Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Page 25

Samvinnan - 01.09.1950, Page 25
börnunum að sá. Síðan var beðið með óþreyju í marga daga, en um leið notað tækifæri til að minnast á einföldustu atriði í plöntufræði og saga fræsins sögð. Aldrei mun eg gleyma fögnuði barnanna, þeg- ar fyrstu kímblöðin brutust upp úr moldinni. Nú var þetta allt auð- skilið og eðlilegt, en jafnframt óendanlega skemmtilegt. Saga garðs Allir garðar eiga einhverja sögu, og lesendum Samvinnunnar ætla eg að leyfa mér að segja frá því, hvernig tókst með ræktun á græn- meti á meðal stórri baklóð í bæ, á síðastliðnu sumri. Enginn má halda, að reynsla mín sé á nokkurn hátt merkilegt fyrirbæri. Fjölmarg- ir munu hafa sömu sögu eða svip- aða að segja. Og þeim, sem rækta epli, vínber, melónur og tómata, mun eflaust fátt um finnast. Aldrei hafði eg haldið, að það væri jafn gaman að fást við ræktun grænmetis og raun varð á. Að vísu var töluvert umstang snemma í vor við innisáningu og umplöntun, vegna þess að allt var ræktað heima, en engar plöntur keyptar í gróðrarstöð, að undanskildum tveim plöntum af rósakáli (rosen- kaal), sem keyptar voru í Gróðrar- stöðinni við Akureyri. Það mun þó að sjálfsögðu auðvelda manni starf- ið, séu plönturnar keyptar, sérstak- lega getur orðið erfitt með hús- rúm og birtu fyrir kassana, þegar búið er að umplanta, sé eitthvað ræktað að ráði. Laukurinn jór jyrst út Það fyrsta, sem fór út í garðinn, mun hafa verið laukur, eða nánar tiltekið tveir venjulegir matarlauk- ar, keyptir í kjötbúð Kea á Akur- eyri. Laukar þessir höfðu um nokk- urt skeið verið hafðir úti í glugga, og voru dálitlar spírur komnar á þá. Þeir voru nú grafnir niður í kalda moldina, en svolítill toppur af spírunum látinn standa upp úr. Þetta mun hafa verið síðustu daga aprílmánaðar. Viku af maí fór sitt hvað af fræj- um ofan í moldina: Gulrætur, sal- at, spínat, steinselja, næpur, græn- kál, hreðkur og karse. Nokkru síð- ar fóru plöntur þær út, sem sáð hafði verið til inni seinast í marz, og voru það hvítkál og blómkál. Graslaukurinn, sem lengi hafði bú- ið í garðinum, teygði sig nú skrúð- grænn og girnilegur upp úr mold- inni. Með vaxandi sól og sumri tók gróðurinn að teygja úr sér, en jafn- framt annar gróður, miður kær- kominn, það er arfinn, vágestur í görðurn, sem allir kannast við. Þá var nóg að gera með allar frí- stundir. Fyrsta uppskeran Salat, spínat og hreðkur var það, sem fyrst spratt, og 10. júní voru rauðar og fallegar hreðkur á kvöld- borðinu og síðan flesta daga til septemberloka, því að þrisvar var sáð til þeirra á sumrinu. Fyrsta uppskeran náði fullum þroska fyr- ir komu kálflugunnar, og hinar síð- ari munu líklega hafa verið á eftir henni, a. m. k. náðu þær góðum þroska og komu óskemmdar upp úr moldinn, þótt aldrei væri á þær úðað eða aðrar varúðarráðstafanir gerðar. Salatið spratt vel, bæði blaðsalat og höfuðsalat, og entist langt fram á haustið, en hinar miklu rigning- ar munu ekki hafa fallið því vel, því að það varð ritjulegt, er á leið sumarið. Salat í skyri og á ýmsa aðra vegu var borðað daglega mest- an hluta sumars. Til spínats var sáð tvisvar, en síðari uppskeran spratt ekki vel. Um mitt sumar var grænkálið sprottið, en það náði ekki þeim vexti eða útliti, sem eg hef séð það ná. Steinseljan og kars- inn spruttu aftur á móti ágætlega og voru notuð í salöt og sósur og til bragðbætis í ýmsa rétti. Gulrætur grisjaðar Gulræturnar voru mjög þéttar, er þær komu upp, og var auðséð, að fræið hafði ekki verið sparað. Voru þær grisjaðar nokkuð, en síð- an látnar vaxa áfram, þótt þær væru enn all þéttar. Skömmu fyrir miðj- an júlí var farið að grisja gulræt- urnar fyrir alvöru, og voru þá gul- rótarstýrin, sem tekin voru burt, borðuð. Þau voru að vísu ekki stór, en ágætasti matur, og var þannig grisjað út allan ágústmánuð, og alltaf voru gulrætur á borðum. Það var ekki fyrr en í byrjun septem- ber, að farið var að taka gulræt- urnar upp. Voru þær þá stórar og föngulegar, enda höfðu þær haft gott vaxtarrými seinustu vikurnar. Fimmhöjðað blómkál Um 20. júní hafði kálið verið vökvað með súblímat-upplausn í fyrsta sinn og síðan þrisvar með um 10 daga millibili. Tvær plönt- ur höfðu dáið af um 125. Fyrst í stað óx blómkálið geysilega, þ. e. a. s. blöðin urðu ákaflega stór (um 70—80 cm., og há og kröftug eftir því), en ekkert bar lengi vel á hin- um góða ávexti. En síðari hluta sumars fór að glytta í hvíta hnúða inn á milli hinna risalegu blaða. Þegar að var gáð, voru raunar kom- in ágæt höfuð á blómkálið, og það, sem meira var, fleira en eitt á hverja plöntu. Margar höfðu tvö hötuð, sumar þrjú, tvær voru fjórhöfðað- ar, og ein sló öll met og var með fimm höfuð. Þess ber þó að geta, að mörg þessara höfuða voru mjög smávaxin. Á öllum hinum marg- höfðuðu blómkálsplöntum var eitt liöfuð greinilega stærst, stundum 1—2 meðalstór með því, en þegar um var að ræða fjögra eða fimm höfða plöntu, voru a. m. k. 2—3 þeirra mjög lítil. Um 20. sept. var það, sem ekki hafði verið borðað af kálinu (hvítkálið var fyrst tekið til matar 15. ágúst) tekið upp. Var það falleg og skemmtileg uppskera, því að blómkálshöfuðin voru fleiri en plönturnar, sem settar höfðu verið niður. Hvítkálið var bústið og fallegt, en þó var nokkuð af því fremur laust vafið, og nokkur höfð- anna höfðu ekki náð fullri stærð, sennilega af þrengslum. Þegar þess- 25

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.