Það eru hugsanir, sem stýra veröldinni. — Emerson. 23

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.